Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013
Sjálfstæðisbaráttu Ástu Ragnheiðar
má finna víðar stað en innan veggja
þingsins. Á fimmtudag lagði hún
fram frumvarp um að alþingissvæðið
yrði undir sérstökum skipulags-
lögum eins og þjóðgarðurinn á Þing-
völlum, þar sem þingið var stofnað,
og Keflavíkurflugvöllur sem varn-
arsvæði. Rökstyður hún það með því
að Alþingi sé friðheilagt samkvæmt
stjórnarskrá og enginn megi raska
friði né frelsi þess.
Ekki þarf að ganga gruflandi að
tilefninu, en ágreiningur hefur ítrek-
að risið milli Alþingis og Reykjavík-
urborgar um nánasta umhverfi
þingsins. Er það skoðun margra
þingmanna að lítið tillit hafi verið
tekið til þarfa þingsins. Það eigi ekki
síst við um Austurvöll, sem sé illa
hirtur og sóðalegur, og er til þess
tekið að styttan af Jóni Sigurðssyni
hafi ekki einu sinni verið lýst upp.
Steininn tók úr þegar listaverki
Santiagos Sierra um borgaralega
óhlýðni var komið fyrir gegnt Al-
þingishúsinu. Óskað var eftir að það
væri fjarlægt en það gerðist ekki
fyrr en daginn fyrir þingsetningu í
haust. Og fyrr en varði var það kom-
ið aftur á Austurvöll.
Þá þykir skjóta skökku við að
þingið hafi ekkert að segja um
skipulagsmál þegar gangstéttinni
við þinghúsið sleppir. Það sé t.d. á
valdi garðyrkjustjóra borgarinnar
að samþykkja tónleika á Austurvelli
ofan í þingfundi. Þá sé ástæða til að
skoða hvort takmarka eigi umferð
við Alþingi, en í búsáhaldabylting-
unni var vörubílum lagt fyrir utan
þinghúsið og legið á flautunni.
Ljóst er að frumvarpið ratar ekki
á dagskrá þingsins í þessari atrennu,
það stóð líklega aldrei til, en í því fel-
ast skýr skilaboð til þess sem tekur
við keflinu eftir kosningar.
Umdeilt listaverk við Alþingi.
Alþingi
helgi sér
svæði
H
itastigið hefur verið
við frostmark á Al-
þingi alla vikuna.
Og ekkert þokast í
samkomulagsátt í
óformlegum viðræðum forystu-
manna stjórnarflokkanna og stjórn-
arandstöðunnar.
Það varð til þess að Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir, forseti Al-
þingis, tók þá fordæmislausu
ákvörðun að neita að setja þinginu
dagskrá fyrr en eitthvað hefði
mjakast í viðræðunum. Þar með
greip forseti Alþingis inn í at-
burðarásina með afgerandi hætti
og setti Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra stólinn fyrir dyrn-
ar.
Villköttur?
Þess vegna var ekki boðað til þing-
fundar á miðvikudag. Mun rök-
stuðningur Ástu Ragnheiðar hafa
verið sá að komið væri fram yfir
síðasta starfsdag þingsins, sem
áætlaður hafði verið 15. febrúar, og
forsætisráðherra þyrfti að sýna
fram á tilganginn með frekari
þingfundum – að þeir væru til ein-
hvers. Samkvæmt heimildum olli
það skjálfta á stjórnarheimilinu og
féllu stór orð.
En þetta er ekki í fyrsta skipti
sem slær í brýnu milli Ástu og Jó-
hönnu og er óhætt að segja að
Ásta sé sá villiköttur sem Jóhönnu
hefur gengið hvað erfiðlegast að
smala. Nokkrum sinnum hefur soð-
ið upp úr í samskiptum þeirra. Til
að mynda var mikill þrýstingur á
forseta Alþingis frá stjórnarflokk-
unum að sleppa guðsþjónustu við
upphaf þinghalds í haust og gekk
mikið á á bak við tjöldin. Þá tók
Ásta Ragnheiður afdráttarlausa
ákvörðun um að halda sig við hefð-
ina. Það yrði messað.
Enn harðar var sótt að Ástu
Ragnheiði eftir umfjöllun Kastljóss
síðastliðið haust um störf ríkisend-
urskoðanda. Kröfðust þingmenn úr
stjórnarliðinu þess að hún léti hann
víkja og fyrir þeim hópi fór Val-
gerður Bjarnadóttir. En Ásta
Ragnheiður hrinti áhlaupinu og
mun afstaða hennar hafa verið að
embætti ríkisendurskoðanda væri
of mikilvægt til að vegið yrði að
sjálfstæði hans í störfum.
