Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 51
Munir á sýningunni Silfur Íslands sem opnuð verður í dag. Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Þann dag færði JónÁrnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðs-syni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Ís- landi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja“. Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson mál- ara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hug- mynd um stofnun safns af þessum toga. Safnið var oftast nefnt Forngripasafnið fram til 1911 að það hlaut lög- formlega það nafn sem enn gildir. Það var fyrstu áratugina til húsa á ýms- um háaloftum, Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Landsbanka uns það fékk inni í risi Landsbókasafns við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhúsi) 1908 og var þar fulla fjóra áratugi. Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Al- þingi að reisa safninu eigið hús og var flutt í það um 1950. Ráðist í miklar endurbætur Á eftir þeim Jóni Árnasyni og Sigurði Guðmundssyni voru forstöðumenn safnsins þeir Sigurður Vigfússon gullsmiður, Pálmi Pálsson mennta- skólakennari og Jón Jakobsson bókavörður. Árið 1907 voru fyrst sett lög um verndun fornminja og hömlur við að þær væru fluttar úr landi. Um leið var Matthías Þórðarson skipaður þjóðminjavörður og gegndi því starfi í fjóra áratugi. Árið 1947 tók Kristján Eldjárn við embætti þjóðminjavarðar og gegndi því uns hann var kjörinn forseti Íslands árið 1968. Eftirmaður hans var Þór Magnússon sem gegndi starfinu í 32 ár að undanskildum tveimur árum þegar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur gegndi starf- inu. Árið 2000 tók Margrét Hallgrímsdóttir við embætti þjóðminjavarðar. Árið 1998 var ráðist í gagngera viðgerð og breytingar á safnhúsinu við Suðurgötu. Allir gripir voru fluttir í vandaðar geymslur, en starfsfólk fékk aðstöðu á tveimur stöðum í Kópavogi og Garðabæ. Á meðan framkvæmdir við safnhúsið stóðu yfir var öll önnur starfsemi Þjóðminjasafnsins í fullum gangi og átti safnið hlut að ýmsum sérsýningum hérlendis sem erlendis. Eftir viðamiklar endurbætur og endurskoðun á öllu innra starfi safnsins var opnað nýuppgert Þjóðminjasafn með nýjum grunnsýningum og sérsýn- ingum á ný hinn 1. september 2004 og árið 2006 var Setberg við hlið Safn- hússins tekið í notkun fyrir starfsemi safnsins og heimilda- og bókasafn sem er aðgengilegt fyrir nemendur almenning. Starfsemi safnsins hefur blómstrað frá þeim tíma með afar fjölbreyttu starfi og hlotið ýmsar við- urkenningar. Fimmtán gripir urðu fyrsti vísir 24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 hundruð þúsund gesta. Þar af er liðlega helmingurinn útlendingar. „Við finnum að það er alltaf meira og meira líf á Þjóðminjasafninu. Hér nýtur fólk þess að vera til. Þetta er að verða eins og á söfnum erlendis, það er fjölskyldustemning, líf og fjör. Við fáum til dæmis stöðugt meira af ungu fjölskyldufólki sem er mjög ánægju- leg þróun. Þá eru nemar, þar á meðal list- og hönnunarnemar ákaflega duglegir að sækja safnið heim og sækja sér innblástur. Eins handverksfólk. Við náum þegar til mik- ils og breiðs fjölda en viljum samt gera ennþá betur og vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja alla, ekki síst þá sem eru mikið að flýta sér í borginni, til að gefa sér tíma til að líta við hjá okkur,“ segir þjóðminjavörður. Víðsýni Vigdísar Svo ná megi til sem flestra í tilefni af afmæl- inu var riti, Þjóðminjasafnið 150 ára, dreift inn á öll heimili í landinu á dögunum. Þar eru fjölbreyttar sýningar kynntar og fjallað vítt og breitt um starfsemi safnsins. Margrét er hæstánægð með starf afmæl- isnefndar sem hún fékk til liðs við safnið til að skipuleggja hátíðahöldin og horfa til framtíðar. „Afmælisnefndin hefur unnið að áhugaverðum áherslum á afmælisárinu sem tileinkað er æskunni og samvinnu almennt. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, er formaður nefndarinnar og hefur verið okkur mikil hvatning. Við höfum notið góðs af víðsýni frú Vigdísar og menn- ingarlegri hugsun. Einnig hefur Sverrir Kristinsson, formaður vinafélags safnsins, Minja og sögu, unnið náið með nefndinni og deilt með henni áhugaverðri sýn. Í þessu sambandi skipta nýju safnalögin líka miklu máli en fyrir vikið komum við út sem sterk- ari stofnun fyrir samfélagið. Það skiptir höf- uðmáli – söfn eru ekki til fyrir sig sjálf, heldur þjóðina.