Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 13
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Jón Stefánsson bætti við sig nafninu Kal- man, Stefán Sigþórsson er þekktari undir nafninu Stefán Máni, og Auður Ólafsdóttir skaut inn nafninu Ava. Þá bætti ljóðskáldið og alþingismaðurinn Sigmundur Rúnarsson við sig nafninu Ernir. Elías Cæsarsson kenndi sig við Mar, líkt og faðir hans á undan honum. Aflraunamaðurinn Hjalti Árnason bætti sem frægt er við sig nafninu Úrsus. Af mönnum sem alfarið skiptu um nafn voru til dæmis skáldin Steinn Steinarr, sem áður hét Aðalsteinn Kristmundsson, og Þor- gils gjallandi sem skírður var Jón Stef- ánsson. Þá gerði listamaðurinn Sölvi Helga- son sér lítið fyrir og tók sér nafnið Sólon Íslandus á nítjándu öldinni. Af öðrum lista- mannanöfnum nægir að nefna Erró (Guð- mundur Guðmundsson). Einnig er þekkt að rithöfundar hafi kennt sig við fæðingarstaði sína eða önnur kennileiti, svo sem Kristján frá Djúpalæk, sem var Einarsson, Jón frá Ljárskógum, sem var Jónsson, og Jóhannes úr Kötlum sem var Jónasson. Katlar eru fossar, hyljir og klettar í ánni Fáskrúð, þar sem Jóhann- es lék sér mikið í bernsku. Þá kenndi Dav- íð Stefánsson sig alltaf við fæðingarstað sinn, Fagraskóg. Gunnar varð Gnarr Afar sjaldgæft er að menn ummyndi nöfn sín en það gerðu þó borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gunnar Kristinsson, betur þekktur sem Jón Gnarr, og Sigurjón Birgir Sigurðsson rithöfundur, sem kallar sig Sjón. Sjaldgæft er að fólk beri þrjú eiginnöfn á Íslandi og enn sjaldgæfara að það noti þau öll. Það gerir þó Egill Heiðar Anton Páls- son leikstjóri gjarnan. Gefur engan afslátt. Gælunöfn eru algeng hér á landi, sem annars staðar, en fremur fátítt að fólk noti þau fullum fetum. Það hefur söngvaskáldið Bubbi Morthens þó gert lengi en hann var skírður Ásbjörn. Eins bróðir hans Þorlákur myndlistarmaður sem alla jafna notar nafn- ið Tolli. Hinni vinsælu dægurlagasöngkonu Henný Eldeyju Vilhjálms þótti nafnið Elly þjálla og Þórhallur Sigurðsson gamanleikari er aldrei kallaður annað en Laddi. Þá er Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona sjaldan kölluð annað en Diddú, Þuríður Fannberg listakona Rúrí og Guðjón Davíð Karlsson leikari Gói. Margir kannast líka við at- hafnamanninn Kidda Bigfoot en færri vita líklega að hann heitir Kristján Jónsson. Al- nafni hans sem skrifar um íþróttir í Morg- unblaðið er víða betur þekktur undir nafn- inu Bolvíska stálið. Ætli menn viti almennt að Gaui litli heitir fullu nafni Guðjón Sig- mundsson? Þarna erum við komin út í við- urnefni og koma þá upp í hugann Jón góði Ólafsson píanóleikari og Mundi vondi fata- hönnuður (Guðmundur Hallgrímsson). Að kenna sig við hljómsveit Gælunöfn fara oft vel með hljómsveit- arnöfnum, svo sem Jónsi í Sigur Rós (Jón Þór Birgisson); Jónsi í Svörtum fötum (Jón Jósep Snæbjörnsson); Addi í Sólstöfum (Að- albjörn Tryggvason) og Ellý í Q4U (El- ínborg Halldórsdóttir). Nú og nöfn almennt með vinnustöðum: Haraldur í Andra, Jóhannes í Bónus, Júlli í Draumnum, Helgi í Góu. Önnur leið er að stytta bæði nafn og föð- urnafn, eins og Hemmi Gunn fjölmiðlamað- ur, Jói Fel bakari og Siggi Hlö útvarps- maður hafa gert. Gælunöfn eru almennt í sókn hér á landi, til dæmis eru ýmsir fjölmiðlamenn og skemmtikraftar af yngri kynslóðinni alla jafna þekktari undir gælunöfnum sínum, svo sem Simmi og Jói (Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson), Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson), Gillz (Egill Einarsson) og Steindi jr. (Steinþór Hróar Steinþórsson). Bara svo stiklað sé á stóru ... Morgunblaðið/Jakob Fannar Guðbjörg Hilmar Guðrún Indriði Árni Björg „Ég er skírður í höfuðið á ömmu minni. Svo einfalt er það,“ segir Freyr Gígja Gunn- arsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu en seinna skírnarnafn hans á alla jafna við kon- ur. Hann segir foreldrum sínum, sem eru tónlistarskólastjóri og arkitekt, hafa þótt nöfnin hljóma afskaplega vel saman og því látið slag standa. Fyrir það er hann þeim þakklátur. „Ég hef alltaf verið afskaplega stoltur af nafninu mínu og aldrei reynt að fela það, ekki einu sinni á unglingsárunum, þegar maður er viðkvæmastur fyrir áreiti.“ Freyr viðurkennir að hafa orðið fyrir stríðni á yngri árum út af nafninu en aldrei látið það slá sig út af laginu. „Það styrkti mig miklu frekar en hitt.“ Í dag segir hann nafnið vinna með sér, fólk muni frekar eftir honum vegna þess. Það hafi komið sér ágætlega í starfi blaða- og fréttamanns. Freyr er fæddur árið 1978 og segir enga athugasemd hafa verið gerða við Gígju- nafnið af þar til bærum aðilum. „Eldri bróð- ir minn heitir Darri og móðir mín tjáir mér að það nafn hafi staðið meira í mönnum þremur árum áður en nokkurn tíma Gígja,“ upplýsir Freyr. „Foreldrar mínir hafa alltaf verið veikir fyrir sérstökum nöfnum, yngri bróðir minn var skírður Breki sem var síð- ur en svo algengt nafn fyrir 22 árum.“ Fyrsti skóladagurinn erfiður Freyr bjó í Danmörku með fjölskyldu sinni frá fimm til níu ára aldurs og fyrsti skóladag- urinn eftir heimkomuna er honum sér- staklega minnisstæður. „Ég kom í þriðja bekk í Víðistaðaskóla, með þykkt og mikið hár. Og auðvitað þetta nafn. Þegar lesa átti nafnið upp kom fát á kennarann sem endaði með því að hann spurði hvort Freyja Gígja væri mætt. Þá þurfti ég, nýi krakkinn í bekknum, að standa upp og segja hátt og snjallt: Ég heiti Freyr Gígja – og muniði það!“ Hann kveðst alla tíð hafa verið spurður mikið út í nafnið og algengt sé að fólk haldi að Gígja sé ættarnafn. „Það er ætt fyrir vestan sem ber nafnið Gígja en ég tilheyri henni sem sagt ekki.“ Freyr Gígja þekkir ekki aðra karlmenn sem bera konunafn, alltént ekki á Íslandi. Hann á þó sína „þjáningarbræður“ ytra. „Eðli málsins samkvæmt held ég mikið upp á lagið A Boy Named Sue með Johnny Cash. Hef alltaf fundið til samkenndar með þeim góða dreng, Sue.“ Finnur til samkenndar með Sue Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður ber stoltur nafn ömmu sinnar. Morgunblaðið/Ómar Sjaldgæft er að karlmenn beri kvenmanns- nöfn á Íslandi, það gerir þó Andrea Hörð- ur Harðarson. Honum var upprunalega gefið nafnið Hörður en lét skíra sig öðru sinni í Svíþjóð þrítugur að aldri og bætti þá Andrea fyrir framan Hörð. Andrea Hörð- ur er sextugur í dag og hefur því borið nafnið hálfa ævina. „Frá því ég var barn hafði mig langað að heita Andrea, bæði vegna þess að nafnið er fallegt og ekki síður fyrir þær sakir að móðir mín heitir Helga Andrea. Þegar ég var þrítugur lét ég verða af því að taka skírn öðru sinni,“ útskýrir Andrea Hörður sem var á þeim tíma búsettur í Svíþjóð. Andrea er algengt karlmannsnafn á Ítalíu en ekki í Svíþjóð, frekar en á Íslandi. „Ein- mitt þess vegna átti ég alveg eins von á því að þetta yrði vesen en svo var ekki. Prest- urinn gerði engar athugasemdir,“ segir Andrea Hörður. Hann sneri heim til Íslands eftir 22 ára dvöl í Svíþjóð árið 2006 og sendi þá þjóð- skrá viðeigandi upplýsingar. Engin at- hugasemd