Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 23
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Kæru landsmenn, nú þegar hláka er um allt land er um að gera aðláta þíðuna ná lengra en til gróðurs jarðar, hleypið henni hiklaustinn fyrir skinn og látið hana bræða allan klaka sem á nýliðnu ári hefur mögulega sest að hjartanu. Það er nefnilega ekkert vit að fara inn í nýtt ár án þess að huga að hjartans málum. Langtímafrosthörkur á þeim slóðum eru afar óheppilegar og áríðandi að koma í veg fyrir sí- frera. Fólk ætti á nýbyrjuðu ári að stefna fölskvalaust að því að bræða ís í eins mörgum hjörtum og mögulegt er, hvort sem það er hjá nákomnum eða lítt skyldum, því nóg er af grimmd í heimi hér en aldrei nóg af ást og hlýju. Og þar sem ævin- lega er best að jafnvægi sé sem mest í því að gefa og þiggja, þá ætti fólk jafnframt að leyfa funheitum lúkum annarra að umvefja allt það viðkvæma sem í brjóstunum býr. „Komdu og bræddu ísinn, ó, dísin mín dýra …,“ syngja þeir stundum karlarnir, og þær konur sem upplifað hafa slíkan söng í návígi vita hversu sterk hún verður þá löngunin til að einhenda sér í ísbræðslu. Ef svekkelsi vegna fyrri ástarmála eða eitthvað annað hefur vakið ótta við ástina í sálum landsmanna á liðnu ári, þá er farsæl- ast að víkja nú þegar af þeirri braut og vaða með hugrekkið að leiðar- ljósi til móts við rómantíkina á nýju ári. Einnig má nota alla þessa hláku til syndaþvottar, ef svo ólíklega vill til að einhverjum finnist hann syndum hlaðinn. Alveg er það kjörið að kasta smásyndum og misstignum skrefum út í lækinn sem bunar undan skaflinum og láta allt heila klabbið fljóta til hafs eða niður til heljar. Skvetta svo framan í sig leysingarvatni og horfa nýþvegnum augum til nýrra ævintýra. Því árið sem framundan er virðist eftir því sem fróðir segja vera fjarska álitlegt. Ef horft er á handskrifað ártalið 2013 aftan- frá þá stendur þar sjálfur ástarguðinn: Eros. Og ekki nóg með það, summan af 2013 er 6. Og fyrir hvað stendur sú tala? Jú, hún stendur fyrir ást og rómantík. Hún stendur líka fyrir kvenlegt eðli, samkennd og peninga. Drottinn minn dýri hvað við getum öll hlakkað til að ganga með Venus okkur við hlið á nýju ári, með heitan slátt í hjarta, finnandi til með öðrum og alveg forrík. Að lokum má ég til með að deila með ykk- ur áramótadraumi vinkonu minnar: Hún hljóp vegvillt um flugvallar- byggingu í allt of stuttum kjól og engum nærbuxum. Og hún datt í öðru hverju skrefi. Hvað ætli það boði? Spyr sá sem ekki veit. HLÁKA Í HJARTANU KRISTÍN HEIÐA Stigið í vænginn algjör undirstaða og maður verður að vanda sig mikið þegar kemur að næringu. Maður getur ekki sett dísilolíu á bensínbíl. Svo verður maður að hreyfa sig markvisst og síð- ast en ekki síst verður maður að vera já- kvæður og velja viðhorf sitt. Ég set mér ekki nein áramótaheit og er meira í að setja mér markmið. Markmiðasetning þarf ekki að vera flókin en hún þarf að vera SMART en það er nokkuð sem ég hef tileinkað mér úr Dale Carnegie-fræðunum. Þá stendur S fyrir sértæk og skrifleg, M fyrir mælanleg, A fyr- ir aðlaðandi, R fyrir raunhæf og T fyrir tímasett. Ef fólk fer eftir þessu þá mun það ná árangri.“ Sigurbjörg segir góðan og breyttan lífsstíl ekki vera neitt sem fólk tileinkar sér á einni nóttu. „Þegar fólk er að byrja verður það að átta sig á að þetta er langhlaup, ekki sprett- hlaup. Það er gott að taka lítil skref og ætla sér ekki of mikið í einu. Það er líka tilvalið að nýta sér netið en þar er mikið af æfinga- myndböndum og öðrum fróðleik. Það er hvatning að æfa með vini og gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt að gera. Svo er lykilatriði að nálgast ný við- fangsefni með jákvæðni og gefast alls ekki upp þó að allt fari ekki eins og lagt var upp með í upphafi. Málið er að halda ótrauður áfram.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári * Svo er lykilatriði að nálgast ný viðfangsefni með jákvæðni og gefastalls ekki upp þó að allt fari ekki eins og lagt var upp með í upphafi. Sigurbjörg Ágústsdóttir fór að hlaupa til að sýna kúnnum sínum stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.