Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Heilsa og hreyfing Það eru líklega margar ástæður fyrir því að rúmlega helm-ingur landsmanna hreyfir sig ekki nóg, en veitum ekki af-sökunum athygli. Leiðum frekar hugann að því af hverju fólk hreyfir sig, reglulega og jafnvel mikið. Í gegnum starf mitt sem einkaþjálfari hef ég orðið vitni að mörgu merkilegu sem fólk upplifir með því að byrja að hreyfa sig. Það er þessi aukna margumtalaða orka sem langflestir tala um. Það er ánægðara með sjálft sig, morg- unhressara, upplifir sig sterkara og létt- ara í lund, einbeittara, framtakssamara og glaðara. Það fær allt þetta fyrir góða venju, að hreyfa sig reglulega. Eins og fram kemur í greininni hér að ofan getur regluleg hreyfing ekki aðeins gert okkur líkamlega sterkari heldur einn- ig vitsmunalega. Þetta vita margir vinnuveitendur og hvetja og styrkja starfsfólk sitt til hreyfingar. Þeir vita að þeir fá það margfalt til baka í atorkusamara og skarpara fólki. Getur það ekki líka verið að þau fyrirtæki sem þekkt eru fyrir að hvetja starfsfólk til hreyfingar og veita svigrúm til þess, eru oftar en ekki ofarlega í árlegri könnun VR á Fyrirtæki ársins? Það kæmi mér ekki á óvart. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa sínar samfélagsskyldur og ein af þeim er að gefa líkamlegri hreyfingu gaum sem hluta af sterkara samfélagi, hvetja til hennar og stunda hana. Kannski er þetta líka spurning um viðhorf okkar til lífsgæða. Í hverju felast lífsgæði og hvernig forgangsröðum við þeim? Felast þau í kauphækkun fyrir vel unnin verk eða auknu heil- brigði með reglulegri hreyfingu? Mörg okkar myndu kannski velja kauphækkunina en við gætum varla notið hennar án heils- unnar. Með aukinni vellíðan tökum við frekar þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða. Sópum síður undir mottu því sem þarf að takast á við. Lífsgæðin aukast, lífsárum fjölgar og lífsgleðin eykst! Að hreyfa sig reglulega er líklega stærsta kauphækkun sem við sjálf getum gefið okkur. Hún er algjörlega undir okkur sjálfum komin og enginn get- ur framkvæmt hana fyrir okkur. HREYFING ER MESTA KAUPHÆKKUNIN * Kyrrseta hefur ekki aðeins nei-kvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan okkar, heldur samfélagið í heild. * Sýnt hefur verið fram á aðregluleg hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á hugræna getu fullorðinna en samkvæmt vef Landæknisembættisins benda rannsóknir til jákvæðra tengsla milli reglulegrar hreyfingar og minnkandi líka á Alzheimer- sjúkdómnum. * Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninleggur áherslu á að aukin hreyfing sé ekki aðeins samstarfsverkefni þeirra sem sinna heilbrigðis-, mennta- og íþróttamálum heldur einnig t.d. þeirra sem starfa að skipulags- og samgöngumálum sem og félags- og umhverfismálum. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf ALLIR VILJA VERA HEILBRIGÐIR EN FARA ÞÓ EKKI EINU FARSÆLUSTU LEIÐINA AÐ ÞVÍ. GETUM VIÐ ÁTT KRÖFU TIL LAUNA EF VIÐ HÖFUM EKKI UNNIÐ? A llir vita af margstaðfestum áhrifum reglulegrar hreyfingar á líkama okkar. Flestir vita líka af jákvæð- um áhrifum reglulegrar hreyfingar á andlega heilsu, s.s. á þunglyndi og depurð. En regluleg hreyfing er einnig talin hafa sterk jákvæð áhrif á hugræna getu og á hag- kerfið. Regluleg hreyfing og áhrif hennar á samfélagið Þegar talað er um reglulega hreyfingu er átt við miðlungserfiða hreyfingu sem krefst 3-6x meiri orkunotkunar en hvíld. Hjartsláttur og öndun heldur hraðari en venjulega en þó er hægt er að halda uppi samræðum. Dæmi um miðlungserfiða hreyf ingu eru röskleg ganga, garðvinna, heimilisþrif, að hjóla, synda eða skokka rólega. Margt getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði okkar, en rannsóknir benda til að regluleg hreyfing geti leikið aðalhlutverki í að auka lífsgæðin í víðasta skilningi þess orðs, það er líkamleg, andleg, vitsmunaleg og hagfræðileg áhrif. Almennt er talað um þau jákvæðu áhrif sem regluleg hreyfing getur haft á okkur lík- amlega eins og betri efnaskipti, minni vöðv- arýrnun, sterkara hjarta, betri blóðþrýstingur, betri kransæðar, meira þol, lægra kólesteról, meiri beinþéttni og svona mætti lengi telja. Þrátt fyrir þessa almennu vitneskju er kyrr- seta