Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 Matur og drykkir Hér sést aðeins hluti gestanna sem koma ár hvert í sjávaréttasúpu en að meðaltali mæta um 30 manns. OPIÐ HÚS Í GRÓFARSMÁRA Komi þeir sem koma vilja FJÖLSKYLDU OG VINUM ÖNNU EYGLÓAR KARLSDÓTTUR FÉLAGSRÁÐGJAFA OG JÓHANNESAR NÍELS SIGURÐS- SONAR KENNARA ER JAFNAN BOÐIÐ Í FISKISÚPU Í KRINGUM JÓLIN. HEFÐ SEM ER ORÐIN FÖST Í SESSI. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is 12 dl hveiti 1 tsk salt 1 tsk sykur 1 bréf þurrger ½ lítri mjólk 3 msk matarolía Lítil dós kotasæla Mjólkin er hituð þar til hún er fingurvolg. Hveiti og salt sett í hnoðskál, pressugerinu stráð yfir. Olíu, kotasælu og volgri mjólkinni hellt yfir og strax hrist í góða stund svo deigið hnoðist vel saman. Þegar það fer að detta með þunga á milli í skálinni er rétt að kíkja í skálina. Þegar allt er hrist vel saman er skafið innan úr skálinni og myndað eitt deig í botninn. Ef deigið er á þessu stigi mjög blautt, má strá aðeins hveiti yfir og hrista aftur. Annars er betra að deigið sé aðeins blautt því þá verða bollurnar mýkri. Lokið er nú sett á skálina aftur og hún látin standa í volgu vatni þangað til deigið hefur lyft sér. Lokið á skálinni á að losna upp, við þrýstinginn þegar deigið er fullhefað. Mótið bollurnar – einnig er hægt að hnoða þeim saman svo þær myndi einn stóran brauð- hleif. Bakað í ca. 15 mínútur við 200° C. Kotasælubollur Wagamama fyrir börnin Eggjanúðlur Egg Kjúklingur Brokkoli Baunaspírur Sojasósa Allt það græmmeti sem þykir gott Núðlurnar soðnar skv. leiðbeiningum á pakka. Kjúklingur steiktur og það grænmeti sem betra er að hafa mjúkt í réttinum eins og til dæmis brokkoli, gulrætur og laukur. Núðlur og egg steikt á pönnu og blandað saman, bætt við því sem hver og einn vill hafa í réttinum sínum og sojasósa eftir smekk. Þetta eru yfirleitt um 30 manns sem koma, bæði fjölskylda og vinir. Stundum komast ekki einhverjir af þeim föstu gestum og svo bætast líka oft óvæntir gestir við.“ Anna Eygló og Jóhannes Níels hafa alltaf boðið upp á sjávarrétt- asúpu og í heildina hafa þrjár upp- skriftir verið prófaðar. Sjávarrétt- asúpan að vestan er nú prófuð í fyrsta skipti og fellur í góðan jarð- veg. Brauðbollurnar sem eru born- ar fram með súpunni koma frá móður Önnu Eyglóar en hún bakar þær og pönnukökur á hverjum sunnudegi þegar barnabörnin koma í heimsókn. „Það eru nú samt ekki allir fjölskyldumeðlimir ánægðir með þetta súpufyrirkomulag. Ég hitti bróðurdóttur mína um daginn og sagði henni að nú væri hún að koma í veislu til mín. Hún svaraði mér þá: Æi, er það ógeðslega súpu- veislan. Þá áttaði ég mig á að ég þyrfti kannski að hafa eitthvað ann- að fyrir börnin.“ segir Anna Eygló sem hefur fundið lausn á þessu og býður nú börnunum upp á Waga- mama að eigin vali. Þ að kemur örlítið fát á gest- ina þegar ljósmyndara og blaðamann ber að garði í matarboði í Grófarsmára. „Ég sagði nú engum að ljósmynd- arinn væri að koma, þá hefði örugg- lega enginn í fjölskyldunni minni mætt, þau eru svo feimin við myndavélina,“ segir Anna Eygló Karlsdóttir, gestgjafinn, til útskýr- ingar. „Þú hefðir nú alveg mátt lauma því að mér, þá hefði ég nú mætt í mínu fínasta pússi,“ segir bróðir húsfreyjunnar. „Við höldum þetta opna hús að einhverju leyti af því að við borðum að heiman öll jól- in en það er svo gaman að fá fólkið sitt aðeins heim til sín,“ segir Anna Eygló en hún hefur ásamt eig- inmanni sínum Jóhannesi Níels Sig- urðssyni verið með opið hús í kring- um jólahátíðina síðastliðin 10 ár. „Þegar þetta byrjaði þá létum við fullt af fólki vita og svo í gegnum árin höfum við lært hverjir mæta og hverjir ekki. Þannig að nú höf- um við bara verið að hringja í þá sem hafa verið duglegir að mæta og látið þá vita að það sé súpa í boði. Feðgarnir Jóhannes Níels og Egill Andri undirbúa matinn fyrir yngri kynslóðina. Heimasætan Birta Magnea með girni- legu súkkulaðikökuna sem börnin fá í eftirrétt á meðan hinir fullorðnu gæða sér á kaffi og sörum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.