Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag klukkan 14 verða í fyrsta skipti leikin hér á landi verkin sem þá heyrast en þau eru eftir barokktónskáldin Frantisek Jir- anek, Christoph Graupner og Antonio Cald- ara. Verkin voru öll samin á tímabilinu 1699 til 1742. Flytjendur eru þau Erla Dóra Vogler, Brjánn Ingason, Snorri Heimisson, Kjartan Óskarsson, Sigurður I. Snorrason, Una Sveinbjarnardóttir, Gerhild Hammer, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Richard Korn og Snorri Örn Snorrason. Tónskáldin voru misþekkt á sinni tíð en eitt þeirra, Antonio Caldara sem fæddist í Feneyjum, var eitt afkastamesta tónskáld sögunnar. Verk hans skipta þúsundum. FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI BAROKKVERK Hljóðfæraleikararnir á æfingu. Tvö tónskáld- anna voru þekkt á sinni tíð, það þriðja ekki. Margrét Pétursdóttir og Valgeir Skagfjörð flytja söguna af Flumbru og tröllastrákunum. Möguleikhúsið sýnir „Ástarsögu úr fjöll- unum“, tónleik fyrir börn eftir Pétur Eggerz og Guðna Franzson, í Gerðubergi á sunnu- dag klukkan 14.00. Verkið byggist á samnefndri sögu Guð- rúnar Helgadóttur um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta. Leik- gerð og söngtextar eru eftir Pétur, sem einn- ig annast leikstjórn, en Guðni er höfundur tónlistar. Verkið var frumsýnt í vor, en síðan hafa mannabreytingar orðið og nú eru það leik- og söngkonan Margrét Pétursdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Skag- fjörð sem flytja söguna. SÝNING MÖGULEIKHÚSSINS ÁST Á SVIÐI Rósalind Gísladóttir mezzósópran og píanó- leikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir koma fram á Tíbrártónleikum í Salnum á sunnudag klukkan 17. Flytja þær ljóðaflokk eftir Britten, aríur eftir Verdi, Mascagni og Rossini og þekkt lög úr söngleikjum eftir Kern, Loewe og Gershwin. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikar Rósa- lindar en athygli vakti í fyrra þegar hún bar sigur úr býtum í alþjóðlegu Barry Alexander söngvarakeppninni og söng við það tilefni í Carnegie Hall í New York. Í nóvember 2011 söng hún hlutverk Greifynjunnar í verðlauna- gjörningi Ragnars Kjartanssonar á Performa- hátíðinni þar í borg. Rósalind er í Óp-hópnum og hefur sungið á yfir 30 tónleikum með honum. SÖNGTÓNLEIKAR RÓSALINDAR SÖNGUR Í TÍBRÁ Rósalind Gísladóttir Fiðlan verður í forgrunni á tónleikumtveggja kunnra og snjallra fiðluleikaraá tónleikum í Seltjarnaneskirkju á sunnudag klukkan 16. Þar leika þær El- isabeth Zeuthen Schneider og Guðný Guð- mundsdóttir ásamt píanóleikaranum Richard Simm. Efnisskráin er fjölbreytileg með áherslu á norræna rómantík fyrir einleiksfiðlu og fiðludúó með og án píanóleiks. Ókeypis er á tónleikana, í boði hljóðfæraleikaranna og Seltjarnanesbæjar. „Já, við viljum bjóða fólki,“ segir Guðný. Elisabeth Zeuthen Schneider er einn kunn- asti fiðluleikari Danmerkur og hefur verið að- stoðarkonsertmeistari í Konunglegu dönsku sinfóníuhljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit danska ríkisútvarpsins, en kennir nú við Kon- unglegu listaakademíuna. Hún hefur gefið út fjölda geisladiska, þar á meðal öll einleiks- verk Bachs fyrir fiðlu, allar Schumann- sónöturnar og mikið af norrænum óþekktum verkum. Léku saman í Danmörku Guðný segir