Morgunblaðið - 02.02.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.02.2013, Qupperneq 4
SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Stóra stríðið í næstu kosningum verður því á milli Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar – af stærð og styrk þessara flokka mun framtíð íslensks samfélags ráðast,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráð- herra, á setningarfundi landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagðist í ræðu sinni þakk- lát fyrir stuðninginn sem hún hefði fengið í störfum sínum sem formað- ur og stolt af því að sinn flokkur hefði verið fyrstur íslenskra stjórn- málaflokka til að fela konu að gegna embætti forsætisráherra fyrir fjór- um árum. Hún sagði flokkinn hafa gengið í gegnum sögulegan örlaga- tíma þjóðarinnar, tíma átaka, reiði, upplausnar, ólgu, tortryggni og ör- yggisleysis í samfélaginu. En einnig tíma árangurs, uppbyggingar, end- urreisnar, breytts verðmætamats, aukinna fjölskyldutengsla og tíma endurmats. Jóhanna sagði ríkis- stjórnina hafa lokið við 180 af 222 verkefnum samstarfssáttmála ríkis- stjórnarinnar nú í lok kjörtímabils. Ríkisstjórnin hefði sýnt að jafnað- armenn gætu stýrt ríkisfjármálum og efnahagsmálum af ábyrgð, gætu tryggt frið á vinnumarkaði, aukið kaupmátt og byggt upp öflugt at- vinnulíf og fjölbreytt í sátt við um- hverfi og náttúru. Jóhanna sagði ríkisstjórnarsam- starfið ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig og oft hefði ríkt mikil óein- ing innan samstarfsflokksins, of margir hefðu gefist upp og það hefði valdið skaða. Hún þakkaði samstarf- ið við Steingrím J. Sigfússon, for- mann VG, og sagði það traust. Fjölmörgum verkum ólokið Hún nefndi verkefni sem þyrfti að ljúka á kjörtímabilinu. Auk breyt- inga á fiskveiðistjórnun og stjórnar- skrá nefndi hún nýtt almannatrygg- ingakerfi, áætlun um afnám gjald- eyrishafta, endurskipulagningu fjármálakerfisins, mál tengd skulda- vanda heimilanna, baráttu við kyn- bundinn launamun, innleiðingu ný- skipunar auðlindamála innan Stjórnarráðsins, fjölgun starfa, mót- un trúverðugrar stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum til framtíðar og framgang fjárfestingarverkefna sem í undirbúningi væru. Jóhanna ræddi lyktir Icesave- málsins og sagði að þær væru ekki áfellisdómur yfir þeim ríkisstjórnum sem setið hefðu frá haustinu 2008. „Ríkistjórnin gat ekki leyft sér að taka mikla áhættu í málinu enda um gríðarlega hagsmuni þjóðarinnar að tefla,“ sagði Jóhanna og spurði: „Hver hefði kostnaður samfélagsins orðið við að taka áhættuna og segja strax í upphafi: Við borgum ekki?“ Hún sagðist ekki hefðu viljað bera ábyrgð á þeirri vegferð. Nýr formaður kynntur í dag Um 1.100 landsfundarfulltrúar eiga sæti á landsfundinum og hann stendur fram á sunnudag. Í dag fyrir hádegi verða úrslit tilkynnt í kjöri til nýs formanns Samfylkingarinnar, en kosið var milli Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts Hannessonar. Óhætt er að segja að eftirvænting ríki um úrslitin en allir flokksmenn gátu kos- ið rafrænt og kosningu lauk í upphafi vikunnar. Síðdegis í dag verður kosið um næsta varaformann, en þær Oddný G. Harðardóttir og Katrín Júlíusdóttir hafa lýst yfir framboði. Fyrir landsfundinum liggja drög að fjölmörgum tillögum að ályktun- um flokksins ásamt tillögum að laga- breytingum, meðal annars tillaga um stofnun þriggja manna sáttanefndar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Setningarræða Jóhanna Sigurðardóttir setti landsfund Samfylkingarinnar, sem haldinn er undir yfirskriftinni „Á réttri leið“. Fundinum lýkur á morgun. Segist stolt í lok ferilsins  Boðar stríð við Sjálfstæðisflokkinn  1.100 fulltrúar á landsfundi Samfylking- arinnar  Nýr formaður kynntur í dag  Jóhanna segir 180 af 222 verkum lokið 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Segja má að landsfundur Sam- fylkingarinnar sé upptaktur flokksins fyrir komandi þing- kosningar og mátti þess glöggt heyra merki í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi for- manns og forsætisráðherra. Mjög skýrt kom fram hver