Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013
Fjármagnið skapar ekki velgengni, heldurfrelsið til að afla þess,“ sagði Nelson Man-dela svo skynsamlega og minnti á mikilvægi
atvinnufrelsis fyrir samfélagið allt. Undanfarið hef-
ur meira heyrst af ábendingum um hættur þessa
sama frelsis en áminningum um að án þess getum
við síður vænst velgengni, líkt og baráttufólk fyrir
frelsi um allan heim hefur lengi bent á.
Frelsi, og þá sérstaklega atvinnufrelsi, á undir
högg að sækja. Skýringuna má finna í þeim efna-
hagslegu breytingum sem heimsbyggðin öll hefur
upplifað og hefur víða skapað vantraust á ýmsu því
sem áður var talið traustsins vert. En skýringin er
líka sú að þeir sem amast við of miklu frelsi hafa
mjög ákveðið tengt það helstu óförum liðinna ára
og notað stöðuna til að afsaka látlausar skatta-
hækkanir og aðrar hindranir í atvinnulífinu. Á
sama tíma höfum við sem viljum vernda frelsið hik-
að um of í baráttunni – í stað þess að benda á að
lausnin sé áfram frelsi og lærdómurinn sá að
ábyrgð einstaklingsins á því frelsi verði skýrari.
En óháð ólíkum áminningum eða ábendingum
um mikilvægi og kosti þess að einstaklingar geti
aflað sér tekna, lífsgæða og velgengni – tala stað-
reyndir um atvinnufrelsi sínu máli. Á þær er mik-
ilvægt að minna þegar við ræðum hvert við
stefnum sem þjóð.
Í alþjóðlegri mælingu á atvinnufrelsi í flestum
löndum heims sem tekur til áranna 1990-2010
(Economic Freedom of the World: 2012 Annual
Report) er þessu haldið vel til haga. Þar kemur
skýrt fram að til að örva hagvöxt, minnka fátækt og
bæta lífskjör almennt er ekkert farsælla en einmitt
það að auka atvinnufrelsi.
Þannig er hagvöxtur landa með mest atvinnu-
frelsi að jafnaði um 3,5% en í þeim löndum sem
bjóða minnst atvinnufrelsi mælist hagvöxtur að
meðaltali um 1,5%. Sami sláandi munurinn er á
þessum löndum þegar skoðað er hlutfall þeirra sem
þar búa undir fátæktarmörkum. Þar sem atvinnu-
frelsi er mest eru innan við 3% íbúa sem að með-
altali búa við slík skilyrði en þar sem atvinnufrelsi
er minnst eru um 40% skilgreind undir þeim mörk-
um. Með sama hætti eru almenn lífskjör flestra
sem búa í löndum þar sem atvinnufrelsi er mikið,
margfalt betri en í þeim löndum sem annað hvort
hafa hafnað frelsinu eða sett því verulegar hömlur.
Það er mikið áhyggjuefni að Ísland er, sam-
kvæmt ofangreindum mælingum, ekki lengur í
hópi þeirra landa sem bjóða mikið atvinnufrelsi. Af
þeim 144 löndum sem mæld voru er Ísland nú nr.
65 á listanum og hefur þannig á undanförnum ár-
um dregist langt aftur úr þeim löndum sem við
helst berum okkur saman við og langt aftur úr ná-
grannalöndum okkar. Til samanburðar er Finn-
land í 9. sæti, Danmörk í 16. sæti og Noregur í því
25.
Fyrir metnaðarfulla þjóð getur sæti 65 varla tal-
ist viðunandi á nokkrum lista og síst af öllu í sam-
anburði sem svo mikil áhrif hefur á atvinnulíf og al-
menning. Afturförin, höftin og skattahækkanirnar
hafa komið í veg fyrir tækifæri, framfarir og lífs-
gæði. Því þarf að breyta og það gerum við aðeins
með aukinni trú á frelsið og fólkið sjálft.
Erum við sátt við 65. sætið?
* Það er mikið áhyggju-efni að Ísland sé ekki lengur í hópi þeirra
landa sem bjóða mikið
atvinnufrelsi.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is
Áramótaskaupið
Hið ákaflega ókarnivalíska Áramóta-
skaup þar sem háði og árásum var
beint að stjórnarandstöðunni og
andstæðingum rík-
isstjórnarinnar en
valdhöfum hlíft
hefur vakið misjöfn
viðbrögð á netinu.
