Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Tíminn líður hratt á gervihnatta- öld. Og enn hraðar á öld þrívídd- arprentunar, sem er til umfjöll- unar í blaðinu í dag. Talið er að sú tækni að geta „prentað“ út hina ólíklegustu hluti eigi eftir að geta bjargað mannslífum því einn dag- inn verði hægt að prenta út líffæri, eins ólíklega og það hljómar. Björk Jakobsdóttir leikkona hefur verið öflug í að setja upp ný leikverk. Verkið Blakkát sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu hefur notið mikilla vinsælda líkt og verk henn- ar Sellófan gerði fyrir nokkrum árum. Í viðtali gagnrýnir hún það sem hún kallar snobb fyrir hinu skrítna og bendir á að leikverk sem fáir skilja (en enginn þorir að viðurkenna að hann skilji ekki) njóti gjarnan styrkja framyfir vin- sæl verk sem höfði til margra. Hjónin Sigríður Arnardóttir og Kristján Franklín Magnús ræða um hjónabandið og ástina. Þau telja lykilinn að góðu hjónabandi fólginn í að gefa hvort öðru tíma. Oft þurfum við tíma til að skilja heiminn og hvert annað … og til að skilja tæknina. En sumir geta ekki sætt sig við það þegar tíminn er á þrotum og ganga hreinlega aftur! Ágúst Guð- mundsson segir okkur frá nýrri kvikmynd sinni, Ófeigur gengur aftur, þar sem Laddi leikur drykk- felldan draug sem telur sig eiga ýmislegt óuppgert í jarðlífinu. Stundum er engu líkara en að við förum afturábak í tíma. Á tækniopnu fjöllum við um nýja fjármögnunarsíðu, Kickstarter, sem margir listamenn hafa nýtt til að fjármagna t.d. tónleika eða einhvers konar listviðburði áður en þeir eiga sér stað, ekki ósvipað og þegar sjálfur Mozart reiddi sig á framlög velgjörðarmanna til að geta unnið að nýju verki. Með aðstoð tækninnar geta velgjörðarmenn nú reitt féð fram hraðar. RABBIÐ Tíminn á tækniöld Eyrún Magnúsdóttir Ókeypis aðgangur er að tónleikunum í Hörpu en þar verður safnað fjár- framlögum og hljóðfærum, svo aftur megi óma tónlist í Kulusuk. Verndari söfnunarinnar er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Hrafn Jökuls- son, einn af aðstandendum söfnunarinnar, segir þetta eitt stærsta verkefni sem hann hafi tekið þátt í – með svo undraskömmum fyrirvara „Upp spratt mögnuð hreyfing sem var fljót að breiða úr sér. Það sýnir hvað taugar Íslendinga í garð sinna næstu nágranna eru sterkar. Það er skelfilegt að hjartað í Kulusuk hafi verið kramið í þessu fárviðri. Allir eru til í að vera með, tónlistarmenn að spila og einstaklingar og fyrirtæki að gefa aura og hljóðfæri. Auðvitað eru þessir tónleikar fyrst og fremst söfnun en um leið eru þeir veisla vináttunnar. Við gleymum því stundum að við eigum bestu nágranna í heimi. Grænlendingar líta á okkur sem sína bestu vini og eru okkur afar þakklátir fyrir þetta framtak,“ segir Hrafn. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram í Eldborg í dag eru Agent Fresco, Bjartmar Guðlaugsson, Bubbi Morthens, Digranes- kórinn, DJ Margeir, Erpur Eyvindarson, Fóstbræður, Haffi Haff, Jakob Frí- mann Magnússon, Jón Ólafsson, KK, Morgan Kane, Pálmi Gunnarsson, Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur, Unnsteinn í Retro Stefson, Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Antonía. Heiðursgestir á tónleikunum eru græn- lensku tónlistarmennirnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignaties- sen sem koma hingað til lands frá Kulusuk. KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, stendur að tónleikunum í Eld- borg í samvinnu við fjölmarga velunnara Grænlands á Íslandi. Helstu bak- hjarlar eru Flugfélag Íslands, Harpa tónlistarhús, Guide to Iceland, Skák- akademían, Barnaheill og Tónastöðin. KALAK hefur opnað söfnunar- reikning vegna brunans mikla í Kulusuk. Reikningsnúmerið er 0322-26-002082, kennitala 4303942239. Tekið er við hljóðfærum í Tóna- stöðinni, Skipholti 50d, og á tónleikunum í Hörpu í dag. Síðast en ekki síst er hægt að hringja í söfnunarsímana 901 5001 (1.000 krónur), 901 5002 (2.000 krónur) og 901 5003 (3.000 krónur). Hrafn kveðst sann- færður um að Íslendingar taki höndum saman um mikilvægt og gefandi verkefni. „Ég skora á fólk að slá á þráðinn og senda þannig kærar kveðj- ur til vina okkar og nágranna í Kulusuk.“ orri@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Styrmir Kári SAFNA FYRIR KULUSUK STÓRTÓNLEIKAR VERÐA HALDNIR Í ELDBORG Í DAG, LAUGARDAG, KL. 14 Í SAMSTARFI VIÐ TÓNLISTARHÚSIÐ HÖRPU, ÞAR SEM MARGIR ÞEKKTUSTU TÓNLISTARMENN OG HLJÓMSVEITIR LANDSINS STÍGA Á SVIÐ Í ÞÁGU ÍBÚA KULUSUK Á GRÆNLANDI, EN TÓNLISTARHÚSIÐ Í ÞORPINU BRANN TIL GRUNNA Í FÁRVIÐRI Á DÖGUNUM. Grænlensku tónlistar- mennirnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignatiessen. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Úrslitakeppnin í körfubolta: Keflavík – Stjarnan. Hvar? Toyota-höllin, Keflavík. Hvenær? Sunnudag kl. 19:15. Körfubolti Hvað? Óperu- tónleikar. Hvar? Í Kaldalóni, Hörpu. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Þóra Einarsdóttir sópran og Garðar Thór Cortes tenór syngja. Óperutónleikar Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Einar Mikael töframaður. Hvar? Í Austurbæ. Hvenær? Sunnudag kl. 19:30. Nánar: Meðal atriða verða heims- frægar sjónhverfingar, þar á meðal er kona söguð í sundur. Sjónhverfingar Hvað? Skonrokk. Hvar? Menningarhús- inu Hofi, Akureyri. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Margir af bestu rokksöngvurum þjóðarinnar ásamt magnaðri hljómsveit. Magni, Eyþór Ingi, Páll Rósinkranz, Pét- ur Guðmunds og Biggi Haralds flytja rjómann af bestu rokklögum allra tíma. Rokkveisla Hvað? Söngleikurinn Mary Poppins. Hvar? Borgarleikhúsið, stóra svið. Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 20. Mary Poppins Hvað? Afmælishátíð. Hvar? Á Kjarvalsstöðum. Hvenær? Sunnudag kl. 11-17 en þá eru 40 ár liðin frá opnun Kjarvalsstaða. Afmæli Kjarvalsstaða * Forsíðumyndina tók Golli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.