var gerð enda nafnið kirkjubók- fært í Svíþjóð. „Ég vona að þetta viðtal verði ekki til þess að menn fái bakþanka þar á bæ,“ segir Andrea Hörður og skellir upp úr. Nafni systur sinnar og frænku Hann er boðskiptafræðingur að mennt og starfaði fyrstu árin eftir heimkomuna í Norræna húsinu. Nú vinnur Andrea Hörður á hinn bóginn á fíknigeðdeild Landspítalans. „Ég er oftast nær kallaður Andrea í vinnunni, eða Andrea Hörður. Ættingjar og gamlir vinir eiga sumir hverjir í meiri vandræðum enda voru þeir búnir að þekkja mig svo lengi sem Hörð. Konan mín notar bæði nöfnin, nema þegar hún þarf að skamma mig, þá segir hún hátt og snjallt ANDREA!“ Til að taka af öll tvímæli hefur nafna- breytingin ekkert með kynleiðréttingu að gera, Andrea Hörður hefur alla tíð verið karlmaður og á eiginkonu og tvo syni. Þeir eru Harðarsynir. „Ég beygi nafnið ekki eins og nöfnur mínar, heldur nota Andrea í öll- um fjórum föllum. Andreason er stirðara en Harðarson. Það er ástæðan.“ Andrea Hörður viðurkennir að margir hvái þegar hann segir til nafns og ekki er óalgengt að hann sé spurður: Er það ekki stelpunafn? Andrea Hörður svarar því þá gjarnan játandi en bætir við að hann sé grjótharður femínisti. „Langflestum finnst þetta hins vegar bara skemmtilegt, þegar ég skýri út fyrir þeim tilurð nafnsins. Þeim fáu sem halda að ég sé að grínast bendi ég bara góðfús- lega á að fara í þjóðskrá. Ég lendi oft í fjör- legum samræðum við fólk út af þessu,“ segir hann. Svo merkilega vill til að systir Andrea Harðar, Helga, tók sér líka nafnið Andrea, hún bætti því á hinn bóginn fyrir aftan Helgu-nafnið og er því alnafna móður þeirra. Helga gekk þó ekki það langt að láta skíra sig að nýju. Þá á Andrea Hörður frænku sem heitir Andrea. Andrea Herði er ekki kunnugt um að fleiri íslenskir karlmenn hafi tekið upp nafn móður sinnar með þessum hætti. Vildi vera nafni móður sinnar Andrea Hörður Harðarson segir algengt að fólk hvái þegar hann segir til nafns. Morgunblaðið/Ómar Dæmi eru um að nöfn séu karlkyns í einu landi en kvenkyns í öðru. Má þar nefna María, sem er víðast hvar kvenmannsnafn. Þó ekki í spænsku- mælandi löndum, þar er það gefið drengjum, einkum sem seinna skírnarnafn, til dæmis José María Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spán- ar. Þá eru dæmi um að karlar beri nafnið Marie í frönskumælandi löndum, svo sem Jean-Marie Pfaff, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Belga í knattspyrnu. Talandi um Jean, þá er það karlkyns nafn í hin- um frönskumælandi heimi, má þar nefna franska heimspekinginn Jean-Paul Sartre, en kvenkyns- nafn í hinum enskumælandi, eins og Jean Sim- mons leikkona. Þá léku þau saman í kvikmynd- inni Breathless árið 1960 Jean-Paul Belmondo frá Frakklandi og Jean Seberg frá Bandaríkj- unum. Framburðurinn er að vísu gjörólíkur. Á Ítalíu og Grikklandi er nafnið Andrea karl- kyns, s.s. Andrea Bocelli tenórsöngvari, en kvenkyns víðast annars staðar, tenniskonan Andrea Hlavácková frá Tékklandi sem dæmi. Einnig má tilgreina Nikita í þessu sambandi. Nikita Thukral er indversk leikkona en Nikita Krustjov var í eina tíð aðalritari sovéska komm- únistaflokksins. Í enskumælandi löndum eru nöfn gjarnan tví- kynja, svo sem Ashley (Ashley Cole knatt- spyrnumaður, Ashley Judd leikkona), Leslie (Leslie Nielsen leikari, Leslie Feist söngkona), Lee (Lee Marvin leikari, Lee Remick leikkona), Sean (Sean Penn leikari, Sean Young leikkona). TVÍKYNHNEIGÐ NÖFN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.