að Elisabeth hafi verið gesta- kennari í Listaháskóla Íslands í vikunni, í tengslum við samstarf tónlistarháskóla á Norðurlöndum. Hún segir að þegar kennarar fari á milli landa að kenna við aðra skóla noti þeir iðulega tækifærið til að halda tónleika. „Við Elisabeth höfum þekkst töluvert lengi og hún hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands, hún hefur til að mynda leikið með Tríói Reykjavíkur. Ég hef farið til Danmerk- ur að kenna við Konunglega akademíið og var þar síðast í október og þá héldum við saman tónleika. Nú endurtökum við pró- grammið nema að hér er fókusinn meira á henni, hún leikur fleiri einleiksverk, en ég lék hinsvegar fleiri í Danmörku,“ segir Guðný. Hún segir að síðast hafi þær leikið í hverf- iskirkju Schneider í Virum í úthverfi Kaup- mannahafnar. „Og þar sem ég bý á Seltjarn- arnesi bauð ég kirkjunni okkar hér upp á þessa tónleika.“ Leika fjölbreytileg verk „Elisabeth leikur verk eftir sænska höfunda á tónleikunum. Þetta er rómantísk og ljúf tón- list sem minnir á stíl Sveinbjörns Svein- björnssonar. Síðan leikum við eitt þekktasta verkið fyrir tvær fiðlur, sónötu eftir Prokof- fiev, fyrstu tvo þættina, barokksónötu og loks nokkra af dúettunum eftir Bartók. Það verð- ur fjölbreytni í þessu. Elisabeth er mikill bar- okksérfræðingur, hún spilar líka á barokk- fiðlu og hefur nýlokið við að hljóðrita allar sónötur Corellis á hana. Hún hefur hljóðritað mikið og einbeitir sér auk þess að kennslu og leik á tónleikum,“ segir Guðný. SNJALLIR FIÐLULEIKARAR KOMA FRAM Í SELTJARNANESKIRKJU TVEIR AF KUNNUSTU FIÐLULEIKURUM NORÐURLANDA, ELISABETH ZEUTHEN SCHNEIDER OG GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, KOMA FRAM ÁSAMT RICHARD SIMM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Guðný Guðmundsdóttir Elisabeth Zeuthen Schneider Bjóða til fiðluveislu Menning U m síðustu mánaðamót var opn- uð í nýjum og flennistórum sýningarsölum stjörnugallerís- ins Hauser & Wirth í Chelsea-hverfinu í New York, viðamikil sýning sem ber heiti listamann- anna: „Dieter Roth. Björn Roth“. Á sýning- unni er sjónum beint að verkum sem urðu til í samstarfi feðganna Dieters (1930-1998) og Björns. Vegur Dieters Roth hefur farið sívaxandi í hinum alþjóðlega listheimi. Hann er númer 39 á lista Artfacts.net yfir 100 áhrifamestu myndlistarmenn samtímans, verk hans má sjá í mörgum kunnustu listasöfnum heims og eins og gefur að skilja hefur því verið mikið fjallað um þessa nýju sýningu vestanhafs. Hluti myndverkanna er fenginn að láni frá stofnunum en önnur koma frá Birni og fjöl- skyldunni; þetta eru stór og mikil verk og sem dæmi er sagt í umfjöllun The New York Times að ekki sé á færi annarra en stórra safna og „óligarka“ að eignast þau. Vinnu- ferlið við uppsetninguna hefur líka vakið um- talsverða athygli, enda unnu Björn og synir hans, Oddur og Einar, hörðum höndum í söl- unum í fimm vikur við uppsetninguna. „ Mér var boðið að setja upp opnunarsýn- inguna í þessu gríðarstóra sýningarými. Það var mikill heiður,“ segir Björn Roth. Hann er kominn heim frá New York og floginn austur á Seyðisfjörð, þar sem hann leiðir verkefni útskriftarnema í Listaháskóla Ís- lands. Hann segir eigendur Hauser & Wirth, sem reka fimm heimskunn gallerí, hafa boðið honum að