Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Þú afhjúpar mig, hin erótíska skáldsaga Sylvíu Day, hefur selst í bílförmum víða um heim og nýtur vinsælda hér á landi. Rómantík og gnægð af kynlífi. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Þegar mikill fjöldi góðra bóka kemurút svo að segja á sama tíma, eins oggerðist nú fyrir jólin, er hætt við að einhverjar gæðabækur týnist. Vonandi á það ekki við um Endatafl, ævisögu Bob- bys Fischers eftir Frank Brady, því hún á skilið að fara víða. Hér á landi er hún gefin út í að- gengilegri og fremur ódýrri kilju, þannig að þeir sem eru bún- ir að lesa inn- bundnu jólabæk- urnar sem þeir fengu að gjöf ættu að kaupa Endatafl fyrir sjálfa sig. Skák- áhugamenn munu líklega ekki láta þessa bók framhjá sér fara en það er engin nauðsyn að hafa lifandi áhuga á skákíþróttinni til að njóta bókarinnar. Maður þarf einungis að hafa áhuga á mannlegu eðli. Og þessi bók færir lesand- anum nóg umhugsunarefni um mannlega bresti og snilligáfu. Endatafl er ævisaga snillings sem allt frá unga aldri var duttlungafullur og erf- iður persónuleiki og eins og iðulega ger- ist ágerðust gallar hans með árunum. Fischer var maður sem gat gert vesen út af öllu og var oft óbærilegur í sam- skiptum. Engin takmörk voru fyrir sjálfhverfu hans, eins og bókin sýnir greinilega. Einmitt þess vegna er eitt fyndnasta atriði bókarinnar þegar Fischer lýsir sjálf- um sér í einka- máladálki í dagblöðum þar sem hann auglýsir eftir konu og segist vera lag- legur maður með góðan persónuleika. Ekkert var fjær lagi. Endatafl bregður upp fremur sam- úðarfullri mynd af ungum, afar hæfi- leikamiklum og sérsinna unglingi sem virðist ekki eiga mikla samleið með öðr- um en nýtur sín til fulls við skákborðið. Eftir því sem snillingurinn eldist og verð- ur erfiðari reynir mjög á samúð lesand- ans og undir lok bókar, þegar Fischer fagnar árásinni á Tvíburaturnana og bölvar gyðingum, er samúð lesandans með honum á góðri leið með að gufa upp. En þá er bókinni líka svo að segja lokið. Þegar kemur síðan að dauða skáksnill- ingsins er lesandinn líklegur til að fyr- irgefa honum alla hans mörgu galla og hafa skilning á því að geðheilsa þessa ein- staka manns var ekki upp á sitt besta. Hetja þessarar merkilegu ævisögu er hinn drenglyndi Boris Spassky, rúss- neski skákmaðurinn sem reyndist Fisch- er alla tíð traustur vinur. Hann er geð- þekkasta og elskulegasta persónan í ævisögu sem er sneisafull af eftirminni- legum atvikum og minnisstæðum per- sónum. Orðanna hljóðan BRESTIR OG SNILLI- GÁFA Boris Spasský, hinn móralski sigurvegari. Ástralski rithöfundurinn Hannah Kenthefur skrifað sögulega skáldsögu umlíf Agnesar Magnúsdóttur sem var tekin af lífi árið 1830 fyrir morðið á Natan Ketilssyni. Bókin, sem nefnist á ensku Buri- al Rites, er fyrsta skáldsaga höfundarins og kemur út í Ástralíu í maí næstkomandi, en útgáfurétturinn hefur þegar verið seldur til um 20 landa. Hér á landi kemur skáldsagan út næsta haust hjá bókaforlaginu Lesbók. Hannah, sem er 27 ára, dvaldist hér á landi sautján ára gömul í eitt ár sem skipti- nemi og hefur síðan komið hingað á tveggja til þriggja ára fresti. „Ég verð alltaf að koma aftur. Ég elska þetta land,“ segir hún. „Ég hef ferðast mikið og komið til margra landa þar sem ég kann vel við mig en þegar ég kom til Íslands varð ég ástfangin af landinu. Þegar ég var svo komin aftur til Ástralíu fylltist ég heimþrá, rétt eins og Ísland væri heimaland mitt. Hin sérkennilega fegurð í landslaginu heillar mig og ég hrífst einnig af fólkinu. Veðrið er svo alltaf áhugavert og hér sé ég snjó sem ég sé aldrei í Ástralíu. Ísland dregur mig að sér á einhvern hátt sem ég get ekki útskýrt.