Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Qupperneq 57
6.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Eitt skot, hin fína spennubók Lee Child hefur verið kvik- mynduð og þar fer Tom Cruise með hlutverk töffarans Jack Reacher. Bókin er hröð og afar spennandi og ætti sannarlega ekki að valda vonbrigðum hjá hinum fjölmörgu aðdáendum Lee Child. Hraði og spenna Söluhæsta bókin í Ey- mundsson á síðasta ári var litla ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Iceland Small World. Bókin Reykjavíkur- nætur eftir Arnald Indr- iðason var mest selda innbundna skáldsagan, Heilsuréttir fjölskyld- unnar mest selda bókin í flokki ævisagna, hand- og fræðibóka, Englasmiður var mest selda kiljan og Eldar kvikna mest selda barna- og ung- lingabókin. Ef litið er til fjölda seldra bóka þá var skáldsagnaflokkurinn stærstur, 11,49 pró- sent seldra eintaka voru innbundin skáld- verk, hljóðbækur og ljóðabækur og 22,16 prósent voru skáldverk í kilju eða sam- anlagt 33,65 prósent. Barna- og unglinga- bækur komu þar næst á eftir með 29,8 prósenta hlutdeild af seldum íslenskum bókum. Ævisögur, hand- og fræðibækur eiga svo rúmlega fjórðung markaðarins eða 26,39 prósent og bækur fyrir erlenda ferðamenn 10,15 prósent. Arnaldur sló vit- anlega í gegn. VINSÆLUSTU BÆKURNAR Í EYMUNDSSON Ljósmyndabók eftir Sigurgeir Sigurjónsson var mest selda bókin í Eymundsson á síðasta ári. Þeir sem heimsækja Akureyri bregða sér iðulega í Lystigarðinn, enda er hann ein- staklega fallegur og vekur almenna að- dáun þeirra sem hann sjá. Nú er komin út bók um þennan fallega lystigarð. Hún nefnist Konur gerðu garðinn – Saga Lystigarðs Akureyr- ar 1912-2012. Höfundur er Ásta Ca- milla Gylfadóttir landslagsarkitekt en einnig kom Björgvin Steindórsson, núverandi forstöðumaður garðsins, að verkinu. Í bókinni er sagt frá stofnun garðsins og þeim sem stóðu að stofnun hans og þróunin rekin en garðurinn hefur stækkað og breyst í áranna rás. Eins og vænta má er bókin ríkulega myndskreytt og er þar bæði að finna gamlar myndir og nýjar. Sérstaka athygli vekja myndir Björgvins Steindórs- sonar af blómum og jurtum í garðinum fagra. SAGA LYSTIGARÐSINS FAGRA Á AKUREYRI Saga Lystigarðsins á Akureyri er komin út. Það voru konur sem komu garðinum upp. Þeir sem unna heimsbók- menntum eiga að fagna nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns á Macbeth sem Þjóðleikhúsið sýnir. Shakespeare og Þórarinn eiga alveg ágætlega saman og nýja þýðingin er býsna snjöll og aðgengileg. Leikritið er svo, eins og allir vita, þeirrar gerðar að erfitt er að láta sér leiðast við lesturinn. Upplagt er fyrir leikhúsgesti að næla sér í þýðinguna og lesa, hvort sem þeir gera það áður en þeir sjá sýninguna eða eftir. Þórarinn Eldjárn þýðir Shakespeare Gæða- skáldskapur í kiljum ÁHUGAVERÐAR BÆKUR ÞÓTT HIÐ GRÍÐARLEGA MIKLA JÓLABÓKAFLÓÐ SÉ LIÐIÐ ER EKKERT LÁT Á GÓÐUM BÓKUM. HÉR ER MÆLT MEÐ NOKKRUM GÆÐA KILJUM SEM LESENDUR ÆTTU EKKI AÐ LÁTA FRAMHJÁ SÉ FARA, HVORT SEM ÞEIR KJÓSA KLASSÍSKAR HEIMSBÓKMENNTIR, AFÞREYINGU EÐA NÚTÍMAFAGURBÓKMENNTIR. Prýðisland, skáldsaga Grace McCleen segir frá tíu ára gamalli stúlku sem misst hefur móður sína og býr ásamt föður sínum sem er meðlimur í sértrúarsöfnuði. Stúlkan, sem býr við afskiptaleysi föður síns, fer að trúa því að hún geti gert kraftaverk. Um leið verða þau feðgin fyrir að- kasti og árásum. Úr þessu áhugaverða og sérstaka efni verður til falleg og ágætlega gerð skáldsaga sem verður allnokkuð spennandi á endasprettinum. Bókin hefur fengið góða dóma víðast hvar og gagnrýnandi Sunday Times sagði til dæmis að hér væri á ferð einstaklega hjartnæm saga sem lumaði á mikilli tilfinningabombu. Bara heilmikið til í því hjá gagnrýnandanum. Falleg og spennandi saga um sértrúarsöfnuð og kraftaverk Yann Martel hlaut árið 2002 Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Sagan af Pí. Bókin fór sigurför um heiminn og kom út í ís- lenskri þýðingu árið 2003. Ang Lee hefur kvikmyndað söguna og kvikmyndin hefur hlotið lof gagnrýnenda og er sögð einkar falleg og afar myndræn. Sagan af Pí hefur nú verið endurútgefin í kilju. Í þessari gríðarlega vinsælu sögu segir frá því að flutningaskip sekkur með hörmuleg- um afleiðingum. Nokkrir komast af og um borð í björgunarbát eru fótbrotinn sebrahestur, hýena, órangútanapi, 450 punda Bengaltíg- ur og Pí, sem er 16 ára strákur. Sagan af Pí endurútgefin og kvikmynduð af Ang Lee * Erfiðasti bardagi minn var við fyrstueiginkonu mína. Muhamed Ali BÓKSALA 26. DES. - 1. JAN. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 2 Almanak Háskóla Íslands 2013Þorsteinn Sæmundsson 3 Almanak ÍslenskaÞjóðvinafélagsins 2013 Heimir Þorleifsson ritst. 4 Dagbók Kidda klaufa 4Jeff Kinney 5 Hvítfeld - fjölskyldusagaKristín Eiríksdóttir 6 Grímsævintýri - Ævisaga hundsKristín Helga Gunnarsdóttir 7 Stafræn ljósmyndun- Skref fyrir skref Tom Ang 8 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson 9 Little book of the IcelandersAlda Sigmundsdóttir 10 PrjónafjörAnna Kristín Helgadóttir Kiljur 1 Eitt skotLee Child 2 Sagan af PíYann Martel 3 MensalderBjarni Harðarson 4 EldvitniðLars Kepler 5 AuðninYrsa Sigurðardóttir 6 HerbergiEmma Donoghue 7 ÓvinafagnaðurEinar Kárason 8 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir 9 MyrknættiRagnar Jónasson 10 Horfðu á migYrsa Sigurðardóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Seint fyrnast fornar ástir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.