Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 24
*Heimili og hönnunKaffihúsið Mokka hefur staðið nánast óbreytt í meira en hálfa öld »27 É g féll fyrir menningu og gleði þeirra hér í Beirút strax við fyrstu heimsókn,“ segir arkitektinn Gulla Jónsdóttir í samtali við Huffington Post þar sem henni eru gerð góð skil fyrir nýjustu byggingar sínar. Hún hefur teiknað tvö hús hlið við hlið í miðbæ Beirút. Annað hvítt en hitt svart. Gulla er heimsþekktur arkitekt en hún var aðeins 19 ára þegar hún flutti frá Íslandi til Los Angeles. Nú á hún fyrirtæki á Íslandi, Los Angeles, New York og Mið- Austurlöndum. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun sína, meðal annars fékk hún verðlaun frá Esquire- tímaritinu sem hönnuður ársins. Verðlaunin fékk hún fyrir hönnun sína á veitingastaðnum Red O sem opnaður var árið 2010. Þá hefur hún tekið þátt í verkefnum eins og endurhönnun á einu af þekktustu kvikmyndahúsum Holly- wood og verið í samstarfi við Philippe Starck. Sá hannaði músina við PC-tölvur. Geri aðrir betur. Arkitektúr er karlaheimur og segist Gulla vera heppin að vinna með aðeins konur sér við hlið. „Ég hugsa ekki þannig að þetta sé vandamál heldur reyni ég að hugsa í lausnum og hvernig ég get gefið af mér í gegnum hönn- un.“ Gulla var að vinna að öðru verkefni í Líbanon þegar hún var kynnt fyrir samstarfsaðilum sem tóku henni opn- um örmum. Eftir fundahöld varð úr að hún yfirtók annað verkefni þar við hliðina á og miðbær Beirút mun því bera íslenskt yfirbragð. „Beirút var alltaf talin vera París Mið- Austurlanda og ég hef á tilfinningunni að borgin sé að koma til baka. Ég held að lífsgleðin sem ég finn hérna eigi þátt í hvernig ég teiknaði þessar tvær byggingar.“ Gulla segir að í hvíta húsinu, sem kallast Mhanna Beir- ut og er veitingastaður á tveimur hæðum með tignarlegum þakgarði, taki hún hluta úr arabískri arfleifð og setji í steypu. „Þar er ég að taka arabíska skrautskrift sem ég set í laufblaðsform. Í svarta húsinu, Supperclub, er einnig veitingastaður og klúbbur auk þess sem þar verður „dinner and a show“ þar sem hægt er að borða og njóta matar og drykkjar. Þar tek ég steina sem finnast á ströndinni hér í Beirút og geri form sem minnir helst á væng.“ Í viðtalinu er einnig spurt um þá byggingu sem Gulla hefði helst viljað taka þátt í að gera og stendur ekki á svari: „Fugls- hreiðrið í Peking. Mig langar að taka þátt í Ólympíu- leikum einhvern tímann á mínum ferli því mér finnst ótrú- legt hvað íþróttamenn geta gert. Mannslíkaminn heillar líka mikið sem form og það er hægt að gera hann að un- aðsfullum arkitektúr.“ Guðlaug Jónsdóttir arkitekt hefur skapað sér nafn í Bandaríkj- unum og víðar og hefur fengið mörg verðlaun. Byggir nú í Beirút. Morgunblaðið/Heiddi Supperclub sem er veitingastaður og klúbbur. Centerpoint, nýr veitingastaður í Vestur-Hollywood. Hannaður af Gullu. Arabísk skrautskrift í gluggunum. Glæsilegt. Mhanna Beirut er veitingastaður á tveimur hæðum með tignarlegum þakgarði. ARKITEKTINN GULLA JÓNS Svart og hvítt í Beirút GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR TEIKNAR TVÖ VEITINGAHÚS Í MIÐBÆ BEIRÚT. HÚSIN HAFA VAKIÐ ATHYGLI UM ALLAN HEIM ENDA GLÆSILEIKINN Í FYRIRRÚMI. GULLA SEGIR AÐ BEIRÚT SÉ AÐ VERÐA PARÍS MIÐ-AUSTURLANDA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.