Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Í viðtali í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins í dag greinir Bryndís Ásmundsdóttir frá því þegar hún var flutt af kvennadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss yfir á geð- deild eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar hún greindist með blóð- tappa seint á meðgöngu. Áfallið sem hún varð fyrir þegar hún gerði sér grein fyrir bágum aðbúnaði geðdeildarinnar og hrörlegu um- hverfinu þar var ekki síðra. Engum dylst að geðdeild Landspítalans er fjársvelt líkt og margar aðrar deildir spítalans. Á það hefur margoft verið bent, og ástæða til að benda á enn á ný hér á þessum vettvangi, að ein af ástæðunum fyr- ir því hversu illa geðdeildin er búin er sú að geðdeildir eiga jafnan fáa vini. Þeir sem fá aðhlynningu á geðdeild eru ólíklegri til að gerast baráttumenn fyrir bættum aðbún- aði sjúklinga en þeir sem fengið hafa aðhlynningu á deildum þar sem tekist er á við annars konar sjúkdóma. Skömmin er sorglegur fylgifiskur geðsjúkdóma enn í dag. Auðvitað ætti það ekki að þurfa að vera þannig, en líklega taka allar breytingar tíma, líka breytingar í átt til þess að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á geðdeild geti bor- ið höfuðið hátt. Sagan sem Bryndís Ásmunds- dóttir og Fjölnir Þorgeirsson rekja í viðtali í blaðinu er líka umhugs- unarverð sökum þess sem fram kemur um að blóðtappinn sem hún þjáðist af var ranggreindur. Hefði hún haldið á heiðina með sýklalyf í poka eins og henni var uppálagt þarf vart að spyrja að leikslokum. Sögur eins og þessi minna okkur á að heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Heilsu má ei glata, minnir meistari Egner á í Dýr- unum í Hálsaskógi, og það eru orð að sönnu. Og ekki viljum við að nið- urskurður, skömm og fjárskortur verði til þess að heilsa – og manns- líf – glatist. Það er mikið í húfi. RABBIÐ Heilsu má ei glata Eyrún Magnúsdóttir Alþingi er með allra líflegustu vinnustöðum í þessu landi, þar sem vont getur verið að leita skjóls fyrir vökulu auga fjölmiðlanna. Margvísleg mál brenna á þingmönnum og stundum getur verið gott að stinga saman nefjum í einrúmi líkt og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, og fyrrverandi vopnabróðir hans, Þráinn Bertelsson, sem nú bindur trúss sitt við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, gerðu fyrir helgi. Ekki er gott að segja hvort vantrauststillaga Þórs á ríkisstjórnina hafi verið til umræðu á þessum fundi en í ljósi atburða vikunnar er það ekki ósennilegt. Hann dró tillöguna síðar til baka en íhugar að leggja hana aftur fram við annað tækifæri. Gjörningur þessi mæltist misjafnlega fyrir, eins og gengur, meðal annars þótti Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra hann ekki gáfulegur. Já, að treysta eða ekki treysta – þar er efinn. orri@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Kristinn OF EÐA VAN TRAUST MIKIÐ MÆDDI Á ÞÓR SAARI, ÞINGMANNI HREYFINGARINNAR, Í VIKUNNI EN HANN LAGÐI FRAM VANTRAUSTS- TILLÖGU Á RÍKISSTJÓRNINA EN DRÓ HANA SÍÐAN TIL BAKA. HANN ÍHUGAR AÐ LEGGJA FRAM NÝJA TILLÖGU. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Tónleikar. Hvar? Salurinn í Kópavogi. Hvenær? Sunnudag kl. 17. Nánar? Rósalind Gísladóttir messó- sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Ljóð og lög úr söngleikjum. Söngur Rósalindar Hvað? Tónleikar. Hvar? Bíóhöllin Akranesi. Hvenær? Laug- ardagskvöld kl. 21. Nánar Hlaðinn ís- lenskum tónlistarverðlaunum frá því í vikunni. Sérstakur gestur Pétur Ben. Ásgeir Trausti Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Leikrit. Frumsýning. Hvar? Stóra svið Þjóðleikhússins. Hvenær? Laugardagskvöld kl. 20. Nánar Kraftmikið nýtt, breskt verð- launaverk um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða nú á okkar dögum. Fyrirheitna landið Hvað? Leikrit. Hvar? Borgarleikhús. Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 20. Nánar Gunnlaugs saga er ein af þekkt- ustu Íslendingasög- unum. Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir fara á kostum. Ormstunga Hvað? Tónleikar Ljótu hálfvitanna. Hvar? Græni hatturinn, Akureyri. Hvenær? Laugardag kl. 22. Hálfvitar kveðja þorrann Hvað? Norðurlandamót 15-23 ára. Hvar? Ármannsheimilið. Hvenær? Laugardag kl. 10.00-15.30. Nánar Meðal keppenda er Júlían Jó- hann Karl Jóhannsson, heimsmeistari unglinga í réttstöðulyftu í fyrra. Kraftlyftingar * Forsíðumyndina tók Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.