Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Ferðalög og flakk Ó löf Guðmundsdóttir og Jason Capps fóru í sex vikna ferðalag um Ástralíu, sem lauk í desem- ber. Á þessum sex vikum keyrðu þau 10.500 kílómetra. „Ef maður horf- ir á kortið af Ástralíu fórum við eiginlega ekki einu sinni einn þriðja,“ segir hún og bætir við að foreldrar Jasons, sem er ástr- alskur, hafi verið að koma úr fimm mánaða ferðalagi og þau hafi samt ekki náð að ferðast um allt landið. „Þetta er bara svona stórt land.“ Ferðalagið hófst suður frá Sydney. „Við byrjuðum á því að keyra meðfram ströndinni frá Sydney, það er svona eins og maður ímyndar sér að Ástralía sé, endalausar strendur. Svo fórum við upp inn í miðja Ástr- alíu og þá vorum við komin í rosalegan hita og keyrðum langar vegalengdir þar sem það var ekki neitt, “ segir hún og útskýrir. „Við keyrðum kannski í tvo til fjóra tíma og sáum ekkert nema sand og tré á stangli.“ Henni fannst þetta flott landslag og upplifunin var sterk. „Okkur var ráðlagt að stoppa í einni ákveðinni bensínstöð, sama hversu mikið bensín við værum með því það væri engin önnur í tæpa 400 kílómetra.“ Inni í landi er síðan rauði kletturinn, Ayers Rock, sem er þekkt kennileiti. Þar lentu þau í sandstormi og rigningu sem var upplifun út af fyrir sig. Þau fengu allavega ekki að upplifa „skapsveiflur“ klettsins, sem er þekktur fyrir að taka á sig ýmsar myndir í mismunandi sól- skini. Ferðalagið var eins konar hringur, þau keyrðu út í átt til austurstrandarinnar frá miðju landsins og svo niður með ströndinni í áttina til Sydney. Leiðin er fjölbreytileg. „Við fórum þar sem heitir Great Ocean Road. Þar er mikill sjór og öldugangur og sérstakir klettar, sem kallast Postularnir 12. Sjórinn er kraftmikill svo einhverjir hafa brotnað niður,“ segir hún en þrátt fyrir að það hafi verið sum- ar í Ástralíu lentu þau í vondu veðri þarna. „Við lentum í roki og rigningu en höfðum bara pakkað stuttbuxum og stuttermabolum og þurftum að kaupa hlý föt.“ Ferðin fól einnig í sér skemmtilega strand- upplifun. „Nálægt Great Barrier Reef eru æð- islegar strandir. Við ætluðum bara að vera eina nótt á strönd sem heitir Airlie Beach en vorum fjórar. Okkur langaði ekki til að fara.“ Neðanjarðarhótel og -kirkjur Þau stoppuðu líka lengur en áætlað var í bænum Cooper Pedy, sem var uppáhalds- staður Ólafar í ferðinni. „Þetta er námu- vinnslubær en þarna er grafið eftir ópal. Bær- inn er næstum ekkert nema sandur því helmingur af bæjarbúum býr neðanjarðar. Það getur orðið svo heitt þarna, getur farið upp í 50 stig á sumrin. Fólkið grefur sig inn í sandinn og byggir sér hús sjö, átta metra neðanjarðar og þar eru alltaf 22-24 gráða hiti og þá þarf hvorki upphitun né loftkælingu. Nafnið kemur frá frumbyggjum og þýðir Hola hvíta mannsins. Við vorum fjóra daga og ég var dolfallin yfir öllu. Þú sérð hús á stangli og sandhóla og þú veist að það býr einhver þar undir ef það stendur lítill og mjór strompur upp úr,“ segir hún. „Þetta er staður sem er ekki merkilegur í ferðahandbókinni en þegar við komum þarna var hann algjört æði. Við skoðuðum okkur heilmikið um. Þarna eru neðanjarðarkirkjur og við heimsóttum þrjár af fjórum í bænum. Svo eru bæði hótel og tjaldsvæði neðanjarðar en við prófuðum reyndar ekki að sofa neð- anjarðar.“ Ólöf og Jason giftu sig á Íslandi 8. febrúar. Ólöf játar því aðspurð að ferðalagið hafi verið góður undirbúningur að traustu hjónabandi. Verða með stærri bíl næst Þau ferðuðust um í sendiferðabíl sem þau sváfu líka í og búið var að innrétta með rúmi. „Allir sögðu: Ef þið þolið hvort annað í svona nálægð og þrengslum í þennan tíma, þá er það bara nokkuð gott!“ Ólöf og Jason við klettinn rauða, Ayers Rock, snemma morguns. FERÐUÐUST 10.500 KÍLÓMETRA VEGALENGD Fyrsta ferðin af mörgum SEX VIKNA FERÐALAG ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR OG JASONS CAPPS Á SENDIFERÐABÍL UM ÁSTRALÍU VAR GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR FYRIR HJÓNABANDIÐ. NEÐANJARÐARBÆRINN COOPER PEDY HEILLAÐI MEST. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * „Þú sérð hús ástangli og sandhólaog þú veist að það býr einhver þar undir ef það stendur lítill og mjór strompur upp úr.“ Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Íslensk hönnun og framleiðsla r. 24.300 E 60- Verð frá k

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.