Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013
Bryndís „Hvernig hittumst við? Þetta var
svolítið sérstakt. Ég átti líkamsræktarkort í
World Class en hafði ekki komið þangað
lengi. Þennan dag, mér til undrunar, var ég
skyndilega búin að setja dótið ofan í tösku
og komin á bílastæðið í Laugum en allajafna
æfi ég í stöðinni á Seltjarnarnesi. Eftir æf-
ingu breytti ég svo enn frekar út af van-
anum og ákvað að fara í sundlaugina. Þar í
pottinum var fyrir Fjölnir, með syni sínum,
Ólíver, og föður.“
Fjölnir „Þarna höfðum við ekki hist í líklega
um tíu ár, en við vorum vel málkunnug á ár-
um áður og alltaf hlýr kunningsskapur okkar
á milli. Þegar hér var komið sögu vildi Ólíver
ólmur fá mig með í rennibrautina og úr varð
að ég skildi hana eftir með pabba. Ég held
að hann hafi tæklað þetta mál fyrir mig því
þegar ég kem til baka eru þau sposk á svip-
inn og pabbi fer upp úr með Ólíver. Við
Bryndís fórum í gufuna og höldum áfram að
spjalla. Nei, nei, ég lofa, það gerðist ekkert í
gufunni og í raun var ekkert annað í loftinu
en gott vinaspjall eftir að hafa ekki orðið á
vegi hvort annars í allan þennan tíma.“
Höfðuð þið fylgst með lífi hvort annars
þennan tíma sem þið höfðuð ekki hist?
Bryndís „Ég var nú ekki mikið inni í því
hvað hafði verið í gangi hjá Fjölni. Ég vissi í
raun ekkert. Nema jú, að þú varst í hest-
unum. En lítið meira. Svo komst ég að raun
um að það er ótrúlegt hvað þessi maður hef-
ur afkastað miklu. Hvað ertu ekki búinn að
gera Fjölnir?“
Fjölnir „Bryndís vissi alveg hvað ég var bú-
inn að vera að gera. Hún vill bara ekki segja
það.“
Bryndís „Nei, ha? Eins og hvað?“
Fjölnir „Ja, bara eins og hverjar kærust-
urnar mínar höfðu verið.“
(Innskot blaðamanns: Hver vissi það ekki
Fjölnir?)
Bryndís „Já, nákvæmlega, það vissu allir.
Jújú, auðvitað var maður með puttann á
púlsinum með það.“
Fjölnir „Ég veit ekki hvort því er trúað en
ég reyndi samt gjarnan að láta lítið fyrir
mér fara og hvað varðar Séð og heyrt átti ég
gott samstarf við þá, þannig að ég fékk að
vera í friði gegn því að koma í viðtal á
ákveðnum tímapunkti. Upphaflega flyt ég
hins vegar í sveitina til að fá frið. Þá var ég
búinn að fá nóg af smjatti og veseni. Þetta
er of lítið land til að vera mikið í blöðunum.
En ég var alltaf í sveit sem barn, á Núpi í
Fljótshlíð, öll sumur og fór þangað um helg-
ar. Ég er sveitastrákur sem vildi verða bóndi
og árið 2001 lét ég þann draum rætast, flutti
í Landeyjar og hellti mér alfarið út í hesta-
mennskuna. Ég var þar í fimm ár. Vitaskuld
hafði ég fylgst út undan mér með Bryndísi.
Ég vissi að hún var að leika, sá hana í sjón-
varpinu og til dæmis að hún var flutt norður
í land til að leika þar. Auðvitað væri gaman
ef við Bryndís ættum lengri sögu saman. Að
við hefðum byrjað saman fyrir 17 árum. Þá
ættum við heldur ekki börn út um allar triss-
ur en það er bara þannig með hana Bryndísi
að hún er með alveg skelfilegan smekk á
karlmönnum og endar því núna með mig –
mann á gamalsaldri.“
Og hvað segir þú Bryndís um smekk
Fjölnis á kvenfólki? Hrífst hann bara af
söngkonum eða hvað?
Fjölnir „Ég ætla að fá að grípa inn í þessa
spurningu og taka fram að Bryndís er eina
söngkonan sem ég hef verið með. Hinar
kunnu ekkert að syngja.“
Missti áhugann á Bryndísi
Aftur að tilhugalífinu. Hestamaðurinn Fjölnir
þarf fljótlega eftir sundlaugaferðina að
skreppa utan til að kenna reiðmennsku. Ein-
hverra hluta vegna þvælist geisladiskur í
hans hendur sem inniheldur lög úr Söngva-
keppni sjónvarps það árið og hann hleður
lögunum inn á símann sinn. Hann festist í að
spila sama lagið aftur og aftur í ferðinni og
áttar sig ekki á að það er lagið sem Bryndís
söng í keppninni; Segðu mér. Undarlegar til-
viljanir hafa mótað tilveru þeirra saman, ým-
iss konar hugboð, sem víst er að björguðu
lífi Bryndísar en þau segjast samt ekki hafa
gleymt því að taka sig ekki alvarlega. Bæta
við að þau hafi verið hlæjandi frá því að þau
hittust fyrst. Geti ekki hætt.
Bryndís „Það er svo margt skemmtilegt sem
var hluti af okkar tilhugalífi. Ég var eins og
unglingsstelpa og fékk í magann.“
Fjölnir „Enda hafði ég tekið hana á löpp
þegar hún var kannski 19 ára. Þá bauð ég
henni upp á drykk og hún drakk hann og
sagði svo bara „bæ, bæ“ og fór. Hún reynd-
ar kveikti sér líka í sígarettu og þá datt
Tuttugu
ára gömul
ástarsaga
FJÖLNIR ÞORGEIRSSON OG BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR HAFA VERIÐ
SAMAN Í EITT OG HÁLFT ÁR. Á ÞEIM TÍMA HAFA ÞAU EIGNAST DRENG,
GENGIÐ Í GEGNUM ALVARLEG VEIKINDI BRYNDÍSAR SEM FÉKK BLÓÐTAPPA
Í LUNGU Á MEÐGÖNGU. ÞÁ HAFA ÞAU FLÚIÐ AF GEÐDEILD.
Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
„Frá því að við hittumst fyrst sem unglingar var alltaf ákaflega hlýtt á milli okkar. Og við getum rifjað upp ýmis atvik og ég man hvað mér hlýnaði alltaf allri að innan þegar ég rakst á hann en Fjölnir var
bara auðvitað alltaf á föstu,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir um öll þau ár sem þau Fjölnir voru laumuskotin hvort í öðru. „Bryndís vissi greinilega ekki að þetta var gagnkvæmt,“ segir Fjölnir.