Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 16
*Í hinni þekktu háskólaborg Cambridge á Englandi er hægt að versla og gera vel við sig í mat »18Ferðalög og flakk Kæru ættingjar og vinir! Lífið heldur áfram að leika við mig í Svíaríki. Í lok 2011 kynntist ég besta Norðmanninum og tók svo stórt skref í byrjun sumars þegar ég flutti inn til hans. Ákvörðun sem ég mun seint sjá eftir. Hef einnig haldið áfram að sinna ferðafíkninni og skoðað heiminn í ár. Eftir frábært 2012 getur 2013 bara orðið betra. Eins og stendur er hér rok, blautt veður og hitastigið um það bil fimm gráður. Kær kveðja, Anna Dóra Jónasdóttir og fjölskylda Anna Dóra og kærasti hennar, Arnstein Njåstad. Anna Dóra starfar sem svæfingahjúkrunarfræðingur í Karlskrona í Svíþjóð. Fjölskyldubíltúr. Meðferðis eru dætur Njåstad; Hilde og Tove. Fann ástina úti Anna hefur búið í Svíþjóð í um 10 ár en bjó á Íslandi fram að því. KVEÐJA FRÁ SVÍÞJÓÐ ÓTELJANDI SKEMMTILEGIR FERÐAMÖGULEIKAR Edrú fjalla- ferðir og villur á Balí „ÖÐRUVÍSI“ FERÐAMÖGULEIKAR ERU Í BOÐI HJÁ VELFLESTUM ÍSLENSKUM FERÐASKRIFSTOFUM Í ÁR. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS LEIT YFIR NOKKRA SPENNANDI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is AÐDÁENDUR MAMMA MÍA kvikmyndarinnar ættu að forvitnast frekar um spennandi ferð sem Bændaferðir skipuleggja í maí. Förinni er heitið á þær grísku slóðir sem kvikmyndin var tekin upp auk þess sem siglt er til eyjanna Santoríní og Skopelos. Í rúmar tvær vikur er ferðast milli fallegra sveitaþorpa, fornminjar skoðaðar ferðast með gamalli og sjarmerandi lest. Mamma Mía var kvikmynduð að miklu leyti á ströndinni við bæinn Damouchari þar sem dvalið verður um tíma. EDRÚ Á FJÖLLUM í Oberstdorf er yfirskrift ferðar sem er nýjung hjá Úrval-Útsýn. Gönguferðir um þetta svæði í Ölpunum, á landamærum Þýskalands og Austurríkis, hafa áður verið skipulagðar á vegum ferðaskrif- stofunnar en nýbreytnin er að nú er ein ferð farin í samstarfi við SÁÁ í ágúst. Ferðin er hugsuð fyrir göngu- garpa sem vilja síður vera í félagsskap þar sem vasapelinn er dreginn upp. Ekki er þó nauðsynlegt að vera í SÁÁ til að fara í ferðina heldur er skilyrðið einungis að ferðast edrú. FARARSTJÓRAR skipta oft ekki minna máli en ferðin sjálf og það getur orðið forvitnilegt að ferðast með söngvaranum og lífskúnstnernum Sverri Guð- jónssyni um London í þriggja daga ferð Icelandair í maí. Sverrir bjó lengi í London og hann hefur talsvert aðra sýn og reynslu af borginni en hinn hefðbundni ferðamaður. Hann lofar því að sýna „leyndardóma Lundúnaborgar“. SKEMMTILEGUR KOKTEILL er á dagskrá hjá Vitaferðum í mars. Förinni er heitið til Nýja-Sjálands og Dubai. Flogið er til Dubai í gegnum London en í Dubai er gist eina nótt. Daginn eftir er haldið áfram til Nýja- Sjálands með millilendingu í Ástralíu. Ferðastjórinn er óvenjufróður um land og þjóð og ferðalangar munu kynnast öðruvísi hlið en hinn almenni túristi. Á heimleið er svo aftur dvalið í Dubai, en mun lengur en í fyrra skiptið, eða í þrjár nætur. SKRÚÐGARÐUR Atlandshafsins eða eyjan Madeira, er áfangastaður ferðaskrifstofunnar Heimsferða í ár. Eyjan er fyrir utan norðvesturströnd Afríku og einkennist af mik- ilfenglegum fjöllum og, eins og upp- nefnið gefur til kynna, ægifögrum gróðri, ávöxtum og vínekrum. Blóm- in eru mörg afar sjaldgæf. Þá má víð- ast hvar á eynni finna litla hlýlega bæi eins og úr bíómyndum. H efðbundnar sólarlanda- og borgarferðir standa alltaf fyrir sínu en ævintýragjarnir ferðalangar ættu að líta lengra en nef þeirra nær. Nautnaseggir geta leigt sér glæsihýsi með þjónum og eldabuskum á Balí, þeir sem kjósa líf án áfengis geta farið í edrú fjallaferðir og svo má skella sér á grískar slóðir Meryl Streep í Mamma Mía. ORIENTAL ferðaskrifstofan hefur undanfarin ár boðið Íslendingum upp á ótal möguleika til Asíuferða. Eitt af því skemmtilegra sem ferðaskrif- stofan getur verið innan handar með er að leigja einkavillur sem eru af- viknar, með sundlaug og öllu til og sérstaklega glæsilegar. Húsin eru til dæmis í Hua Hin í Taílandi og á Balí en húsunum fylgir yfirleitt þjónusta við þrif og morgunverður auk þess sem má oft splæsa í barnfóstru, elda- busku og einkabílstjóra. Miðað við þennan flotta pakka er verðlagið afar hagstætt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.