Morgunblaðið - 22.12.2012, Page 28

Morgunblaðið - 22.12.2012, Page 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Samfara fjölgun nýskráninga fyr- irtækja á hlutabréfamarkað síðustu tólf mánuði þá virðist áhugi almenn- ings á því að fjárfesta í hlutabréfum hafa aukist umtalsvert. Heildareign heimila í hlutabréfasjóðum nam tæplega 7,3 milljörðum króna í lok októbermánaðar, sem er tvöfalt hærri upphæð en á sama tíma fyrir ári. Frá þessu er greint í fréttabréfi Júpiters rekstrarfélags, en þar seg- ir að þessi þróun sé til marks um að íslensk heimili séu óðum að taka hlutabréf í sátt sem fjárfestingar- kost og sparnaðarform. Hrein eign hlutabréfasjóða, sam- kvæmt tölum Seðlabankans, nam samtals 28,5 milljörðum í lok októ- ber. Hlutfall eignar heimila í slíkum sjóðum, 7,3 milljarðar, er því um 26%. Í þeim tölum er hins vegar ekki tekið tillit beins eignarhalds heimila og einstaklinga á skráðum hlutabréfum, heldur aðeins hlut- deildarskírteina í hlutabréfasjóðum. Á það er bent í fréttabréfi Júpi- ters að aukin eign heimila í hluta- bréfum megi að einhverju marki rekja til hækkana á hlutabréfaverði á árinu sem er að líða. Hlutabréfa- vísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 13% það sem af er ári, en hins vegar hefur gengi einstakra félaga, meðal annars Haga og Ice- landair, hækkað umtalsvert meira. Slíkar hækkanir á gengi hlutabréfa einskorðast þó ekki við íslenska markaðinn, en erlendar hlutabréfa- vísitölur hafa í flestum tilfellum hækkað meira en sú íslenska. Velta með hlutabréf á Íslandi hef- ur smám saman aukist frá árinu 2009 – þegar hún nam aðeins 50 milljörðum – og á þessu ári virðist flest benda til að hún verði hátt í 90 milljarðar. Fastlega má gera ráð fyrir því að velta muni halda áfram að aukast á næsta ári, ekki síst í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir stórum skuldabréfaútgáfum ríkis- sjóðs og Íbúðalánasjóðs. Eign heimila í hluta- bréfasjóðum tvöfaldast  Hækkar úr 3,5 milljörðum króna í 7,3 milljarða á einu ári Morgunblaðið/Styrmir Kári Uppbygging Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Íslensk heimili virðast óðum hafa meiri áhuga á að fjárfesta í hlutabréfum. Sókn í hlutabréf » Áhugi íslenskra heimila á að fjárfesta í hlutabréfum er óð- um að aukast. » Eign heimila í hlutabréfa- sjóðum nam tæplega 7,3 millj- örðum í lok október á þessu ári. Á sama tíma fyrir ári var hún aðeins 3,5 milljarðar. » Hlutabréfavísitala Kauphall- arinnar hefur hækkað um 13% það sem af er ári. Hækkunin á vísi- tölu neysluverðs í desember í ár er minnsta hækkun vísitöl- unnar í desem- bermánuði frá aldamótum. En frá þeim tíma hefur vísitalan að jafnaði hækk- að um rúm 0,4% í mánuðinum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en sam- kvæmt mælingu Hagstofu Íslands, sem birtist í gær, hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% á milli nóv- ember og desember. Er þetta veru- lega undir þeirri hækkun sem Ís- landsbanki, sem og aðrir greinendur, gerðu ráð fyrir. Gerðu opinberar spár ráð fyrir 0,3% til 0,4% hækkun milli mánaða. Í desember í fyrra hækkaði vísital- an um 0,4% frá fyrri mánuði, og lækkar því tólf mánaða taktur verð- bólgunnar úr 4,5% í 4,2% á milli nóvember og desember. Greining Íslandsbanka bendir á að óvænt lækkun á flugfargjöldum til útlanda skýri að mestu leyti frá- vik frá spám greiningaraðila. Lækkuðu flugfargjöld um 3,7%, en á síðustu fjórum árum hafa þau að jafnaði hækkað á bilinu 12%-25% milli nóvember og desember. Minnsta hækkun á öldinni  Verðbólgan var 0,05% í desember Verslun 12 mánaða verðbólga er 