stórt og raunverulegt vandamál í íslensku samfélagi, en ýmsar vísbendingar eru um að kyrrseta hafi aukist í daglegu lífi Íslendinga t.d. ef litið er til aukinnar offitu og fjölgunar lífsstílssjúkdóma. Samkvæmt vef Landlæknisembættisins benda kannanir til að meirihluti fullorðinna hreyfi sig ekki í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu eða 30 mín. á dag. Ástandið er enn verra í Bandaríkjunum þar sem talið er að 74% fullorðinna hreyfi sig minna en 30 mín. á dag og ástand yngri kynslóða þar í landi er lítið betra. Áætlað er að í fyrsta sinn í sög- unni, munu yngri kynslóðir Bandaríkjamanna lifa óheilbrigðara lífi en foreldrar þeirra, ef ekki verður gripið til aðgerða. Til að hægt sé að snúa þessari þróun við þarf hver einstaklingur að líta í eigin barm og sjá að hann getur ekki aðeins aukið lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu heldur einnig haft jákvæð áhrif á samfélag sitt. Stundum hlustar enginn fyrr en byrjað er að tala um peninga Rannsóknir hafa einnig sýnt jákvæð tengsl milli hreyfingar og annars vegar hagkerfa heimsins og hins vegar hugrænnar getu. Hvað varðar tengsl milli hreyfingar fólks og hagkerfa hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) tekið saman kostnað vegna kyrr- setu fólks í fjölmörgum löndum, s.s. beinan kostnað á meðferðum vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og óbeinan kostnað vegna veikinda- fjarvista. Samkvæmt vef landlæknisembætt- isins telur stofnunin að kostnaðurinn samsvari minnst 5.000 krónum á hvern íbúa á ári eða minnst 9,4 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Lengi býr að fyrstu gerð Hvað varðar tengsl milli hreyfingar og hug- rænnar getu kemur fram í rannsókn sem getið er um í grein tímaritsins The Nature frá 2008 að jákvæð tengsl eru á milli líkamlegrar hreyf- ingar og ýmiskonar hugrænnar getu skóla- barna (4 til 18 ára). Þar kemur einnig fram að því fyrr sem hreyfing verður regluleg í lífi ein- staklings því meiri áhrif getur hún haft á að viðhalda og bæta hugræna virkni og andlega heilsu í gegnum allt lífsskeiðið. Þannig getur regluleg hreyfing frá unga aldri haft veruleg jákvæð áhrif á þróun og þroska heilastarfsem- innar. Niðurstaðan er þessi. Mikilvægi reglulegrar hreyfingar verður seint ofmetið. Hún getur haft jákvæð áhrif á líkamleg, andleg og hug- ræn lífsgæði og þannig aukið gæði samfélags- ins og haft jákvæð áhrif á buddu samfélagsins. Heimildir: www.landlaeknir.is | www.nature.com JÁKVÆÐ ÁHRIF HREYFINGAR Regluleg hreyfing er samfélagsmál FRÁ ALDAÖÐLI HEFUR VERIÐ RÆTT UM MIKILVÆGI HREYFINGAR OG FJÖLDI RANNSÓKNA HEFUR STAÐFEST ÞAU JÁKVÆÐU ÁHRIF SEM HREYFING HEFUR. NÚ NÝVERIÐ Á SAMFÉLAGIÐ Í HEILD SINNI. ÞVÍ MIÐUR ERU ATHAFNIR FÓLKS SAMT EKKI Í TAKT VIÐ RÁÐLEGGINGAR. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Regluleg hreyfing frá unga aldri hefur jákvæð áhrif á heilsu barna og fullorðinna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Algengar skýringar fyrir lítilli hreyfingu hjá fullorðnum eru tímaskortur og þreyta. Mik- ilvægt er því að gera sér grein fyrir að hreyf- ingin þurfi ekki að vera tímafrek eða erfið til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna almennt. Hér skiptir allt máli, eins og að nota stiga í stað lyftu, nota göngu og hjólreiðar sem ferða- máta, stunda garðvinnu eða þrífa heimilið. Alltaf eitthvað á hverjum degi. Lítil hreyfing getur gert gæfumuninn Morgunblaðið/Styrmir Kári Rannsóknir hafa leitt í ljós að þegar nánasta umhverfi hvetur til hreyfingar finnur fólk síð- ur fyrir hindrunum og er því líklegra til að stunda reglulega hreyfingu. Foreldrar og vinir geta haft mikil áhrif t.d. með því að sýna stuðning og vera fyrirmynd. Mikilvægt er að eiga greiðan aðgang að margs konar nátt- úrulegum svæðum til útivistar utan byggðar en einnig að hreyfing sé raunhæfur og auð- veldur kostur í byggð. Staðsetning og gæði grænna svæða, leikvalla og annarra íþrótta- mannvirkja hefur áhrif á nýtingu þeirra. Þá þurfa leiðirnar á milli áfangastaða að vera vel tengdar með stíganeti, sem er opið allan árs- ins hring, til að fólk velji göngu og hjólreiðar sem ferðamáta. Félagslegt og manngert um- hverfi hefur áhrif Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.