Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Heilsa og hreyfing U nnur Elfa Þorsteins- dóttir þakkar lækn- um það að sonur hennar er á lífi. En hún þakkar breyttu mataræði það að Anthony er orðinn heil- brigður. „Hann væri ekki sá sem hann er í dag ef hann væri ekki á hráfæði. Læknavísindin björguðu honum með nauðsyn- legum aðgerðum en svo kom bara stopp þar sem ekki var hægt að gera neitt meira, það var bara verið að sjá til og taka stöðuna reglulega en ekkert lagaðist,“ segir Unnur Elfa. Anthony var strax sem hvít- voðungur mjög órór og grét sáran. Rannsóknir leiddu loks í ljós að helstu meltingarfærin í honum voru laus, snúin eða kramin og hann kvalinn eftir því. Hann fór í fyrstu aðgerðina fjögurra og hálfs mánaðar þar sem meltingarfærin voru löguð og fest. En stuttu síðar fékk Anthony veirusýkingu sem lam- aði meltinguna hjá honum, fór í fleiri aðgerðir og fékk fleiri fylgikvilla. Vegna veikindanna var það dagleg barátta að koma næringu ofan í Anthony. „Melt- ingin komst ekki í gang, hann réð ekki við að borða neitt tor- melt, kastaði oft upp og var kvalinn eftir að hafa innbyrt eitthvað. Að auki vann líkaminn ekki almennilega úr matnum og upptaka nær- ingarefna var mjög léleg,“ segir Elfa. Heilu dagarnir fóru í að reyna að koma mat í barnið Önnur afleiðingin var sú að Anthony lærði ekki að tyggja. „Það að borða var alltaf rosa- lega neikvæð upplifun fyrir Anthony og svo fylgdu uppköst og kvalir, svo þetta var örugg- lega að einhverju leyti sálrænt líka. Ég las einhvers staðar að börn læri að tyggja þegar þau eru 8-12 mánaða og að ef þau læri það ekki þá, sé hætta á því að þau læri það aldrei almennilega. Og hann var einmitt mjög veikur á þessu tímabili. Ég notaði blandarann mikið og kom næringu í hann með allskonar söfum, en það gaf honum algjöran hámarksskammt af næringarefnum – en hann þurfti svo marg- falda skammta til að vinna upp einungis lág- markið af sínum ráðlagða dagskammti. Sumir dagar fóru bara í það að reyna að koma mat ofan í barnið, ég sat stundum með honum í 7-8 klukkutíma á dag því það gat tekið heilan klukkutíma að fá hann til að tyggja gúrkubita þannig að hann gæti kyngt honum.“ Hráfæðið var tilraun í fyrstu Eftir mikla vinnu og þolinmæði lærði Anthony smám saman að tyggja og var kominn upp á lag með það í kringum fimm ára aldurinn. „Eftir alla þessa vinnu gat verið ógurlega til- finningaþrungið fyrir mig að sjá son minn taka eplabita og borða, af því að ég var búin að leggja svo mikið á mig við að koma honum á þann stað.“ En meltingin hrökk samt ekki í gang og Anthony mældist ávallt mjög lágur í næringarefnagildum. „Hann tók til að mynda nánast ekkert járn upp, jafnvel þótt hann fengi járn beint í æð, þá vann líkaminn ekki úr því.“ Elfa, sem hefur verið grænmetisæta í 15 ár, hafði kynnst hráfæði lítillega og lagðist í lestur um það. Hún samdi við Anthony um að þau tvö myndu prófa hráfæði í eitt ár og sjá hvort eitthvað breyttist. „Þetta var bara tilraun, maður var búinn að prófa margt sem virtist ekki virka og niðurstöður úr öllum prófunum alltaf jafn slæmar.“ Elfa segir að miðað við allt sem á undan var gengið hafi í sjálfu sér ekki verið mikil fyrirhöfn að taka upp hráfæði. Eftir sjö mánuði á fæðinu fór Anthony í allsherjar prófanir og niðurstöð- urnar voru ótrúlegar, að sögn Elfa. „Hann toppaði í öllum næringarefnum, hvort sem það var járn eða vítamín.“ Það varð því ekki aftur snúið og nú hafa þau verið á hráfæði í tæp þrjú ár. Kristján, eiginmaður Elfu, og Alex- andra, 17 ára dóttir þeirra, ákváðu fljótlega að fylgja þeim eftir svo nú borðar öll fjölskyldan hráfæði og finnur mikinn mun til hins betra. Kristján léttist um 30 kíló og læknaðist af of háum blóðþrýstingi og ýmsum smákvillum og þau eru öll sammála um að líðanin sé svo miklu betri að það hvarfli ekki að þeim að taka upp fyrra mataræði að nýju. Saknar einskis úr fyrra mataræði „Maður miklar þetta skref svo mikið fyrir sér í huganum en svo var þetta ótrúlega lítið mál. Það þarf auðvitað aðeins að hugsa hlutina upp á nýtt og skipuleggja sig svolítið. Ef ég ætla að gera uppáhalds pitsuna hans Anthony tekur það sólar- hring, með þurrkofninum, svo það þarf að hugsa það tím- anlega. En þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir okkur. Ég hef líka reynt að búa til eitthvað líkt því sem Anthony fannst gott áður, nema núna úr hrá- fæði. Til dæmis pitsuna, honum fannst speltpitsa með lauk og ólífum æðisleg og saknaði henn- ar mikið þannig að ég fór fljót- lega að þróa pitsu sem væri svipuð á bragðið, það var nokk- urra mánaða tilraunastarfsemi.