“ Hvernig fékkstu áhuga á Agnesi? „Þegar ég kom fyrst hingað sautján ára gömul var ég á ferðalagi með Íslendingum og við komum á stað þar sem voru hæðir og hólar sem mér fundust sérstakir. Ég spurði hvort þarna væru grafir. Nei, landslagið er bara svona, var svarið, en þarna hinumegin fór fram síðasta aftaka á Íslandi. Ég fylltist samstundis áhuga og spurði hvað hefði gerst. Þá var mér sögð sagan af Agnesi, Natan og Friðriki. Á því ári sem ég var hér á landi lærði ég íslensku og fór að spyrja fólk um þessa gömlu sögu. Mér fannst athyglisvert að Agnes var alltaf sett í bakgrunninn og af- greidd sem vonda konan, en Natan og Frið- rik voru í forgrunni. Enginn virtist hafa áhuga á sögu Agnesar. Mig langaði hins veg- ar til að vita meira um líf hennar. Þegar ég fór að kanna það sem hafði verið skrifað um hana sá ég að henni var lýst sem vondu kon- unni, eins konar lafði Macbeth. Ekkert okkar er algóð eða alvond manneskja heldur erum við þarna einhvers staðar mitt á milli. Agnesi var ekki lýst þannig. Mig langaði til að skrifa sögu Agnesar og gera hana mannlega, mótsagnakennda og flókna eins og við öll erum. Og reyna líka að útskýra af hverju greind kona eins og hún – og heimildir segja hana hafa verið mjög greinda – var viðriðin morðmál sem var klaufalegt og illa ígrundað. Í þessari bók er ég ekki að gera Agnesi saklausa heldur útskýra hvernig uppeldi hennar og tíðarandi sköpuðu aðstæður sem útskýra af hverju hún brást við eins og hún gerði.“ Liggur mikil rannsóknarvinna á bak við þessa skáldsögu? „Já, ég stundaði rannsóknir á Þjóð- skjalasafninu og einnig á Stofnun Árna Magnússonar. Ég var búin að skrifa heil- mikið áður en þær rannsóknir hófust en þeg- ar ég kom heim til Ástralíu skrifaði ég bók- ina upp á nýtt. Rannsóknirnar tóku um það bil tvö til þrjú ár og svo tóku við miklar skriftir.“ Útgáfurétturinn hefur verið seldur til fjöl- margra landa. Þú hlýtur að vera yfir þig ánægð að fyrsta skáldsaga þín skuli fá slíkar viðtökur. „Ég er mjög heppin. Þetta er eins og draumur, ég trúi því næstum ekki að þetta hafi gerst. Bókin kemur fyrst út í Ástralíu, síðan í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og fleiri löndum, eins og Þýskalandi og Frakklandi. Ég er ánægðust með að bókin skuli koma út á Íslandi. Líf mitt hefur breyst því nú á ég næga peninga til að geta helgað mig skriftum en það er nokkuð sem mig hefur dreymt um frá því ég var barn.“ SKÁLDSAGA UM AGNESI MAGNÚSDÓTTUR HEFUR VERIÐ SELD TIL 20 LANDA Mótsagnakennd Agnes Hannah Kent: „Mig langaði til að skrifa sögu Agnesar og gera hana mannlega.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári HANNAH KENT HEFUR SKRIFAÐ SÖGULEGA SKÁLDSÖGU UM LÍF AGNESAR MAGNÚSDÓTTUR Uppáhaldsrithöfundar mínar eru Hall- dór Laxness og Ernest Hem- ingway sem kunna að segja góðar sögur sem halda manni. Þegar kemur að uppáhaldsbókum þá er Íslands- klukkan fremst í flokki núna og þar af leiðandi er Jón Hreggviðsson uppá- halds sögupersóna þessa stundina. Ólafur Kárason er líka sögupersóna sem er í uppáhaldi, en það er hins veg- ar langt síðan ég las Heimsljós og ég þarf að lesa hana aftur. Það varmikil upplifun þegar ég las Hverjum klukk- an glymur eftir Hemingay. Veisla í farangrinum er líka í uppá- haldi, en hún gerist á skemmtilegu tímabili í París þar sem er mikill kúltúr og ástríða fyrir mat og vínum. Ég hef svo einstaklega gaman af að lesa Góða dátann Svejk og leita oft í hann. Ég er einnig hrifinn af nýrri höfundum eins og Hallgrími Helgasyni, Einari Kárasyni og Einari Má Guðmundssyni. Ég les jafnt á ensku sem íslensku og hef verið að lesa John Irving, sem má kannski segja að sé langlokuhöfundur sem skrifi mikið til um sömu hlutina, eins og glímumenn og bjarnaat. Svo á ég til að lesa nokkuð mikið um mannkynssögu og er núna að glugga í bækur um sögu Bandaríkjanna. Í UPPÁHALDI SIGGI HALL MATREIÐSLUMEISTARI Siggi Hall er mikill áhugamaður um bókmenntir. Morgunblaðið/KristinnErnest Hemingway er í miklu uppáhaldi hjá Sigga Hall. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.