Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 38
Sigga Lund elskar liti en segist þó eiga allt of mikið af svörtum fötum í fataskápnum.  Marilyn Monroe á hápunkti ferils síns, árið 1953. AP SIGGA LUND KAUPIR SJALDAN FÖT Langar í flottan pels SIGGA LUND VAKTI ATHYGLI Á DÖGUNUM FYRIR NÁMSKEIÐ UM SJÁLFSTRAUST ÓHÁÐ LÍKAMSÞYNGD. HÚN SEGIST OFT HAFA KEYPT SÉR OF LÍTIL FÖT Í GEGNUM TÍÐINA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jennifer Lopez er þekkt fyrir flottan stíl og fagrar línur. AFP Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Náttfötin mín … ég elska að vera í náttbuxum og ég er fljót að skella mér í þær um leið og ég kem heim úr vinnunni. Gæti verið í þeim alltaf. En þau verstu? Öll fötin sem ég keypti of lítil á mig á gegnum tíðina, því ég var viss um að ég yrði svo flott í þeim þegar ég væri búin að grennast. Svo grenntist ég aldrei nógu mikið svo þau voru aldrei notuð. Ég veit betur í dag og kaupi ekki föt sem eru of lítil á mig lengur. Hvar kaupir þú helst föt? Bara hér og þar. Ég reyndar kaupi mér föt allt of sjaldan. En þegar ég fer í verslunarleiðangur byrja ég alltaf í Only og Vila, bara af gömlum vana. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Mér finnst fötin í River Island æðisleg. Hef bara komið í þessa í London og ég hefði getað keypt mér allt. Ég fylgist líka aðeins með þeim á netinu. Love it, love it, love it. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já auðvitað, hef örugglega tekið þátt í þeim flestum. Man sérstaklega eft- ir því þegar ég var unglingur þegar ég klæddist grænum buxum og peysu með hlébarðamunstri og var með aflitað hár og hanakamb. Ekki falleg minning. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Töff er eiginlega það sem ég leita eftir og það sem er þægilegt. Ég er miklu meira svona rock chick en fancy lady. Litadýrð eða svart/hvítt? Ég elska liti og laðast alveg að þeim þegar ég fer í búðir, en eins og týp- ískar íslenskar konur á ég of margar svartar flíkur. En ég er óhrædd í dag að klæðast litum Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Jennifer Lopez og Jennifer Aniston. Mér finnst þær báðar alltaf svo smart. Væri alveg til í að fá stílistann þeirra til að taka aðeins til í mínum fataskáp og gefa mér góð ráð. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nei … ég veit varla hvað þeir heita. Spái lítið í það. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég myndi fyrst og fremst kaupa flottan pels, langar rosalega í svoleiðis. Svo helling af skóm og töskum – hef ekki getað leyft mér þann munað í svolítinn tíma. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja? Ég myndi fara til sjötta eða sjöunda áratugarins (ekki viss hvor það var) þegar Marilyn Monroe var og hét. Það er svo margt sem heillar mig við þetta tímabil. Tískan var kvenleg og töff og þá var líka málið að vera með smálínur eins og Marilyn. Ljósmynd/Aðalsteinn Sigurðarson  Pels er ofarlega á óskalist- anum. Jennifer Aniston þykir sjaldan stíga feilspor í klæðaburði. REUTERS *Föt og fylgihlutir Óskarsverðlaunin eru framundan en hátíðin er ekki síður uppskeruhátíð tísku en kvikmynda »40

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.