ráða hvernig sýningin yrði. „Þetta er sýning eins og þær sem við pabbi gerðum saman, þar sem við fylltum stóra sali með dóti,“ segir Björn. „Iwan Wirth, eigandi gallerísins, lagði til að áhersla yrði lögð á samstarf okkar pabba. Þá lá beint við að synir mínir, þeir Oddur og Ein- ar, myndu aðstoða mig. Þeir eru gríðarlega öflugir í svona stórum verkefnum. Oddur er farinn að fást mikið við myndlist og við höf- um verið að gera allskyns hluti saman. Einar er að læra að fljúga, og þeir Oddur vinna saman við smíðar þar á milli.“ Rekinn úr Myndlistarskólanum Þemað er samstarf feðganna og stór verk. „Sum verkanna sem við settum upp eru sjaldan sýnd því þau eru of stór fyrir gallerí og söfn. Til dæmis eru þarna tvö málverk sem eru sex sinum þrír metrar, gólfin frá vinnustofu okkar á Bala í Mosfellsbæ eru bæði, þau eru sex sinnum tólf metrar, og svo stórar innsetningar eins og „Stóra borð- rústin“ sem var sýnd í Listasafni Íslands ár- ið 1995, Síðan er svo hátt til lofts þarna að við gátum reist þennan sex metra háa og skemmtilega súkkulaðiturn.“ Björn segir sýninguna að vissu leyti vera sögu samvinnu þeirra feðga í tvo áratugi. „Ég var rekinn úr Myndlista- og hand- íðaskólanum 1978, og rekinn úr MR árið áð- ur,“ segir hann og hlær, „og þá flutti ég út til Þýskalands og fór að vinna með Dieter. Áttundi áratugurinn var dýrðartími list- sala sem sátu með Havana-vindla í fínum jakkafötum og seldu myndlist til hægri og vinstri. Dieter var orðinn leiður á þessum gráa bisness, sem var mikið undir borði og skrýtinn, og hann hreinlega sagði listsöl- unum stríð á hendur. Þeir höfðu reyndar reddað honum því fé sem hann átti, en þá flúðum við eiginlega frá Þýskalandi til Sviss. Næsta áratuginn héldu nokkrir svissneskir safnarar í okkur lífinu, og einn þýskur.“ Það var ekki fyrr en árið 1997 sem þeir feðgar gerðu aftur samning við gallerista, en það var Iwan Wirth. Ég hélt áfram Nú eru nær fimmtán ár liðin frá andláti Die- ters. Er enn mikið af verkum í dánarbúinu? „Í öll þessi ár hef ég staðið á bremsunum og ekki viljað selja. Það varð síðan að sam- komulagi við galleríið að við flýttum okkur ekkert að því, við reynum að vinna mark- visst með verkin. Nú erum við fyrst og fremst að sýna þau og kynna – en verðum alltaf að selja eitthvað öðru hvoru, til að eiga fyrir salti í grautinn.“ Þegar þessar stóru sýningar hafa verið opnaðar með verkum Roth-feðga, þá hafa þeir mætt með lið aðstoðarmanna og unnið að uppsetningunni, jafnvel vikum saman. „Það er gaman að vinna svona að stórum sýningum,“ segir Björn. „Við pabbi byrj- uðum á þessu í Holderbank í Sviss árið 1992. Þar var Dieter boðið að setja upp sýningu í SÝNING Á STÓRUM VERKUM DIETERS OG BJÖRNS ROTH OPNUÐ Í NÝJU GALLERÍI Í NEW YORK „Sýning eins og þær sem við pabbi gerðum saman“ BJÖRN ROTH VANN ÁSAMT SONUM SÍNUM, ODDI OG EINARI, AÐ UPPSETNINGU SÝNINGARINNAR „DIETER ROTH. BJÖRN ROTH“ SEM VAR OPNUÐ Í HAUSER & WIRTH-GALLERÍINU Í NEW YORK Á DÖGUNUM. Í VIÐAMIKILLI SÝNINGUNNI ER LÖGÐ ÁHERSLA Á SAMSTARF FEÐGANNA SEM STÓÐ Í TVO ÁRATUGI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Björn Roth ræðir við gesti við opnun sýning- arinnar. Mikið hefur verið fjallað um hana. Ljósmynd/Bjarni Grímsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.