Morgunblaðið - 02.02.2013, Side 44

Morgunblaðið - 02.02.2013, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 BJÓÐUM NOKKRAR GERÐIR AF FERMINGARBORÐU M. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir kaffihlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Kaffisnittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- Góð ferm ingar- veisla lifi r lengi TapasSmáréttir Kalt borð P innamatur SÚPA BRAUÐ OG SM ÁRÉTTIR Hádegisveisla á mill i kl 12 - 14 Verð frá kr. 2.412 TAPASVEISLA 9 RÉT TIR Síðdegisveisla 16 -1 9 Verð frá kr. 3.095 TERTU OG TAPASBO RÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 3.222 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 Verð frá kr. 3.095 FERMINGARKAFFIH LAÐBORÐ Miðegisveisla 14 - 1 7 Verð frá kr. 2.090 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ Verð frá kr. 3.640 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-1 7 Verð frá kr. 2.460 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 4.687 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Góðir hlutir gerast þegar þú slakar á. 20. apríl - 20. maí  Naut Færni sem nautið tileinkar sér, gerir því auðveldara að auka tekjurnar fyrr en síðar. Farðu eftir eigin sannfæringu og óttastu ekki því heilladísirnar vaka yfir þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Finndu góðar aðferðir til að afla meiri tekna, því útgjöld eru á næsta leiti sem þú vilt geta borgað. Settu þér mörk og neit- aðu að láta ganga yfir þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hagnast í dag, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Mundu bara að gera ekki áberandi upp á milli manna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þroski felur það meðal annars í sér að fara eins hægt og þarf til þess að maður geti verið viss um hvert skref. Ekki einblína á það hver hefur lagt mest af mörkum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Andleg óþreyja verður líkamleg með tímanum ef ekkert er að gert. Finndu upp- sprettuna og gakktu hreint til verks; þetta er misskilningur, sem þú auðveldlega yfirvinnur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinngar sem fara um hjartað þitt. Varastu að senda öðrum misvís- andi skilaboð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Skoðir þú gang mála undanfar- inn áratug kemstu að því að þú hefur tekið stakkaskiptum. Hugmyndir þínar eru skyn- samlegar og raunhæfar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hættu að vantreysta sjálfum þér því þú ert fullfær um að takast á við hlutina og hefur nægilega þekkingu. Leyfðu svo sköpunarþránni að fá útrás – það bæði gleð- ur og hjálpar þér áfram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Varastu að gagnrýna aðra um of því þú ert nú sem hvorki betri né verri sjálfur. Leikaraskapur fellur bara um sjálfan sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt komast að því að hæfi- leikar þínir liggja á mörgum sviðum. Láttu því ekki hanka þig á því að hafa ekki lesið heima og gefðu þér góðan tíma því miklu skiptir að árangurinn verði sem bestur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt kunna að meta allan þann tíma, sem þú hefur fyrir sjálfa/n þig í dag. Láttu ekkert koma þér á óvart þegar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál. Ég sá karlinn á Laugaveginumþar sem hann tvísté á horn- inu við Frakkastíginn og var eins og á báðum áttum. Hann hafði orð á því, að það væri eitthvað óhreint á ferli í kringum kotið uppi á Holtinu: „Það var vitleysa, vitleysa tóm þeir vildu fá koss fyrir blóm því karlrembu vegir eru krókóttir,“ segir mín kerling og skellir í góm. Ég hef alltaf haft gaman af þessum limrum Kristjáns Karls- sonar og geri ekki upp á milli þeirra. En auðvitað eru þær „braggð-lausar“ nema farið sé með þær upp á fnjóskdælsku