“ Pitsugerðin heppnaðist svo vel að veitingastaðurinn Gló falaðist eftir grunnuppskriftinni svo þar er hægt að smakka ýmsar út- færslur af pitsunni hennar. Elfa segist vön því að vera álitin „skrítin“ eftir að hafa ver- ið á grænmetisfæði lengi en undanfarið hafi orðið svo mikil vakning á Íslandi varðandi fæði og lífsstíl að henni líði eins og hún hafi dottið í tísku. Fyrir henni sé grænmetisfæði og hráfæði hins vegar ósköp hversdagsleg fyrirbæri. Margir haldi þó að fólk á hráfæði, eða öðru grænmetisfæði, sé fölleitt og langt undir kjörþyngd. Elfa brosir að því líka. „Við erum sko ekkert að deyja úr hor hérna! Anthony er orðinn mjög stór mið- að við aldur og hefur sprottið hratt und- anfarið. Ekkert okkar er grindhorað enda er ekkert samhengi milli þess að borða hráfæði og að borða fáar hitaeiningar. Það eru mörg ár síðan ég læknaðist af því að telja hitaein- ingarnar ofan í mig og það er mjög mikið frelsi. Ég legg meira upp úr því að telja nær- ingarefnin í fæðunni, að við séum að innbyrða nógu mikla næringu. Ég spái aldrei í hvað er mikil fita eða hitaeiningar í þessu eða hinu, það er svo mikið aukaatriði. Og við borðum bara eins mikið og við viljum, ef þú ert svang- ur á þessu heimili þá færðu þér að borða!“ HRÁFÆÐI FYRIR HEILSUNA UNNUR ELFA ÞORSTEINSDÓTTIR OG SONUR HENNAR ANTHONY SKIPTU YFIR Á HRÁFÆÐI FYRIR TÆPUM ÞREMUR ÁRUM VEGNA VEIKINDA SONARINS. NÚ HAFA FJÖLSKYLDUFAÐIRINN OG UNG- LINGSDÓTTIRIN SKIPT YFIR Á HRÁFÆÐI OG FJÖLSKYLDAN SAKNAR EINSKIS ÚR FYRRA MATARÆÐI. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Telur næringarefni, ekki hitaeiningar Elfa og sonur hennar Anthony eiga oft góðar stundir saman í eldhúsinu. Ekkert er eldað en blandarar og safavélar koma í góðar þarfir. UPPSKRIFT 2 box vel rauðir kirsuberjatómatar 4-5 gulrætur 1 rauð paprika 1 tsk salt 1 epli 2 hvítlauksrif 6 msk ólífuolía Ferskar kryddjurtir eins og steinselja, kóríander, timían, oregano og basilíka AÐFERÐ Allt sett í blandara nema kryddjurtirnar (gott að byrja á tómötunum og láta þá verða að góðum vökva áður en hitt er sett út í) og blandað vel saman. Í lokin er kryddjurtum bætt út í og blandarinn settur í gang í nokkrar sekúndur. Til að fá „rjómalagaða“ áferð á súpuna má bæta út í einu avókadó eða smá möndlu-, hnetu- eða fræmjólk. Hellt í skálar og skreytt með ólífuolíu og ferskum kryddjurtum. Tómata- og gulrótasúpa Hráfæði felst í að neyta matar sem er aldrei eldaður við hærri hita en 46°C og neyta sem hreinastra afurða grænmetis, ávaxta, hneta og fræja. Tækjakosturinn í eldhúsinu er því aðeins öðruvísi en hjá öðrum. Hjá Elfu og Kristjáni er enginn pottaskápur því þau elda aldrei neitt. Uppi á borðum eru hins vegar tveir öflugir blandarar, stór matvinnsluvél og þrjár safa- vélar. Í búrinu eru svo þurrkofnarnir en bak- araofninn og örbylgjuofninn eru aldrei notaðir. Það heitasta sem fjölskyldan innbyrðir er te, en þá hita þau vatn í katli án þess að sjóða það. Ekki heftandi að vera á hráfæði Að vera á sérfæði er iðulega talið vera fólki fjötur um fót, t.d. varðandi matarboð. „Það geta allir búið til salat og boðið upp á það. Svo býðst ég vanalega til að koma með t.d. köku á borðið ef ég er að fara í afmæli eða matarboð, og það er oft vel þegið. Yfirleitt er fólk forvitið að fá að smakka það sem ég kem með og finnst maturinn bara ekkert svo slæmur!“ Alexandra og Anthony fara alltaf með nesti að heiman í skólann eins og svo margir. „Flest heimili eiga ávexti og grænmeti í ísskápnum svo þau geta alltaf borðað eitthvað heima hjá vinum sínum, annars taka þau bara með sér nesti. Og þegar við heimsækjum ættingjana heima á Íslandi þá bara nota ég blandarana og matvinnsluvélarnar hjá þeim svo það er ekkert mál. Á ferðalögum er hægt að stoppa í næstu matvöruverslun og kaupa hnetur, vínber og fleira, fæðið verður kannski aðeins einfaldara á ferðalögum en það er í góðu lagi. Þetta þarf ekki að vera erfitt og verður það ekki ef hug- arfarið er þannig.“ Engir pottar en þrjár safavélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.