Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013 S tundum eiga kjósendur leikinn, enda er tiltekin lágmarksaðkoma þeirra forsenda þess að þjóð sé talin búa við lýðræði. Mörgum þykja kosningar á fjögurra ára fresti þó naumast duga til að þjóðir verðskuldi lýðræð- isstimpilinn. Fleira þurfi að koma til. Eru kjósendur óskeikulir? Nú hefur sagan sýnt að kjósendur eru fjarri því að vera óskeikulir og þeir hafa fallið í fjölmargar gryfj- ur. Einvaldurinn, hinn pólitíski hryllingur Hitler, fékk nægjanlegt umboð frá þýskum kjósendum í kosningum til að komast í þá valdaaðstöðu sem þurfti til að hrifsa til sín alræðisvald í framhaldinu. Og stundum í annan tíma hefur verið auðvelt að plata kjósendur, þótt afleiðingarnar hafi ekki orðið eins ógurlegar og í Þýskalandi. Og stundum er hreinlega komið aftan að kjósendum, jafnvel strax eftir kosn- ingar. En svo er hitt, að sagan sýnir einnig að stjórn- málamanni eða -flokki getur farnast illa komi hann al- gjörlega hreint fram í aðdraganda kosninga. Haustið 1979 stefndi í mesta glæsisigur Sjálfstæð- isflokksins eftir sprungna vinstristjórn. Það sýndu ótrúlegar niðurstöður kannana um fylgi hans. Flokk- urinn ákvað hins vegar að koma beint framan að kjós- endum sínum og birti fáeinum vikum fyrir kjördag útfærða efnahagsstefnu, sem hann sagðist ætla að hafa forystu um fengi hann atbeina kjósenda til. En það kom í ljós að sú „framtíðarsýn“ flokksins reyndist fádæma fylgisfæla og tilvonandi kjósendur hans tvístruðust í allar áttir og sáust ekki meir. Kosninga- stefnuskráin, Leiftursókn gegn verðbólgu, verð- skuldaði í sjálfu sér ekki þessar viðtökur, en það er aukaatriði. Hún fékk þessar viðtökur. Hún hafði svip- uð áhrif á kjósendur og það hefði á barn að útlistað væri hvernig tannlæknirinn myndi bera sig að í smá- atriðum í viðgerð á illa förnum tönnum eftir kók- drykkju og sykurát. Sjálfviljugt færi barnið aldrei til þess tannlæknis. Og gallinn í þessu tilviki er að kjós- endur eru ekki bara sjálfviljugir, heldur eru þeir óviðráðanlegir herrar augnabliksins, þegar þeir munda blýantinn í kjörklefanum. Viðbrögð kjósendanna haustið 1979 voru skiljanleg, en ekki endilega skynsamleg. Og hvað höfðu þeir upp úr krafsinu að kosningum loknum? Illleysanlega pattstöðu í stjórnmálum, sem endaði með pólitískum undirmálum og sögulegu uppnámi í stærsta stjórn- málaflokknum og þremur árum síðar var verðbólgan, sem leiftursóknin átti að beinast gegn, orðin 80%, miðað við heilt ár og 120% miðað við síðustu þrjá mánuði. Er þá boðskapurinn sá að stjórnmálamenn þurfi al- mennt að vera loðnari og óljósari í boðskap sínum fyrir kosningar en þarna var, til að tryggja árangur sinn og hagstæð úrslit? Ætti kannski Steingrímur J. Sigfússon að vera fyrirmyndin? Hann, sem fór fram í kosningum, þrjátíu árum síðar, vorið 2009, sem ákaf- asti pólitíski andstæðingur ESB, sem völ væri á, þótt hann væri þá þegar búinn að gera leynisamning við Samfylkinguna um að koma Íslandi inn í sambandið með „kíkja í pakkann“-blekkingum? Að sjálfsögðu ekki, enda er þetta eitt öfgafyllsta dæmi íslenskrar stjórnmálasögu. Steingrímur laug sér vissulega út fylgi, en stendur nú uppi sem berstrípaður pólitískur svikahrappur og með fylgi í réttu hlutfalli við það. En hin útfærða kosningastefnuskrá haustsins 1979, Leiftursóknin, var ekki „óklók“ af því að hún upplýsti kjósendur fyrirfram um hvað fyrir Sjálfstæðis- flokknum vekti að gera, fengi hann til þess stuðning. Reynslan sýnir að nær ógerlegt er að fá stuðning við stefnu af þessu tagi nema jarðvegurinn hafi verið undirbúinn, rækilega hafi verið útskýrt hversu skammt aðrir kostir dygðu og hvernig landsmenn þyrftu ekki lengi að bíða árangurs fórna sinna. For- ysta Sjálfstæðisflokksins hafði undirbúið stefnuna í þröngum hópi og þótt hún væri loks samþykkt af þar til bærum nefndum flokksins voru flestir frambjóð- endur og almennir flokksmenn illa færir um að tala fyrir henni. Annaðhvort af því að þeir þekktu hana ekki eða hefðu ekki sannfærst um ágæti hennar. Það er nánast ógerlegt að útskýra flókna útfærslu efna- hagstillagna í því ástandi sem ríkir síðustu vikur fyrir kosningar. En hvað um „beina lýðræðið?“ Það beinir athyglinni að kröfum um aukinn fjölda „þjóðaratkvæðagreiðslna“ til að ákvarða um mál. Sú krafa hljómar vel, en er ekki endilega sú einfalda og áreiðanlega lausn, eins og látið er. Borgaryfirvöld ætluðu að leysa ágreining um flugvöll með þessum hætti. Miklum tíma, upplýsingaaustri og fjáraustri var beint í þessa „lýðræðistilraun“. Þátttaka í þeim kosningum var samt léleg og útkoman því ónýt. Þá var auðvitað hlaupið í aulagírinn og sagt að allur þorri borgarbúa hefði meðvitað ákveðið að fela þeim 18% eða svo sem fengu örfáum fleiri atkvæði en hin 18% að afgreiða málið. Slík útlistun var reynd á ný eftir Má taka kjósand- ann eins og sjálfsagðan hlut? * Það beinir athyglinni að kröfumum aukinn fjölda „þjóðarat-kvæðagreiðslna“ til að ákvarða um mál. Sú krafa hljómar vel, en er ekki endilega sú einfalda og áreiðanlega lausn, eins og látið er. Reykjavíkurbréf 04.01.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.