Hafa ýmsir sér-
fræðingar verið fengnir til að greina
skaupið en sá fjölmiðill sem er öfl-
ugastur, fésbókin, er með marga
góða greinendur líka. Ólafur Teit-
ur Guðnason greinir skaupið í
löngu máli og hversvegna það hafi
verið lélegt og lýkur þeim orðum
með: „Verst var þó almennt húm-
orsleysi og ófrumlegheit ... að mínu
mati sum sé.“
En Svanur Már
Snorrason er
ekki sammála og
lækar við grein í
fréttunum sem
segir frá því að
Bubbi Morthens hafi verið ánægður
með skaupið. Svanur segir líka í sta-
tus hjá sér: „Snilldarskaup – gróft og
gott og fokking Sjallarnir fengu á
baukinn sem og Grísinn (líka hinir,
en tók bara ekki eins eftir því).
Svona á að gera þetta ...“
Einelti á netinu
Þórlaug Ágústsdóttir lenti í
því að einhver fótósjoppaði mynd af
henni þannig að það var einsog hún
hefði verið lamin. Hún hefur stofn-
að hóp á fésbókinni þar sem hana
langar til að stilla
saman fólk í bar-
áttu gegn svona
framferði. „Stjórn-
mál dagsins eru
rekin „issue based“
og að stórum hluta í gegnum Int-
ernetið til að ná eyrum þeirra sem
þurfa/eiga að hlusta.
Eftir þann DÁSAMLEGA stuðning
sem ég hef fengið eftir að hafa verið
„barin og nauðgað“ ;) á Internetinu
langar mig að biðja ykkur að eyða
smá stund – eins lengi og þið nennið
og hafið gaman af því – í að koma
málinu inn í alþjóðaumræðuna.
Þetta verður dúndurskemmtilegt!“
AF NETINU
Nú stefnir allt í að ástralski kvikmyndaleikarinn
Chris Hemsworth taki völdin í kvikmyndinni
Fifty Shades of Grey sem gerð er eftir sam-
nefndri bók. Hemsworth er 29 ára og best þekkt-
ur fyrir hlutverk sitt sem Þór í kvikmyndinni
Þór. Hann er að minnsta kosti í uppáhaldi hjá
aðdáendum erótísku skáldsögunnar hvað varðar
hlutverk Christians Greys og hefur þar betur
gegn Robert Pattinson, Channing Tatum, Ryan
Gosling og Alexander Skarsgård. Hann náði at-
hygli framleiðendanna eftir frammistöðu sína í
væntanlegri mynd sem ber nafnið Rush en þar
leikur hann Formúlu-eitt-kappann James Hunt.
Í myndinni eru margar æsilegar nektarsenur og
þykir Hemsworth hafa staðið sig sérlega vel.
Hemsworth kom til Íslands í október til að
taka upp atriði í framhaldsmynd um þrumuguð-
inn. Myndin heitir Thor: The Dark World og
verður frumsýnd í nóvember á þessu ári. Chris Hemsworth er hávaxinn Ástrali.
AFP
Greyið
Hemsworth
Fyrirsætan og læknaneminn Elmar Johnson
hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu ár-
in. Auk þess sem hann hefur verið á samningi
hjá Eskimo vakti það mikla athygli þegar hann
skrifaði undir samning við eina stærstu fyr-
irsætuskrifstofu heims; umboðsskrifstofuna
Next.
Elmar virðist eiga auðvelt með að bæta járn-
um í eldinn en nýverið stofnaði hann ferðaþjón-
ustufyrirtækið Guide to Iceland sem sérhæfir
sig í að þjónusta erlenda ferðamenn. Vefsíðan
guidetoiceland.com er ein allsherjar upplýs-
ingaveita um allt er tengist skipulögðum ferð-
um um Ísland, besta verðið hverju sinni og
hvaðeina sem vert er að sjá og skoða nánar á
landinu. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði.
Fyrirsæta
í ferða-
þjónustu
Elmar Johnson sýnir fatnað Guðmundar Jör-
undssonar sem hann hannar undir merkinu JÖR.