Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 É g byrjaði að hugsa um hljóðfæri í þessum anda í september 2011, þegar ég fór að leggja drög að lokaverkefni mínu við Listaháskóla Íslands,“ segir Úlfur Hansson tónlistar- maður. Hann hlaut í vikunni Ný- sköpunarverðlaun forseta Íslands en þau eru árlega veitt náms- mönnum sem hafa unnið fram- úrskarandi starf við úrlausn verk- efnis sem styrkt hefur verið af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verðlaunin hlaut Úlfur fyrir nýtt hljóðfæri, 26 strengja rafstrokna hörpu sem hann kallar OHM. Harpan er með snertitökkum og að auki sjálfspilandi með sérsmíð- uðu tölvuforriti. Í lýsingu á þess- ari hugvitssamlegu hörpu segir að með henni sé hefðbundnu samspili snertingar, viðbragðs og tóns á strengjahljóðfæri umturnað. Ytri umgjörðin er sótt á persónulegan hátt í heim klassískra tréhljóð- færa. „Ég var á nýmiðlabraut og var að velta fyrir mér hvað ég gæti gert sem lokaverkefni. Mig lang- aði að gera eitthvað akústískt með kammerhljómsveit sem væri staf- rænt um leið. Mér datt í hug að þessir heimar gætu mæst í svona hljóðfæri,“ segir Úlfur. Hann sá fyrir sér hljóðfæri sem væri algjörlega stafrænt en akúst- ískt á sama tíma. „Raftónlist ein- skorðast venjulega við hátalara eða hljómflutningskerfi, en þessari hörpu er hægt að stýra með tölv- unni og láta hana spila raftónlist, sem er samt sem áður akústísk vegna hljómkassans – og þrívíð í þeim skilningi,“ segir hann. „Ég notaði frumgerðina í loka- verkinu mínu þegar það var flutt á tónleikum í Hörpu í maí. Í kjöl- farið sótti ég um rannsókn- arstyrkinn hjá Rannís, en hann gerði mér kleift að nýta allt sum- arið í að betrumbæta og ljúka við hönnunina. Ég þurfti að fínpússa ýmsa þætti til að fá þýðari tón og gera hörpuna notendavænni. Mikil hug- búnaðarvinna er í kringum þetta og svo er rafkerfið sérsmíðað. All- ar koparspólur eru til dæmis vafðar í höndunum með borvél og koparþræði, ég hafði ekki efni á öðru. Loks var trésmíðavinnan mikilvæg og tímafrek, og auðvitað hljómbotninn utan um hörpuna, sem ég gerði með pabba.“ Þakkar netsamfélaginu Þrátt fyrir að hljóðfærið spretti úr heimi raftónlistar sækir það útlitið í heim hefðbundinna við- arhljóðfæra og á Úlfur ekki langt að sækja þá nálgun; leiðbeinand- inn við smíðina var faðir hans, Hans Jóhannsson hljóðfærasmiður. „Pabbi er ótrúlega flinkur smið- ur og sérfræðingur í akústík. Það var skemmtilegt að geta eytt öll- um þessum tíma með honum,“ segir Úlfur og bætir við að það hafi eflaust haft mikil áhrif á þá ákvörðun hans að smíða sér hljóð- færi að faðir hans er þessi kunni hljóðfærasmiður. „Ég er alinn upp við að það sé ekkert mál að smíða hvað sem er og bjarga sér. Það hefur alltaf verið andinn á heimilinu að það þurfi ekki að kaupa neitt, heldur sé betra að smíða hlutina sjálfur. Ég fíla það mjög vel. Ofan á það bætist svo hvaðan verkþekking kemur yfirleitt. Hún kemur ekki endilega úr skólum, því flest sem ég þurfti að tileinka mér við að smíða þessa hörpu kemur af netinu. Ég hafði til dæmis aldrei lóðað neitt saman fyrr en ég fór að smíða hörpuna en netið er orðið það magnað að þar er hægt að fræðast ókeypis um allt mögulegt. Á netinu er líka hægt að hafa uppi á ótrúlega mörgum sem eru til í að leggja manni lið; þar er auðvelt að verða sér úti um allra handa sérfræði- þekkingu. Það þarf bara að slá inn rétta leitarorðið. Harpan er ekki enn orðin alveg eins og mig langar að hafa hana, en þegar hún verður fullmótuð langar mig að gefa netsamfélaginu eitthvað til baka fyrir þá aðstoð sem það veitti mér. Ég ætla því að taka saman tækniteikningar og upplýsingar um verkefnið til nið- urhals.