Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Page 39
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Tískuvikurnar úti í heimi eru ífullum gangi og fylgjastSmartlöndur með þeim af
miklum ákafa – drekka bókstaflega í
sig helstu strauma og stefnur næsta
hausts. Það er vel hægt að lyfta glös-
um yfir komandi litapallettu. Þegar
Tom Ford og félagar ákveða að
það sé málið að vera í bleiku
frá toppi til táar þá hlýtur
eitthvað gott að vera að ger-
ast í heiminum. Er þetta
svona sem kvenorkan vinn-
ur? Nei, bara pæling …
Lögmál hins sykurhúðaða tískuheims slá
þó ekki í takt við lífsklukku daglaunafólksins,
sem trúir því að líf þess verði betra ef það lif-
ir í núinu. Tískuheimurinn hunsar þetta því
þar er bara pælt í því hvað
verður málið eftir hálft ár eða
ár. Þetta getur skapað kaot-
ískt andlegt ástand hjá venju-
legum húsmæðrum í 108 og ef-
laust víða. Hvernig er hægt að
fóta sig í þessari glansveröld
án þess að missa kúlið? Hvað
má hvenær og hvernig? Ætti
ég að draga fram bleiku
fermingardragtina fyrst
bleikt er komið í tísku? Eða er
mér óhætt að vera áfram í
þröngu gallabuxunum þótt all-
ar buxur á tískupöllunum séu
víðar? Getur verið að víðu bux-
urnar hafi í raun átt að vera
þröngar en rýrt vaxtarlag fyr-
irsætnanna hafi sýnt þær í
röngu ljósi?
Eftir að hafa flutt lögheimili
mitt inn í myndabanka AFP
og fengið tískumyndirnar
beint í æð af pöllunum komst ég að því að ég gæti í raun ekki
dregið andann nema eignast blátt pils. Ég sá fyrir mér
hversu daufir og líflausir dagarnir yrðu ef ég þyrfti að
druslast um í sömu gömlu lörfunum í rigningu og roki.
Líf mitt yrði án efa mun innihaldsríkara ef ég hnyti um
himinblátt pils í anda Díönu prinsessu og vinkvenna
hennar þarna á árunum þegar hún var ennþá
skotin í Kalla Bretaprins. Pilsið yrði að ná upp
í mitti þannig að ég gæti haft mjótt belti við.
Eins ólíklega og það kann að hljóma þá
fannst pilsið og síðan hefur það verið notað
grimmt við ýmis tækifæri. Mér finnst samt
pínulítið eins og ég þurfi að klippa mig
stutt og lita hárið ljóst, svona svo pilsið
njóti sín til fulls en …
Á dögunum mætti ég í pilsinu í vinn-
una og þar sem ég er að reyna að vera í
„svörtufatabindindi“ (sem gengur
reyndar fáránlega illa) fór ég í gula
skyrtu við. Einhver spurði mig hvort ég
væri að halda upp á þjóðhátíðardag Sví-
þjóðar og annar grínari spurði hvort dress-
ið væri sponsað af IKEA. Það versnaði í því þeg-
ar ég hitti hina dásamlegu Siggu Heimis iðnhönn-
uð og hún horfði á mig og spurði hvort ég væri í
búningi … Þú veist öskudagurinn og svona …
Hausttískan 2013 er víðari en við eigum að venj-
ast og það mun taka okkur tíma að finna rétta takt-
inn. Sérstaklega þær sem eru búnar að láta græða á
sig glansandi leggings-buxur og vítt að ofan. Þegar þú
ferð næst í búð skaltu máta vel og vandlega og ekki
kaupa neitt nema þú sért handviss um að flíkin muni
bæta líf þitt. Það sem skiptir öllu máli í þessu völund-
arhúsi er að fylgja hjartanu. Hjartað tifar og færist til
og ef fylgjum því þá stöðnum við ekki.
martamaria@mbl.is
Paul Smith haust 2013.
Ertu í
öskudags-
búningi?
Prada
haust
2013.
Verð kr.
7.950
Verð kr.
12.000
Verð kr.
10.500
Verð kr.
6.600
Verð kr.
4.900
Verð kr.
5.300
Verð kr.
6.400
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 - SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Gjafir sem gleðja
DKNY
lína
Donnu
Karan
haust
2013.