og kveðið fast að eins og séra Hjört- ur Pálsson skáld gerir, – segir „saggði“ fyrir sagði og „þaggði“ fyrir þagði: Allt sem William Shakespeare sagði, það sagði hann óðara að bragði. Ef hann vantaði orð sem lá aldrei við borð gekk hann út og skaut sig og þagði. Allt sem William Shakespeare sagði, það sagði hann óðara að bragði. Ef hann sagði ekki orð, sem lá alltaf við borð, var ástæðan sú að hann þagði. Og rétt er að láta þessa limru eftir Kristján fylgja í kjölfarið. „Andartak, ef ég hef tíma,“ sagði íslenskumaður í Lima. Það falaði hann stúlka sem lá breidd upp á búlka eða bekk, ef þú kannt ekki að ríma. Og nú tel ég rétt að taka nokkrar vísur úr vísnasafni, sem ég fékk úr fórum föður míns. Fyrst verður fyrir mér þessi átak- anlega staka eftir Guðríði í Múla- koti: Heyrðu drottinn, sárt ég syng með sorgarkvaki löngu sendu björg á Bleikaling börnunum mínum svöngu. Hér kveður við annan tón: Grettir át í málið eitt nautsmagál og kletti feitt. Flotfjórðung og fiska tólf, fjóra limi og endikólf. Og svo þessi hringhenda: Greyskinnsanginn Glosi minn gengur svangur bæinn fjarska banginn út og inn endilangan daginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Karlrembu vegir eru krókóttir Í klípu „HANN HLÝTUR AÐ VERA EITTHVAÐ BILAÐUR, ÉG ER STEINHÆTTUR AÐ VEIÐA KONUR MEÐ HONUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ ERUM EKKI YFIR OKKUR HRIFIN AF VEISLUÞJÓNUSTUNNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá að þú hefur náð athygli hans. VERKSTÆÐI TJALDSVÆÐI HVAÐ ER AÐ, LEIFUR ÓHEPPNI? ÆI, ÉG ER BARA EINHVERNVEGINN EKKI Í STUÐI TIL AÐ SKEMMTA MÉR Í KVÖLD. NÝJA MYNDIN MÍN ER EINSKONAR STEF VIÐ SÍGILDAR VARÚLFAMYNDIR. HÚN ER UM STELPU FRÁ HÚSAVÍK SEM BREYTIST Í KÚ. HÚN BYRJAR Á BAULI SEM FÆR MANN TIL AÐ SKJÁLFA. HÚN FÆR POTT- ÞÉTT ÓSKAR.Víkverji fékk staðfestingu á sann-færingu sinni í nýlegri rann- sókn – og því ber ávallt að fagna eins og gefur að skilja. Þannig er mál með vexti að Víkverja hefur aldrei nokkurn tíma liðið vel á lík- amsræktarstöð enda má varla segja að hann hafi stigið fæti þang- að inn svo heitið geti. Að öllu gríni slepptu þá hefur Víkverji kannski farið einu sinni inn á líkamsrækt- arstöð. Í þetta eina skipti fylltist hann einhvers konar ónotakennd við að horfa á fullan sal af fólki hamast eins og hamstra á hjóli með tilheyrandi líkamslykt og óþægi- lega mikilli nærveru. Víkverji fann strax að þangað væri fátt fyrir hann að sækja. x x x Í kóreskri rannsókn sem Víkverjilas um var andlegt ástand há- skólakvenna á þrítugsaldri skoðað, þar sem þær æfðu annars vegar í líkamsræktarsal og hinsvegar í skógi. Í stuttu máli má segja að í ljós kom að röskleg ganga í skógi jók ánægju og minnkaði streitu en áhrifin við að ganga í líkamsrækt- arsal voru öfug, það er aukin streita og minnkuð ánægja. Þess ber þó að geta að hvers kyns hreyfing er alltaf góð, hvort sem hún er innan- eða utandyra. En við gönguna í skógi losnar um steitu og einstaklingurinn kemst í gott skap. x x x Hér á landi má segja að annarvorboði sé kominn þegar fyrstu sólargeislar vorsins taka að ylja Frónbúum, ekki lóan, gott fólk, heldur her manns sem hefur drösl- að göngubrettum, spinninghjólum og öðrum ámóta tækjum út úr lík- amsræktarstöðinni. Þarna púlar fólkið því það langar mikið til að sameina útiveruna og líkamsrækt- ina. Jú, mikið rétt, það er víst ekki hægt að fara hreinlega út að ganga, hlaupa eða hjóla undir hækkandi sól vorsins því það er bú- ið að fjárfesta í rándýrum kortum sem veita aðgang að herlegheit- unum. Víkverji veit nefnilega ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar sú sýn blasir við honum sem gjarnan birtist í fjölmiðlum. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóhannesarguðspjall 10:11)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.