“ En það þýðir ekki að þeir sem vilja smíða sér hörpu ráði við að smíða jafnfallega umgjörð. „Nei,“ segir Úlfur og brosir. „Þar er það sérstaka sem enginn getur tekið frá mér. En þessi opni upplýsingaheimur er svo magnaður og sú forritunarþekking sem ég bý yfir byggist á því að finna upplýs- ingar á netinu. Maður þarf samt að vera með ákveðna þráhyggju, fá verkefnið á heilann til að það gangi upp …“ segir hann og hlær. Úlfur útskrifaðist frá Listahá- skólanum í vor og er orðinn tón- smiður að mennt, hyggst hann halda áfram á þeirri braut? Plata í heimsdreifingu „Já, því fyrst og fremst ætla ég að einbeita mér að því að vera tónlistarmaður,“ segir hann. Tón- listarsköpun Úlfs hefur verið fjöl- breytileg. Hann hefur leikið með dauðarokkshljómsveitum, fór í heimsferðalag sem bassaleikari hljómsveitar Jónsa, þegar hann fylgdi eftir plötunni Go, árið 2008 gaf hann út plötuna Sweaty Psalms undir listamannsnafninu Klive og í fyrra kom síðan út í Japan platan White Mountain þar sem hann notar listamannsnafnið Úlfur. „Þótt ég hafi lengi verið að semja er stutt síðan ég ákvað að vinna eingöngu að tónlist og nú á hún hug minn allan – alla daga,“ segir hann. „Ég einbeiti mér nú fyrst og fremst að þessari fyrstu sólóplötu sem ég gef út sem Úlf- ur. Hún kom reyndar út í febrúar í fyrra í Japan en kemur núna út fimmta mars, með lítilsháttar breytingum, á öllum öðrum mörk- uðum á vegum bandaríska útgáfu- fyrirtækisins Western Vinyl. Fyrir utan að vinna í hörpunni hefur orka mín helst farið í að búa til flott tónleikasett svo hægt sé að spila tónlistina í hljómsveit á tón- leikum. Ég hef því fengið til liðs við mig skara af hljóðfæraleik- urum til að kynna plötuna og við vonumst til að fara í tónleikaferð um Evrópu í haust. Hvert lag á White Mountain er að stórum hluta unnið úr vett- vangsupptökum sem ég tek í ferðalögum. Ég reyni að nota upptökutækið líkt og myndavél þegar ég er á ferðinni, tek upp það sem á vegi mínum verður. Eitt lagið er til dæmis sett saman úr vatnshljóðum buslandi frænda í útilegu sem tvinnast saman við hljóð úr fuglsungum sem ég fann í hreiðri í Chicago. Þetta gerir það að verkum að efniviðurinn verður persónulegri – myndar eins konar „collage“ af minningum – sem gerir mér kleift að vinna á dýptina við forrit- unarhluta ferlisins. Ætli ég sé ekki að leita að meiri náttúru í raftónlistinni, fá hana til að anda.“ Námið veitti innblástur Þegar Úlfur er spurður hvað námið í Listaháskólanum hafi gef- ið honum til að takast á við tón- listarferil segir hann það heyrast vel í muninum á plötunni sem hann sendi frá sér 2008 og þeirri nýju. „Sú fyrri var mjög rafræn en sú nýja byggist meira á klass- ískum tónsmíðum. Ég byrjaði í Listaháskólanum skömmu eftir að fyrri platan kom út. Ég tel mig heppinn að hafa komist inn í skól- ann, því þótt ég hefði góðan tölvugrunn fyrir nýmiðlana hafði ég litla þjálfun í kontrapunkti og öðru slíku. Í skólanum fékk ég tækifæri til að læra hljóðfæraút- setningar, hljómfræði, kontra- punktinn og fleira sem hefur veitt mér innblástur, en ekki síður meira vald yfir því sem mig lang- ar að gera. Ég er þakklátur fyrir veru mína í skólanum og stefni nú á mastersnám í tónsmíðum í Bandaríkjunum.“ Lifandi stafræn tónlist Þessa dagana er Úlfur að vinna með hópi leiklistarnema sem und- irbúa sem útskriftarverkefni sýn- ingu á Draumi á Jónsmessunótt í leikstjórn Stefáns Jónssonar. „Ég sé um tónlistina í verkinu. Þar nota ég meðal annars svipað raf- kerfi og er í hörpunni, en í leik- húsinu spilar það á píanó sem er búið að taka í sundur. Það verður sem sagt lifandi stafræn tónlist í sýningunni,“ segir Úlfur. ÚLFUR HANSSON HLAUT NÝSKÖPUNARVERÐLAUN FORSETA ÍSLANDS FYRIR HÖRPUNA OHM Heimar mætast í hljóðfærinu „NETIÐ ER ORÐIÐ ÞAÐ MAGNAÐ AÐ ÞAR ER HÆGT AÐ FRÆÐAST ÓKEYPIS UM ALLT MÖGULEGT,“ SEGIR ÚLFUR HANSSON SEM SÓTTI Í NETHEIMA ALLAR UPPLÝSINGAR SEM ÞURFTI TIL AÐ SMÍÐA NÝSTÁRLEGT RAFHLJÓÐFÆRI. KASSANN VANN HANN MEÐ HLJÓÐFÆRASMIÐNUM FÖÐUR SÍNUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Fyrst og fremst ætla ég að einbeita mér að því að vera tónlistarmaður,“ segir Úlfur. Hann er hér við verðlauna- hörpuna OHM. „Ég er alinn upp við að það sé ekkert mál að smíða hvað sem er og bjarga sér,“ segir hann. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.