Lýðræðisleg niðurstaða
En óhætt er að segja að deilurnar
milli þeirra hafi aldrei rist dýpra
en í upphafi árs 2012. Þá sagði Jó-
hanna í viðtali í hádegisfréttum
RÚV að hún hefði gert tillögu um
Ástu Ragnheiði sem forseta Al-
þingis og hún hefði „enn“ ekki
komið með tillögu um breytingar á
því. Skömmu áður hafði Birgitta
Jónsdóttir lýst því yfir að hún væri
að safna undirskriftum þingmanna
til að fara fram á vantraust á for-
seta Alþingis.
Tilefnið var að Ásta Ragnheiður
setti mál Bjarna Benediktssonar á
dagskrá þingsins um að fella bæri
niður landsdómsmálið gegn Geir H.
Haarde. Mörður Árnason lét þau
ummæli falla á þeim tímapunkti að
kjósa ætti aftur um forseta Alþing-
is og ungir jafnaðarmenn ályktuðu
og lýstu vantrausti á störf hennar.
Við það tækifæri sagði Ásta Ragn-
heiður að hún reyndi að halda
trúnað við alla flokka og því héldi
hún sig til hlés frá pólitískum skoð-
anaskiptum. Þetta væri lýðræðisleg
niðurstaða og hana bæri að virða.
„Þarna var ég nú bara að greiða
atkvæði um að málið fengi fram-
gang í þinginu og ég hef nú talið
það skyldu mína sem þingforseta
að mál geti fengið að minnsta kosti
þann framgang að fara til nefnd-
ar,“ sagði hún í viðtali á RÚV.
Skrefið stigið
En það er þungt fyrir fæti núna í
þinginu. Innan beggja stjórnar-
flokka eru efasemdamenn um nýju
stjórnarskrárdrögin. Það var þægi-
leg taktík fyrir Jóhönnu að halda
málinu gangandi í þinginu á meðan
það er í slíkri biðstöðu og gagn-
rýna stjórnarandstöðuna fyrir mál-
þóf. Enda ljóst að stjórnarand-
staðan fellst ekki á neinar mála-
miðlanir korteri fyrir kosningar
sem fela í sér breytingar á stjórn-
arskrá.
En nú hefur forseti Alþingis
sýnt að hann hefur dagskrárvaldið
og er viljugur að beita því. Með því
tekur hann málin í sínar hendur og
þvingar formenn stjórnarflokkanna
að samningaborðinu. Þessi óvæntu
kaflaskil skýra ef til vill að Ólöf
Nordal lagði fram tillögu um að
þingi yrði frestað sl. föstudag, síð-
ar ef nauðsyn krefði, en hefðin er
sú að forsætisráðherra eigi frum-
kvæði að því. Stjórnarandstöðunni
var nóg boðið. Og síðar um daginn
brást forsætisráðherra við með því
að leggja fram samskonar tillögu.
Þar með er það Ástu Ragnheiðar
að setja þingfrestun á dagskrá.
Víst hafa aðstæður verið óvenju-
legar í þinginu á þessu kjör-
tímabili, ófriðurinn meiri en vant
er og sviptingarnar þannig að
vinstri stjórnin endar ferilinn sem
minnihlutastjórn. En Ásta Ragn-
heiður hefur gefið tóninn og stigið
skref í átt að því að gera Alþingi
og forseta Alþingis óháðari for-
sætisráðherra en venjan hefur ver-
ið hér á landi.
Þingheimur hefur látið ófriðlega á kjörtímabilinu í forsetatíð Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, en hún hefur forðast að láta draga sig inn í átökin.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skref í átt að meira
sjálfstæði Alþingis
ÁKVÖRÐUN ÁSTU RAGNHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, FORSETA ALÞINGIS, AÐ BEITA DAGSKRÁRVALDINU TIL AÐ KNÝJA
FRAM VIÐRÆÐUR ÞINGFLOKKANNA ER FORDÆMISLAUS. EN ÞAÐ ER EKKI FYRSTA RIMMAN VIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA.
* „Það liggja fyrir ýmis mál sem líkur eru á að verði kláruð, til dæmislagabreytingar út af Landspítalanum og Bakka. Jafnvel þó að allt smelli íviðræðum þingflokksformanna, þá tæki tvo til þrjá daga að ljúka þingstörfum.“
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
Ásta Ragnheiður og Jóhanna hafa ítrekað tekist á um störf Alþingis.
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Ómar
Þegar litið er yfir feril Ástu Ragnheiðar í forsetastóli er ljóst að hún
hefur lagt sig fram um að vera sjálfstæð í sínum störfum gagnvart
stjórn og stjórnarandstöðu. Það styrkir stöðu hennar að hún fékk yf-
ir 95% atkvæða þegar hún var kjörin.
Þessi afstaða sést meðal annars á því að hún hefur aldrei gert grein
fyrir atkvæði sínu á kjörtímabilinu og aldrei talað fyrir pólitísku máli.
Hún hefur þó beitt sér fyrir almennum málum, einkum þeim er varða
þingið, svo sem frumvarpi um rannsóknarnefndir þingsins þar sem
hlutverk þeirra er skilgreint.
SJÁLFSTÆÐUR FORSETI