Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 13
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 eða skoðað mig um í skógi. Ég tala nú ekki um ef ég kemst á uppá- haldsstaðina mína, Melrakkasléttu eða Mývatnssveit. Einn dagur þar er eins og vikufrí; þögnin allsráð- andi en samt iðandi líf allt í kring- um mann. Sem ljósmyndari sér maður umhverfið allt öðruvísi en annars, ekki bara fuglalífið heldur skýjafar og annað sem maður er ekki að hugsa um venjulega.“ Eyþór segir ljósmyndunina tví- þætta: „Ég reyni fyrst og fremst að taka fallegar myndir en eltist líka við ákveðnar tegundir. Ég safna til dæmis flækingum. Ef ég frétti af sjaldgæfum fugli bíð ég stundum tímunum saman en er þó meira fyrir að ganga og taka myndir af því sem birtist fyrir framan mig. Stundum fer ég í langa gönguferð til að ná mynd af ákveðnum fugli; ég geng til dæmis einu sinni á ári á fjall hér í ná- grenni Akureyrar til að taka myndir af himbrimapari sem er þar. Það fer ekki mjög langur tími í þá myndatöku sjálfa en fuglalífið er mikið á leiðinni auk þess sem ég mynda líka skordýr og landslag.“ Eyþór segist hafa mjög gaman af því, sem tónlistarmaður, að reyna sig á öðrum sviðum. „Ég fæ ofsalega mikið út úr því að ná góðri mynd. Hlakka þá mikið til að komast heim og laga hana aðeins í tölvunni. Annars fótósjoppa ég myndir mjög lítið; laga þær bara aðeins. Veiðimaður fær ákveðið kikk þegar hann fangar bráð en ég held ég fái meira kikk að ná góðu skoti núna.“ Eyþór bjó í Dalasýslu til 18 ára aldurs. Fór þá á flakk; var við nám og tónlistarstörf á Akranesi í tvö ár og nam að því loknu orgelleik í þrjú ár í Reykjavík en var áfram búsettur á Skaganum. Eyþór var síðan í sjö ár í orgelnámi í Svíþjóð, byrjaði að leysa af í Akureyr- arkirkju 1998 en hefur verið í fullu starfi við kirkjuna síðan 2003. Desember var annasamur að vanda. „Það er brjálað að gera í desember og raunar í nóvember líka við undirbúning, en rosalega skemmtilegt. Hér er líf og fjör, mikið um alls konar tónleika og kórarnir syngja við ýmsar uppá- komur og svo er helgihaldið um jól og áramót.“ Sex kórar eru við kirkjuna, og þau stjórna þremur hvort, Eyþór og starfssystir hans, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Eyþór segist varla þora að svara þeirri samviskuspurningu hvort hann fái jafn mikið út úr því að ná góðri mynd og að leika vel á org- elið! „Ég hef eytt meirihluta æv- innar í að læra á orgel og starfa sem organisti og sennilega gefur mér ekkert meira en að spila tón- verk á orgel á tónleikum í fallegri kirkju. Það er ofboðslegt kikk þeg- ar vel tekst til og maður fær mikil viðbrögð. En að ná fallegri ljós- mynd, sérstaklega ef það er sjald- gæfur fugl og honum fylgir ein- hver skemmtileg saga, er líka mjög góð tilfinning. Öðruvísi, en jafn góð.“ Kría færir björg í bú. Líklega uppáhaldsmynd Eyþórs Inga, ef hann þyrfti að velja úr öllum þeim fjölda sem hann hefur tekið! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Steindepill. Humla. * Einn dagur í Mývatnssveiteða á Melrakkasléttu er eins og vikufrí Lómur. Steindepill.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.