Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 9
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 07.15Vakna við suðið í vekjaraklukkunni, feróviljug á fætur til að vekja börn og buru, sem gengur hálfbrösuglega þar sem kötturinn flækir sér utan um fætur mína, ég þarf að hafa mig alla við að detta ekki á andlitið, þetta gerist alla morgna! 07.50 Eftir að hafa borðað kornflex og hrökk-brauð, kyssi ég krakkana og manninn minn bless og þau halda af stað í skólann, ég loka dyr- unum á eftir þeim og stekk í sturtu! 08.30 Ég fer niður á Alþingisreit þar sem éger með aðstöðu fyrir rannsóknir mínar frá liðnu ári! Á bílaplaninu tekur á móti mér Ólafur Thorarensen, yfirmaður fasteigna á Alþingi, með bros á vör eins og alltaf, við spjöllum örlítið saman um heima og geima, ég lyftist öll upp enda Ólafur mikið eðalmenni. Ég fer svo inn á skrifstofu en þar er eng- inn og ekkert kaffi heldur, ég sest í sætið mitt og fer að skrifa. Í dag er ég að skrifa um silfur-armbauginn góða sem fannst í sumar, hann er aldursgreindur frá lokum 9. aldar, einstaklega mikilfenglegur gripur. Ég horfi á hann um stund og gleymi mér. Þannig fóru þau skrif. 10.00 Nú er það fundur með stelpunum mínumsem eru að vinna með mér. Fundur dags- ins fjallar um niðurstöður okkar úr uppgreftrinum á Alþingisreitnum 2012. Við erum að skila skýrslu fljót- lega og því ekki seinna vænna en að bera saman bæk- ur okkar! Niðurstaðan er vægast sagt spennandi og nú er bara að setja þetta allt saman í skiljanlegt sam- hengi! Góður fundur. Ég tek þó eftir því meðan á fundinum stendur að síminn minn hringir í sífellu! Eftir fundinn hringir síminn ... aftur, ég svara og á línunni er bóndi nokkur sem býr á Suðurlandinu, hann vill ræða við mig um Ferðalok. Hann er ánægður með þetta allt saman en vill þó benda mér á nokkra staði sem ég þurfi að skoða betur og þá með tilliti til Ís- lendingasagnanna, hann segir mér sögu um sig og fé- laga sína úr sveitinni og hvernig þeir sviðsettu bar- daga Gunnars á Hlíðarenda hér í gamla daga, þetta var gott og fræðandi símtal, en þónokkur slík hef ég átt undanfarnar vikur við fólk sem hringir og vill deila með mér sögum og öðru fræðandi um land og þjóð. Ég kveð hann með bros á vör. 12.00 Ég var svo skynsöm að byrja í ræktinniekki alls fyrir löngu, og fer því samvisku- samlega í tíma hjá mágum mínum tveimur í Crossfit XY í Garðabæ. Þar tek ég á því með góðu fólki, æf- ingin er góð og vonandi verð ég það einhvern dag- inn! 13.10 Mæti löðursveitt á fund með RakelGarðars og Ágústu Ólafs framleið- endum að Ferðalokum. Við fáum okkur kaffi, um- ræðuefni dagsins er Gísli Súrsson, langskipið Vé- steinn og sú staðreynd hve heppinn við erum að eiga svona stórkostlega leikara sem léðu okkur starfs- krafta sína í þáttunum. Ferðalok hafa verið okkur hugleikin í tæp tvö ár og því einstaklega gaman að sjá þættina lifna við á skjánum. 14.00 Ég stekk yfir á Alþingisreitinn og tekupp fyrri störf. Armbaugurinn góði bíð- ur þolinmóður eftir mér. Ég fer að ímynda mér sögu hans og brenna margar spurningar á mér. En þenn- an armbaug hefur eflaust mikilmenni borið. 16.30 Ég sendi þeim heiðursmönnum hjáFramkvæmdasýslu ríkisins línu, læt þá vita að ég er ekki horfin af yfirborði jarðar og að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þeir þekkja mig, ég sendi reikning þegar þarf að borga launin, ekkert vesen, ég fæ bros frá Jóni Ásbjörns til baka! 17.00 Ég fer á síðdegisfund með Hjalta ÞórVignissyni, bæjarstjóra á Höfn í Horna- firði. Við ræðum um Hornafjarðarsveitina, menning- ararfinn og þann mikla kraft sem þar býr, bæði í mönnum og náttúru. Ég get talað endalaust um hæðir og hóla. Við klárum kaffibollann og ákveðum að hittast aftur fljótlega og taka upp þráðinn. 17.30 Ég fer í Bjarkarhúsið í Hafnarfirði ogsæki stelpuna mína hana Álfhildi á fim- leikaæfingu, ég er svo heppin að eiga stóra stelpu sem gat keyrt hana þennan daginn á æfingu, en hún hafði einnig hlaupið undir bagga fyrir mig með því að koma bróður sínum á fótboltaæfingu í Kaplakrika nokkru áður, það er gott að eiga góða að. 18.30 Ég opna ísskápinn heima hjá mér, þarer ekkert spennandi nema kannski súr- mjólk. En næ að græja eitthvað ætilegt með því að sjóða grjónagraut og skera niður SS lifrarpylsu, það klikkar sjaldan. DAGUR Í LÍFI VÖLU GARÐARSDÓTTUR FORNLEIFAFRÆÐINGS Vala Garðarsdóttir hefur fengið ófá símtöl þar sem fólk vill deila með henni sögum og öðru fræðandi um land og þjóð. Morgunblaðið/Golli Get talað endalaust um hæðir og hóla RÍKISSJÓNVARPIÐ SÝNIR UM ÞESSAR MUNDIR ÞÆTTINA FERÐALOK, ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM ÍSLENDINGASÖGURNAR ÚT FRÁ SJÓNARHÓLI FORNLEIFAFRÆÐI OG BÓKMENNTA. VALA GARÐARSDÓTTIR, UMSJÓNARMAÐUR ÞÁTTANNA, LÝSIR HÉR DEGI Í LÍFI SÍNU. Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum fyrir bakveika í apríl – júní. Léttar gönguferðir með styrkjandi stöðuæfingum 3 í viku auk heimaverkefna og þegar líður á verk- efnið verður farið í léttar fjallgöngur. Bakmeiðsli er hvimleiður kvilli sem hrjáir stóran hóp fólks. Gönguferðir og styrkjandi æfingar geta í mörgum tilfellum gert gæfumuninn og komið fólki á beinu brautina á ný. Umsjónarmenn með gönguferðum í bakskólanum eru íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar. Sérstakur kynningarfundur fyrir bakskóla FÍ verður haldinn þriðjudaginn 26. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni. Ekki vera í baklás Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Bakskóli Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.