Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 MÆTTU Í RÆKTINA Fyrir þau ykkar sem eruð staðráðin í að mæta reglulega í ræktina á nýju ári gæti Gympact verið hvatningin sem á þarf að halda. Forritið virkar þannig að notandinn gerir samning við sjálfan sig um að mæta ákveðið oft í viku í ræktina og ákveður hve háa upphæð hann er tilbúinn að borga í sekt fyrir að mæta ekki. Þegar notandi mætir í ræktina stimplar hann sig inn í gegnum forritið. Ef notand- inn stendur ekki við að mæta á tilskildum dögum greiðir hann sekt fyrir hvern dag sem sleppt er úr. Sektarfé allra notenda er svo safnað saman í pott sem er skipt vikulega á milli þeirra notenda sem mæta samkvæmt samningnum. Þannig hefurðu beinan fjárhagslegan ávinning af því að mæta í ræktina. Það er rétt að taka fram að hægt er að segja upp samningnum hvenær sem er, eða breyta upphæð og æfingafjölda eftir þörfum. Fitocracy er annað sniðugt forrit sem tengir þig við samfélag fólks sem hefur svipuð áhugamál og markmið með æf- ingum sínum og þú. Hægt er að tengjast samfélagi ólíkra æfingahópa og ræða um æfingar og fá stuðning frá öðrum notendum. E ins og oft vill verða um góðar fyrirætlanir, þá getur reynst erfitt að fylgja slíkum heitum eftir. Fólk fer gjarnan vel af stað, en svo dvínar áhuginn þegar fram í sækir og það getur verið erfitt að finna innblásturinn þegar komið er fram á vorið. En örvæntið ekki, því nú er hægt að nota snjallsímann til þess að bæði minna á og hvetja til dáða þegar verst gengur. Hér eru nokkur ókeypis símaforrit sem hjálpa manni að standa við áramótaheitið. ÞAÐ ERU MARGIR SEM NÝTA SÉR TÍMAMÓT Á BORÐ VIÐ ÞAU SEM NÚ HAFA UM GARÐ GENGIÐ TIL AÐ STRENGJA HEIT UM NÝTT LÍFERNI OG BETRI DAGA. Sveinn Birkir Björnssonsveinnbirkir@gmail.com Stattu við áramótaheitið með aðstoð símans NÁÐU STJÓRN Á FJÁRMÁLUNUM Meniga er íslenskt forrit sem hjálpar þér að ná stjórn á fjármál- unum. Forritið tengist bankareikningum heimilisins og veitir góða yfirsýn yfir fjárhagsstöðuna hverju sinni. Það má með auðveldum hætti greina í hvað peningunum er varið með skýrum myndrænum hætti. Hægt er að setja viðmið fyrir hve miklu skal varið í ákveðna útgjaldaliði og fá áminningar þegar þau mörk nálgast. Þá má fá hag- nýt sparnaðarráð og sjá hvernig eyðslumynstur þitt er miðað við aðra notendur Meniga. Ef áramótaheitið er að ná betri stjórn á fjármálunum er Meniga ágætt fyrsta skref. Græjur og tækni ilatriði finnst mér, og öllum þeim sem ég hef leyft að prófa vélina, að skjárinn er snertiskjár, enda eykur það notagildi vélarinnar um- talsvert – prófið bara! Þegar við bætist á að skjánum eru sérstakar lamir sem gera kleift að leggja hann aftur 360 gráður, er maður skyndilega kominn með spjald- tölvu í hendurnar – geri aðrir betur. (Lamirnar eru hæfilega stífar til að hægt sé að stilla vélinni upp til að mynda til að horfa á myndskeið.) Rétt er að leggja áherslu á að Yoga 13 er fyrst og fremst fram- úrskarandi fartölva, eða Ultrabook, ef vill. Lyklaborðið á henni er gott og vélin hin sprækasta, ekki síst fyrir tilstilli SSD-disksins. Sem spjaldtölva er hún óneitanlega þung, hálft annað kíló, tæpu kílói þyngri en iPad svo dæmi sé tekið, en hún er líka stór, skjárinn mun stærri en á iPadinum eða sambærilegum spjaldtölvum. Svo er það óneitanlega talsverður kostur að á henni er hægt að keyra hvaða Windows-forrit sem manni dettur í hug. Fátt hefur haft eins mikil áhrif á tæknilegt umhverfi okkar áseinni árum og snertivæðing farsíma og spjaldtölva. Nú er röðinkomin að fartölvunum og skammt er í það að flestar ef ekki allar fartölvur verði með snertiskjá, ekki síst ef þær keyra Windows 8, sem sérsniðið er fyrir snertiskjái. Undir lok síðasta árs komu á markað allmargar slík- ar tölvur, stundum sem sam- krull af spjaldtölvu og far- tölvu, jafnvel svo að lyklaborði væri smellt á vél- ina, eins og Microsoft Sur- face. Nokkrar vélar hef ég séð þar sem hægt er að breyta fartölvunni í spjaldtölvu, en enga eins vel heppnaða og þá vél sem hér er tek- in til skoðunar, Lenovo IdeaPad Yoga 13. Yoga 13 er í flokki Ultranotebook, en svo kalla menn tölvur sem nota sparneytna örgjörva, eru örþunnar og með svoköll- uðum SSD-disk. Vélin er og einstaklega nett, þunn og meðfærileg, reyndar framúrskarandi hönnun að öllu leyti. Skjárinn er hreint af- bragð sem slíkur, 13.3" á 16:9 sniði og upplausnin 1600x900. Lyk- INNLIT Í FRAMTÍÐINA NÝ FARTÖLVA FRÁ LENOVO, IDEAPAD YOGA 13, SAMEINAR FISLÉTTA OG GLÆSILEGA FARTÖLVU OG SPJALDTÖLVU Í YFIRSTÆRÐ – SVONA VERÐA ALLAR FARTÖLVUR FRAMTÍÐARINNAR. Græja vikunnar * SSD-diskar eða -drif sækja ísig veðrið en eru í raun ekki diskar eða drif, heldur safn minn- isrása sem kallaðar eru svo þar sem þær koma í staðinn fyrir harðan disk í tölvum. Slíkir „diskar“ eyða litlu rafmagni, þola högg og hnjask vel og gríðarlega hraðvirkir. Diskurinn í Yoga 13 er 128 GB. * Á vélinni eru tvö USB-tengi,eitt USB 2.0 og hitt USB 3.0. Það er líka á henni HDMI tengi, sam- þætt tengi fyrir hljóðnema og heyrnartól og kortalesari (SD/ MMC). Lenovo-menn lofa átta tíma endingu á rafhlöðu, en ég náði ekki að sanna það eða af- sanna. ÁRNI MATTHÍASSON * Yoga 13 er með þrettántommu skjá, en það er líka til lítil systir, Yoga 10, sem er með 10" skjá. Ég mæli þó síður með henni enda keyrir hún Windows RT og þó Office-pakkinn fylgi, þá er lítið framboð af hugbúnaði fyrir Wind- ows RT sem stendur. SKAPAÐU NÝJAR VENJUR Einfaldasta forritið sem hægt er að nýta sér er þó mögulega Way of Life sem gerir þér kleift að merkja með einföldum hætti hvort þú hefur staðið við markmið þín þann daginn. Forritið býður þér svo upp á ýmiss konar myndræna fram- setningu á því hvernig þér gengur að skapa þér nýjar venjur. Stundum jafnast ekkert á við gamla góða dagatalið, jafnvel þegar það er komið í snjallsíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.