höfuðkeppinautur flokksins væri í komandi kosningum. Jóhanna nefndi Sjálfstæðis- flokkinn eða sjálfstæðismenn 11 sinnum í ræðu sinni og íhalds- öflin nefndi hún tvisvar. Ekki einu orði var vikið að Framsóknarflokknum eða fylg- ismönnum hans. Björt framtíð kom einu sinni fyrir í ræðunni og Hreyfingin einu sinni einnig. Jóhanna sagði smærri flokka ekki ná fram neinum breyt- ingum í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Nefndur ell- efu sinnum SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við gerðum okkur vonir um að skapa 552 störf með verkefninu frá og með desember til 1. febrúar. Raunin er að tekist hefur að skapa ríflega 600 störf síðan verkefnið hófst 15. janúar en það hafði þá tafist,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, um eftir- spurn eftir vinnuafli í átaksverkefninu Liðsstyrkur. „Verkefnið nær til fólks sem kláraði bótarétt 1. sept- ember á síðasta ári og þeirra sem klára bótaréttinn á yfirstandandi ári. Þetta þýðir að við náum til fólks sem hefur verið atvinnulaust síðan það missti vinnuna 1. sept- ember 2008. Bótarétturinn er þrjú ár en var framlengdur í fjögur ár tímabundið í framhaldi af efnahagshruninu. Atvinnurekendum er boðið að ráða þessa einstaklinga til starfa og fá í staðinn ákveðna meðgjöf í sex mánuði. Væntingar okkar eru að þarna verði til ný og varanleg störf en við leggjum á móti til stofnkostnað og þjálf- unarkostnað fyrir starfsfólkið. Þrátt fyrir að einhver starfanna endist aðeins út samningstímann, eða sex mán- uði, lítum við svo á að einstaklingarnir hafi þá fengið að spreyta sig og hafi á ferilskránni að hafa gegnt viðkom- andi starfi og verið virkir á vinnumarkaði.“ Rúmlega 600 störf hafa skapast í átaksverkefni  Átakið Liðsstyrkur fer vel af stað  Greitt með starfsfólki Byggingarvinna Atvinnuleysi er enn mikið. Formannskjöri Samfylkingarinnar verður lýst á landsfundi flokksins kl. 11.30 í dag en í framboði voru Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson. Framboðsfrestur til varafor- manns rennur út kl. 13 í dag en kos- ið verður um embættið á milli kl. 15 og 16 og úrslitunum lýst kl. 16.20. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sungið Frá landsfundi í gær. Úrslit formanns- kjörs kynnt kl. 11.30 ’ Fyrsta meirihlutaríkisstjórn jafn- aðarmanna og félagshyggjufólks fékk það meginhlutverk í vöggugjöf að leiða rústabjörgun samfélagsins, eftir að bóluhagkerfi frjálshyggjunnar hrundi. En okkur var einnig ætlað að innleiða breytingar, leggja grunn að betra samfélagi í stað þess sem hrundi, í anda norrænnar velferðar. ’ Ekki dreg ég úr því að markmið okkar voru háleit og verkefnin ótrú- lega mörg, en staðreyndin er hinsvegar sú að nú, þegar líður að lokum kjör- tímabilsins, hafa yfir 180 af 222 verk- efnum samstarfssáttmálans náðst í höfn og flest hin eru í góðum farvegi eða komin til framkvæmda að miklu leyti. ’ Ekki dettur mér í hug að halda því fram að ríkisstjórnarsamstarfið hafi gengið átakalaust eða áfallalaust fyrir sig og ég viðurkenni fúslega að of mikil óeining hefur ríkt innan sam- starfsflokksins – of margir gáfust upp á verkefninu, sem valdið hefur ríkisstjórn- inni skaða. ’ Með nýfenginni niðurstöðu í Ice- save, þar sem fullnaðarsigur vannst og fjárhagslegri og efnahags- legri óvissu Íslands vegna málsins var endanlega eytt, hafa efnahagslegar stoðir endurreisnarinnar verið treystar gríðarlega. Öll hljótum við að fagna þessari niðurstöðu mjög, enda gefur hún okkur enn frekari tækifæri til að sækja fram. ’ Stóra stríðið í næstu kosningum verður því á milli Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar – af stærð og styrk þessara flokka mun framtíð ís- lensks samfélags ráðast. ’ Framtíð aðildarviðræðna Íslands að ESB mun ráðast af stærð Samfylk- ingarinnar en aðild er vegvísirinn til lægri vaxta, stöðugs gjaldmiðils, auk- innar þjóðarframleiðslu og afnáms verðtryggingar. Orðrétt UNDIR HRAUN holar@simnet.is Einstök bók Sigga á Háeyri um gosið í Heimaey. Prýdd fjölda mynda. 1. sætið á metsölu- lista Eymundsson, 23.-29. janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.