Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2013, Síða 64
SkjárEinn kl. 22 sunnudag Dexter held- ur áfram að hrella og heilla á SkjáEinum. Dexter er sérfræðingur í greiningu blóðs hjá rannsóknarlögreglunni í Miami en þess á milli drepur hann þá sem honum finnst eiga það skil- ið. HRELLIR OG HEILLAR SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2013 Saul Metzstein, leikstjóri myndarinnar Guy X sem mynduð var hér á landi og frumsýnd árið 2005, lýsir því hvernig honum hundleiddist við gerð mynd- arinnar. Í nýlegu viðtali við skoska fréttamiðilinn scotsman.com sparar hann ekki stóru orðin og segist hafa óskað þess allan tímann að eitthvað myndi bila í búnaðinum svo hann gæti bara farið heim. „Það var leiðinlegt að vinna með þessu fólki og myndin skilaði engum eyri í kassann,“ sagði hann og bætti því við að löngunin til að vinna við kvikmyndir hefði á þessu augna- bliki næstum því slokknað. Síðan þá hefur hann til dæmis leikstýrt sjónvarpsþáttunum vinsælu um Doctor Who. Friðrik Þór Friðriksson var meðframleiðandi að myndinni og Hilmir Snær Guðnason fór með hlutverk en aðal- hlutverk var í höndum Jasons Biggs. LEIKSTJÓRINN SAUL METZSTEIN Hundleiddist á Íslandi Friðrik Þór Friðriksson var einn af meðframleið- endum Guy X en leik- stjóri myndarinnar hefur lýst frati á Íslandsdvöl sína meðan á tökum stóð. Leikkonan Helen Mirren fékk stjörnu á frægð- argangstéttina við Hollywood Boulevard í Los Ang- eles fyrir helgi þar sem hún prýðir stéttina við hlið samlanda síns. „Ég gæti ekki verið stoltari og ánægðari með það að ég fæ loksins að liggja við hliðina á Colin Firth, nokkuð sem mig hefur lang- að til að gera mjög lengi,“ grínaðist Mirren. „Ég held að það sé gott fyrir breska konungsríkið að hér á Hollywood Boulevard sofi konungurinn og drottningin saman til eilífðarnóns,“ sagði Mir- ren, sem lék Elísabetu drottningu í The Queen en Firth lék George VI í The King’s Speech. „Ég er mjög stolt yfir því að það verði traðkað á mér, fólk missi franskar yfir mig og það pissi jafnvel einhver ferðamaður, borgarbúi eða hundur yfir mig. En vinsamlegast, alls ekkert tyggigúmmí,“ sagði leikkonan hnyttna. KÓNGURINN OG DROTTNINGIN Mirren tók vel á móti aðdá- endum sínum. AFP Loksins saman HELEN MIRREN ER SPENNT FYRIR AÐ LIGGJA VIÐ HLIÐ COLINS FIRTH Á HOLLYWOOD BOULEVARD. Colin Firth Sjónvarpið kl. 13.25 á laug- ardag Þessi heimild- armynd um kanadísku þungarokksveit- ina Anvil hefur hlotið lofsam- lega dóma. Hljómsveitin var áhrifa- valdur á hinar þekktu sveitir Ant- rax, Slayer og Metallicu án þess að ná miklum vinsældum sjálf. ÞUNGAROKK Rás 2. kl. 8.05 sunnudag Sirrý á sunnudagsmorgni er ljúf- ur þáttur með útvarpskonunni Sig- ríði Arnardóttur. Hún ræðir við fjölbreyttan hóp viðmælenda og opnar fyrir símann. Mannlegur þáttur með morgunkaffinu. SIRRÝ Í ÚTVARPINU Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is/leigan Horfðu á eitt mesta sjónarspil Pixar til þessa, með ensku eða íslensku tali. Skannaðu QR kóðann og sjáðu sýnishorn úr þessari frábæru teiknimynd. Hin hugrakka mætir í Leiguna 20. janúar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.