“ Margrét segir starfsmenn safnsins heldur ekki liggja á sínu liði. „Starfsmenn hafa allir sem einn lagst á árarnar á þessu merkisári og unnið ósérhlífið starf með fagmennskuna að leiðarljósi. Fagmennska er auðvitað ekk- ert annað en vandvirkni og af henni á starfs- fólk safnsins nóg. Það er engin tilviljun að Þjóðminjasafnið hefur hlotið ýmsar við- urkenningar á síðustu árum, fyrir endurbæt- urnar á safninu, aðgengismál og vinnuvernd. Af þeim árangri erum við stolt. Safn er aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn.“ Starfsmenn Þjóðminjasafnsins eru í óða-önn að setja upp sjálfa afmælissýn-inguna í Bogasalnum þegar sendinefnd frá Morgunblaðinu ber að garði. Silfur Ís- lands kallast hún og verður opnuð í dag, sunnudag, kl. 15. Svo sokkið er fólk niður að það lítur varla upp úr verkefnum sínum. Inni í glerrými í salnum baðar sjálfur hönnuður sýningarinnar, Steinunn Sigurðardóttir, út öllum öngum. „Mikið tekur þú þig vel út í þessu búri,“ segir Ragnar Axelsson ljósmynd- ari laufléttur á brún. „Nú er bara að fylla það af vatni.“ Þau skellihlæja. Á sýningunni eru sýndir silfurgripir af ýmsu tagi, skart, kirkjuáhöld og borðbún- aður. Allt gripir smíðaðir af íslenskum silfur- og gullsmiðum allt frá miðöldum og fram á nítjándu öld. Lögð er áhersla á handverkið, kunnáttuna, dýrmæti efnisins og hinar mis- munandi aðferðir svo sem víravirki, loftverk, drifsmíð og steypu. Silfur hefur tengst safn- inu frá upphafi og hér gefst kostur á að skoða silfursjóð þess auk gripa sem fengnir hafa verið að láni frá kirkjum á landsbyggðinni. Sýndir verða hátt í tvö þúsund gripir sem er svipaður fjöldi og á grunnsýningu safns- ins. „Þetta eru mjög fögur listaverk sem ættu að veita mörgum innblástur,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður en síðar á árinu kemur út bók eftir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörð, um silfur Íslands en hann hefur einmitt varið stórum hluta af sinni starfsævi í rannsóknir á því sviði. Sjálf er Margrét að leggja lokahönd á bók um sögu, starfsemi og áherslur Þjóðminja- safnsins en hún byggist að hluta á pistlum sem Margrét skrifaði fyrir Sunnudagsmogg- ann. Bókin mun koma út á safnadaginn í júlí. Í Horninu verður einnig opnuð í dag sýn- ingin Silfursmiður í hjáverkum, þar sem að- stæðum silfursmiðanna er lýst og sjónum beint að verkstæði Kristófers Péturssonar á Kúludalsá, sem var mikilvirkur silfursmiður á sinni tíð. Kristófer átti aðeins fjögurra mán- aða nám í greininni að baki, enda var hann fyrst og fremst bóndi, sem stundaði silf- ursmíði í hjáverkum. En sköpunarþörfin var rík. Verkstæði Kristófers er varðveitt í Þjóð- minjsafninu með öllum þeim áhöldum sem þurfti til smíðanna. Ljósmyndir frá 1970-90 Í Myndasalnum er nú sýnt yfirlit af ljós- myndum fjórtán íslenskra ljósmyndara frá á árunum 1970-90. Sýningunni lýkur 26. maí og 8. júní tekur við sýning á verkum Sigfúsar Eymundssonar sem var frumkvöðull í ljós- myndun á Íslandi. Á Veggnum stendur nú yf- ir sýning á ljósmyndum Harðar Geirssonar. Á Torginu verða fjölbreyttar sýningar á af- mælisárinu en þær standa að jafnaði í styttri tíma. Má þar nefna sýningu um Minjar og sögu vinafélag safnsins. Þá er í forsal á þriðju hæð í gangi sýning sem nemendur í safn- afræði við Háskóla Íslands hafa unnið í sam- starfi við starfsmenn safnsins. Nefnist hún Bak við tjöldin og fjallar um tilurð og eðli safna og þann leyndarhjúp sem er yfir safn- gripum og fortíðinni. Loks er ónefnd grunnsýning Þjóðminja- safnsins, Þjóð verður til, en hún er hugsuð sem ferðalag í gegnum tímann sem hefst í knerri landnámsmanns sem sigldi yfir opið haf til nýrra heima og lýkur í flughöfn nú- tímans, hliði Íslendinga að umheiminum. Við þetta má bæta að í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 21:10 verður sýnd heimildarmynd um Þjóðminjasafnið, Lífið í safninu, á RÚV. Þá efna Danir til málþings ytra um starf- semi Þjóðminjasafnsins dagana 1. til 3. mars, Hátt í tvö þúsund silfurgripir á afmælissýningu Hér getur að líta muni sem verða á sýningunni Silfur Íslands. 11-12.30 Barnaleiðsögn með börn- um í þjóðbúningum. Tíu börn segja gestum frá uppáhaldsgripnum sínum. 12-12.30 Ungir ballettdansarar skemmta. 12.30-14 Listasmiðja, börn teikna uppáhaldsgripinn sinn. 13-13.30 Sigurvegarar „Dans, dans, dans“ dansa sigurdansinn sinn. 13.30-14 Þrjátíu ungir fiðluleikarar spila og syngja afmælissönginn með gestum. 15 Formleg opnun sýningarinnar Silf- ur Íslands í Bogasal. Kvennakór Há- skóla Íslands syngur ásamt táknmáls- túlki. 18.30-19 Óvænt atriði með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. 19-20.30 Ungir tónlistarmenn spila víðsvegar um safnið. Kammerhópar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og söngtríóið Mr. Norrington skemmta gestum og skapa stemningu í kringum safngripi. 20.30-21 Ylja skemmtir í Myndasal. 21-21.30 Hjaltalín spilar í Myndasal. DAGSKRÁIN 24. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.