Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 maður þurfti ekki að skoða mig lengi til að sjá að það var eitthvað meira en lítið að. Ég er send niður í hjartagátt og ég næ þarna í Fjölni til að segja honum að það sé hugs- anlegt að ég sé með blóðtappa.“ Fjölnir „Það er fyrsta sjokkið. Ég kem á harðaspretti upp á spítala og í mjög skrýtn- ar aðstæður. Enginn sérfræðingur kemur og manni finnst sem spítalinn sé fullur af ung- um krökkum sem eru alltaf að spyrja Bryn- dísi sömu spurninganna. Loks kemur kandí- dat með niðurstöður úr sneiðmyndatöku og segir okkur að það sé óþarfi að hafa miklar áhyggjur. Þetta sé lungnabólga og okkur sé óhætt að keyra heim yfir heiðina með uppá- skrift fyrir pensilíni. Í því sem kandídatinn er að kveðja okkur hringir síminn og ég svara og þá er Eva Ásrún á línunni. Hún verður strax efins um þessar niðurstöður og biður okkur að koma til sín, hún telji ekki óhætt fyrir okkur að fara heim. En það er ekki orðið ljóst hvað er að og áfram er bið.“ Bryndís „Fjölnir rennir mér upp á kvenna- deild og þar er ég meðhöndluð í sólarhring eins og ég sé með lungnabólgu en lungna- sérfræðingur á að líta á mig fyrir nánari nið- urstöður. Ýmist fæ ég að heyra að hann geti kíkt á mig á morgun eða að bíða þurfi nokkra daga meðan pensilínið virki til að skoða lungun betur. Vitaskuld er búið að mynda mig og samkvæmt myndunum á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af blóðtappa. En þegar lungnasérfræðingurinn sér mig daginn eftir horfir hún á mig gapandi og segir að þetta geti engan veginn verið einungis lungnabólga. Hún kallar til sín tvo sérfræð- inga og þeir skoða sneiðmyndina og ég finn að þeir eru vægt til orða tekið ósáttir. Á myndinni stendur skýrum stöfum: ÓFULL- NÆGJANDI. Myndatakan hafði sem sagt ekki heppnast sem skyldi og réttast hefði verið að endurtaka hana. En ég var afgreidd með að líklega væru verkirnir bara vegna lungnabólgu.“ Geðlæknir vill innlögn Á þessum tíma var varla liðið ár frá því að ung kona lést vegna blóðtappa í lunga en hún átti þá von á tvíburadætrum og átti mánuð eftir af meðgöngunni. Bryndís segir að lungnasérfræðingurinn hafi sýnt mikið áræði þegar þarna var komið og það sást í iljarnar á Fjölni þar sem hann hljóp eftir hjólastól út gangana því fyrst og fremst; Bryndís mátti alls ekki hreyfa sig. Fjölnir „Bryndís var meðhöndluð með blóð- þynningarlyfjum en var einnig að kljást við lungnabólgu sem gleymdist svo að fylgja eft- ir með því að hætta ekki að gefa henni pens- ilínið samhliða hinum lyfjunum. Þetta upp- götvaði ég þegar hún fór skyndilega að hósta og hósta daginn eftir.“ Bryndís „Fjölnir var á vaktinni, vægt til orða tekið. Hann tók á öllu, fylgdist með Fjölnir er sveitastrákur sem var öll sumur í sveit á Núpi í Fljótshlíð. Hann lét draum sinn um að verða bóndi rætast árið 2001 þegar hann hóf búskap í Landeyjum. Nú býr hann í Hveragerði. * „Auðvitað væri gam-an ef við Bryndísættum lengri sögu saman. Að við hefðum byrjað saman fyrir 17 árum. Þá ættum við heldur ekki börn út um allar trissur.“ Taktu grænu skrefin með Olís Umhverfisvænni VLO-díselolía hjá Olís minnkar útblástur á koltvísýringi um 5% PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 30 12 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.