4,2%. Samþykkt var á hluthafafundi hjá Eyri Invest í gær að auka hlutafé félagsins um 231 milljón hluti. Til- gangur hlutafjáraukningar er að styrkja fjárhag félagsins og auka sveigjanleika í rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands, en miðað er við gengið 26 og því er heildarupphæð hlutafjáraukningarinnar um 6 millj- arðar króna. Stjórn Eyris hefur ráðið Arctica Finance sem ráðgjafa við hlutafjáraukninguna. Í samtali við mbl.is sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, að hlutafjáraukningin yrði notuð til að styrkja frekar vöxt Stork BV, sem Eyrir á 17% eignahlut í, en það á og rekur iðnfyrirtækin Stork Technical Services og Fokker Tec- hnologies. Auk þess muni Eyrir áfram styðja við sprotafyrirtæki í gegnum Eyrir Sprotar, sem er sjálfstætt félag um fjárfestingar í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Fyrir ári jók Eyrir hlutafé sitt um 10% með útgáfu á rúmlega 101 milljón nýrra hluta. Þau bréf voru seld fyrir rúmlega 2,4 milljarða króna. Í sumar var ennfremur til- kynnt að Eyrir hefði tryggt sér langtímafjármögnun hjá íslenskum bönkum fyrir 2,1 milljarð króna. Í tilkynningu til Kauphallar kem- ur fram að á fundi stjórnar Eyris hafi verið samþykkt að auka hlutafé félagsins um allt að 231 milljón hluta með útgáfu hluta í nýjum flokki hlutabréfa, B-flokki, en það eru forgangshlutabréf sem hafa forgangsrétt að arðgreiðslum og eru ávallt breytanleg í A-hluti. Slík bréf eru hins vegar án atkvæðis- réttar nema í þeim málum er varða breytingar á arðgreiðslustefnu og öllum málefnum er snúa að rétt- indum B-hluta. Á fundinum var einnig samþykkt að arðgreiðslu- stefna félagsins verði hluti af sam- þykktum. Eyrir eykur hlutafé um 6 milljarða  Hlutafjáraukningin notuð til að styðja við vöxt Stork og sprotafjárfestingar Morgunblaðið/Golli Fjármögnun Árni Oddur Þórð- arson, forstjórir Eyrir Invest. ● Samkeppniseftirlitið hefur lagt 45 milljóna króna sekt á Sorpu fyrir brot á samkeppnislögum. Telur eftirlitið að Sorpa hafi brotið gegn samkeppn- islögum með því að misnota markaðs- ráðandi stöðu sína á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Þetta gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, jafnvel þótt fyr- irtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu. Sorpa sektuð um 45 milljónir króna ● Sænska ríkis- stjórnin lækkaði í gær hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og næsta ár. Er nú talið að hagvöxt- urinn verði 0,9% í ár í stað 1,6% sam- kvæmt fyrri spá. Á næsta ári hljóðar spáin upp á 1,1% hagvöxt en áður hafði sænska fjármálaráðuneytið gert ráð fyrir því að hagvöxturinn yrði 2,7%. Að sögn Anders Borg, fjármála- ráðherra Svíþjóðar, er ástæðan verri horfur í Evrópu og óvissa í ríkisfjár- málum Bandaríkjanna. „Við getum vænst erfiðs árs 2013,“ segir Anders. Lækka hagvaxtarspána Fjármálaráðherra Anders Borg. ● Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur um tvö stig niður í CCC+. Einkunn ey- ríkisins var þegar komin í svonefndan ruslflokk og fer nú enn neðar í þeim efnum með lækkuninni. Fram kemur á fréttavefnum Eu- observer.com að lækkunin sé tilkomin vegna þess að hættan á að Kýpur geti ekki staðið við skuldbindingar sínar og kunni að lenda í greiðsluþroti hafi auk- ist. Óttast gjaldþrot Kýpur Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,/1.2, +,3.+ ,,.0+4 ,,.-,- +4.000 +03.22 +.143- +41.1+ +--.51 +,-.00 ,/5.0, +,3.13 ,,.021 ,,.-40 +4.04 +02.,3 +.5/, +41.44 +-3./+ ,,2.2110 +,-.-0 ,/5.2, +,3.21 ,,.114 ,,.3- +4.113 +02.-- +.5/-1 +45.53 +-3.12 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.