Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Side 33
Morgunblaðið/Golli Anna Eygló eys súpu á disk hjá æskuvinkonu sinni Margréti Kaaber. 6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Uppskrift (fyrir 6): 500 g langa, skorin í bita 500 g þorskur, skorinn í bita (ég notaði þorsk- hnakka) 300 g rækjur 3 hvítlauksrif, söxuð 3-4 gulrætur, sneiddar 1 stk. laukur, saxaður í meðalstóra bita 1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita 1 gul eða appelsínugul paprika, skorin í með- alstóra bita 2-3 msk tómatpúrra 1 dós niðursoðnir tómatar 3 dl vatn 1 teningur fiskikraftur ½ teningur hænsnakraftur 1 tsk. tandoori masala ½ tsk. karrí ¼ tsk. hvítur pipar 6 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir 4 msk. mango chutney 1 dl sæt chilisósa 2 fernur matreiðslurjómi Ein matskeið olíu hituð í potti og hvítlaukurinn steiktur í skamma stund. Áður en hann byrjar að brenna er hann tekinn upp úr og settur til hliðar. Tveimur matskeiðum af olíu bætt við í sama pott og gulrætur, laukur og paprika brúnuð. Því næst er tómatpúrru, niðursoðnum tómötum, vatni, fiski- krafti, hænsnakrafti, tandoori masala, karríi og hvít- um pipar ásamt hvítlauknum bætt út í. Strax á eftir eru sólþurrkuðu tómatarnir sneiddir niður og þeim ásamt mango chutney, sætu chilisósunni og mat- reiðslurjómanum bætt við. Möluðum svörtum pipar bætt við eftir smekk og látið sjóða niður í um það bil fimmtán mínútur. Þá er slökkt undir pottinum. Þegar borðhaldið fer að nálgast er vermt undir pottinum og þorskinum og löngunni bætt út í. Látið standa í fimm mínútur. Rétt áður en súpan er borin fram er rækjum bætt út í. Skreytt með smátt skorinni stein- selju. Súpan er borin fram með góðu brauði. Fiskisúpa að vestan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.