Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 47
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Þriggja manna hópur, Harry Koppel, kærasti Höllu, og John Beswick, vinur þeirra, hófu för um mánaðamótin nóvember/ desember. Með engan leiðsögumann. Ferðin var þó mjög vel undirbúin í marga mánuði og Harry og John alvanir. Enda getur Aconcagua reynst skeinuhætt fjall. Árið 2009 komst það í heims- fréttirnar þegar fimm manns fórust á fjallinu á aðeins einum mánuði, í janúar 2009. Á hverjum degi varð Halla vitni að því þegar að minnsta kosti tveimur göngumönnum var bjargað í þyrlu, en þegar komið er í ákveðna hæð er engin leið fyrir þyrlu að komast og bjarga þeim sem komast ekki lengra. Halla sá einnig tvo leidda niður sem höfðu blindast. Í miklu endurkasti frá snjó og sól getur fólk misst sjónina. Það þarf ekki annað en að gleyma augnablik að setja upp sólgleraugun. Ferðin er ekki tæknilega erfið en er það líkamlega. Algengast er að ofkælast, missa kraft og fá háfjallaveiki. Fjallaveiki er ekkert grín á alvar- legri stigum, þegar vatn kemst í lungu og heila. Súrefnisskort- urinn og kælingin gera það að verkum að fólk getur líka klikkast á fjallinu. Um tíma varð Halla hrædd við Harry, á niðurleið, þar sem þau höfðu verið á göngu í 18 tíma án þess að stoppa svo lengi sem mínútu á leiðinni. Harry var þá orðinn ruglaður af súr- efnis- og vatnsskorti og orkuleysi. Ekki var hægt að stoppa vegna kulda. Þá varð félagi þeirra John svo veikur af há- fjallaveiki að þau urðu að fara lengri leið upp á toppinn; lokaspöl- urinn var farinn úr neðri búðum en algengast er. Þannig lögðu þau af stað í myrkri, klukkan þrjú að nóttu og voru 17 klukku- stundir á leiðinni. Þau hitta stóra hópa sem höfðu hætt við því sveppaský var yfir fjallinu og veðrið afar slæmt. Allir hvöttu þau til að hættu við og leiðsögumenn með hópa höfðu snúið sínu fólki við. Halla segist vera svo þrjósk og í raun svo undarlega óhrædd í lífinu almennt að hún hafi ekki tekið það í mál. Óhugnaður á fjallinu „Í þessum mikla kulda urðum stöðugt að minna hvert annað á að hætta aldrei að hreyfa fingur né tær. Strákarnir ákváðu að ef upp kæmi hausverkur hjá einhverjum yrði viðkomandi að rétta upp hönd og skilagreina verkinn á skalanum 1-10. Mitt viðmót var: „Búnir að tala? Labba?“ Sem sagt Grýla mætt á svæðið. En ég verð að vera heiðarleg og segja að þetta var hryllingur. Frostið var oft 45 gráður og þegar mað- ur er máttfarinn er erfitt að bera það sem til þarf til að lifa af. Meðalbrennslan á fjallinu er 6-8.000 hitaeiningar á dag þannig að maður þarf stöðugt að vera að drekka og borða. En það er ótrúlegt hvað það fæst lítið vatn út úr miklum snjó sem maður hjó með ísexi á „hvíldardögum“ og ekki var hægt að bera vatn. Hvíldardagar, án göngu, voru auðvitað engir hvíldardagar. Allur dagurinn fór í að hamast við að höggva ís. Yfir mér sveimaði eitt sinn risastór hræfugl, kon- dór, eflaust að bíða eftir að ég dræpist og maður varð dauð- hræddur ef maður mætti manneskju einn með ísöxina í þess- ari miklu hæð. Fólk verður oft hálfklikkað þarna og í eina skiptið sem ég mætti einhverjum ein vissi ég ekki hvort við- komandi myndi taka upp á því að ræna mig ísöxinni því fólk getur tapað hlutum og verið illa statt hvað búnað varðar. Sem betur fer hvarf hann. Ég get sagt það að við vorum að- framkomin þegar við komum upp á toppinn og mér var næst- um orðið sama – vildi bara komast niður. En við höfðum þó haft fyrir því að bera pínulitla kampavínsflösku sem við skál- uðum í.“ Þegar Halla og Harry komu niður höfðu þau dregist aftur úr, John var kominn mun lengra og fjallalöggan var farin að leita að þeim enda klukkan orðin meira en níu um kvöldið. „Við nutum aðstoðar þeirra síðasta spölinn, þá vor- um við búin að henda nærri öllu dótinu af okkur því við gát- um ekki borið það, við vorum svo máttfarin. Höfðum skilið mannbroddana okkar eftir og líka vatnsflösku, meira að segja hún var of þung fyrir okkur. En við fengum líka high-five frá öllum í búðunum, þetta þótti í ljósi veðurs og aðstæðna frem- ur ótrúlegt.“ Við endum á nokkrum skemmtisögum úr ferðinni. Ekki var hægt að pissa úti á nóttunni vegna kulda og fólk varð að gera þarfir sínar í flösku, ofan í svefnpokanum. Höllu tókst að hella úr flöskunni yfir svefnpokann og neyddist til að sofa í eigin þvagi og fara ekki í bað í viku. Á leyfisskrifstofunni fyrir ferð- ina voru tveir pokar afhentir – einn fyrir rusl og annar undir saur. Ef göngufólk skilar ekki pokunum með saurnum að lok- inni ferð liggja við því háar fjársektir. Klósettpappírinn, ef einhver var til, þurfti að fara notaður í vasann. Halla segist vera reynslunni ríkari eftir ferðina og segist taka undir það sem margir segja; að fjallið breyti fólki. „Ég er til dæmis allt í einu orðin ofsalega góð manneskja og rosalega hógvær,“ segir hún og skellihlær. „Annars vona ég bara að ég haldi áfram að vera heppin. Ég var heppin í ferðinni og hef verið heppin í starfi mínu úti síðasta árið. Nei, ég veit ekki með áframhaldandi klifur. En Harry hefur þó skorað á mig að fara næst á suðurpólinn. Hver veit. En nei, bíddu, ég má ekki gleyma einu mikilvægu. Ég fór þessa ferð fyrir ömmu. Hún lést fyrir ári, 93 ára, og hún var einstök manneskja sem hefði pottþétt gert þetta sjálf enda var hún uppi um fjöll og firnindi allt sitt líf.“ Halla Vilhjámsdóttir leikkona hvíldi sig á Íslandi um jólin eftir magnaða ferð í Argentínu og vann upp þúsundir hitaeininga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halla var fengin til að sitja fyrir á öllum myndum í glænýrri jóga- bók sem Health & Fitness Magazine gefur út. Bókin fæst meðal annars á amazon.com og Halla gaf móður sinni bókina í jólagjöf. Loksins á toppnum, skálað fyrir ömmu Höllu. Kærustuparið Harry og Halla. Harry er frá Kólumbíu og vinnur í breska bankageiranum en þau eiga afar vel saman að sögn Höllu. * Minn hæsti punktur ájörðinni fram að þessu erlíklega Öskjuhlíð. Enda þegar kom að ferðinni varð mér ljóst að ég hafði aldrei gert foreldrum mínum verri hlut á ævinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.