Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Ferðalög og flakk É g byrjaði að vinna hérna í janúar 2012. Er að vinna við jarðhitaboranir við nýja jarðhitavirkjun sem er ver- ið að byggja. Ég vinn 28 daga og er svo í fríi 28 daga. Þá 28 daga sem ég er í vinnu er ég í Taupo og gisti þar. Hina 28 daganna, sem ég er í fríi, geri ég eiginlega bara ná- kvæmlega það sem mig langar til hverju sinni. Hvort sem það eru ferðalög til útlanda eða eða innan Nýja-Sjálands,“ segir Valdimar Ellertsson, starfsmaður Jarðborana á Nýja-Sjálandi. Valdimar og félagar hans þar ytra hafa ferðast víða um nálæg lönd sem og innanlands þarna og gert margt skemmtilegt. „Ég er búinn að fá þrjú vaktafrí hérna. Einu sinni leigðum við okkur hús- bíl og keyrðum um suðureyjuna. Svo hef ég prófað fallhlífarstökk, teygjustökk, alvöru fjallahjól þar sem maður fer með kláf upp í fjall og brautin liggur beint niður fjall- ið, og margt margt fleira.“ Annar heimur neðansjávar Valdimar hefur einnig skoðað ná- læg lönd. Fór til Balí þar sem hann tók köfunarpróf. „Við fórum á Gili Trawanga þar sem við tókum tvö köfunarpróf sem hafa gagnast okkur mikið því á flestum stöðum er boðið upp á köfun og þar kemur maður í allt annan heim. Gili Traw- anga var sérstakur staður og sá staður sem mig langar mest að fara aftur til.“ Valdimar er ekki einn á báti, hann á kærustu, Jaimie Lovell, sem vinnur á olíuborpalli og er í sama vaktakerfi og Valdimar. „Við fórum til Taílands þar sem við vor- um í 28 daga að leika okkur og skoða okkur um. Á þessum ferðalögum held ég að ég hafi séð og fengið að leika mér við allt dýraríkið. Sat á krókódíl, lék við ungan, hvítan tígur, kyssti kóbraslöngu, lét fíl plata mig upp úr skónum, kafaði með 13 bull sharks eða nautháfum eins og þeir heita á íslensku, kafaði með skjald- bökum sem voru sennilega svona rúmlega 100 ára. Það mátti samt ekki fara á bak á þeim, en það hefði verið endalaus snilld,“ segir hann og hlær. Sendir ömmu alltaf kort Þó að Ísland sé langt í burtu hefur Valdimar farið tvisvar sinnum alla leið heim, í annað skiptið með Jai- mie. „Ég reyni að senda ömmu Jónu kort á tveggja vikna fresti og fór og heimsótti hana þegar ég kom síðast. Einnig kom ég með Jaimie til Íslands í janúar til að sýna henni alvöru vetur. Hún gekk á ís í fyrsta skipti og sá snjókomu líka í fyrsta skipti. Þú getur ímyndað þér hvað það var gaman að labba með henni þegar hún var að gá hvar hún ætti að stíga á ís- inn til að fljúga ekki á hausinn en var líka að horfa upp í loftið á snjókornin og flaug svo á hausinn.“ Í dag er Valdimar á lítilli eyju í miðju Kyrrahafi sem heitir Raro- tonga. „Ég held að það séu um 3000 kílómetrar í næsta McDo- nalds. Við erum hérna fjögur að slappa af. Ég, Jaimie og tveir vinnufélagar mínir. Í þetta skiptið er ég bara í stuttu fríi eða tvær vikur vegna vaktabreytinga. Næst er verið að spá í að fara til Skotlands en það getur breyst snögglega og við gætum endað á Fidji eða Bora Bora sem eru á list- anum sem og Kína og Japan og það er eiginlega hægt að telja endalaust upp af löndum og stöð- um sem mig langar að sjá.“ Valdimar segir að tíminn sé fljótur að líða þegar það er svona gaman. Árið 2012 hafi eiginlega þotið framhjá. „Tímin hefur aldrei liðið jafnhratt. Vinnan er fín þann- ig að sá tími er yfirleitt snöggur að líða. Fríin eru ennþá sneggri að líða. Ég get ekki sagt að mér leið- ist þetta neitt. Svo ég get ekki séð að ég sé á leiðinni heim neitt á næstunni. Við eigum um hálft ár eftir af samningi sem við erum með. En það tekur verkefni við eft- ir þetta verkefni. Í þessum geira sem ég er að vinna í er nóg að gera um allan heim. Ef maður nennir að vinna svona lengi að heiman. En ég á eiginlega hvergi heima þannig að þetta hentar mér ágætlega.“ „Þetta var ansi gaman.“ Í Gravity Canyon á rúmlega 200 kílómetra hraða. VALDIMAR ELLERTSSON Á FLAKKI Léku sér við allt dýraríkið VALDIMAR VINNUR ÁSAMT NOKKRUM ÖÐRUM ÍSLENDINGUM VIÐ JARÐHITABORANIR HJÁ JARÐBORUNUM Á NÝJA-SJÁLANDI. VAKTAFYRIRKOMULAGIÐ ER EINFALT. UNNIÐ Í 28 DAGA OG SVO ER FRÍ Í 28 DAGA. OG ÞÁ ER FARIÐ AÐ LEIKA SÉR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Við fórum áGili Trawangaþar sem við tókum tvö köfunarpróf Í vinnunni að kyssa frosk. Ekki allir sem geta sagt það. 60 g áferð að eigin vali Íslensk hönnun og framleiðsla nun frá 19 elja um lit o r. 24.300 E60- Klassísk hön Hægt að v Verð frá k

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.