Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 27
K affihúsið Mokka er algjör perla í miðbæ Reykjavíkur. Í þessu húsi við Skólavörðu- stíg 3a er ekki aðeins hægt að gæða sér á úrvals kaffi og vöfflum heldur líka njóta matar og drykkjar í góðum félagsskap, í rólegheit- um án tónlistar, í sérstaklega fallegu umhverfi. Morgunblaðið sagði Mokka „smekklegt og list- rænt“ í grein hinn 28. maí við opnun kaffihússins árið 1958 og eiga þessi orð ennþá vel við. Eins og sést á meðfylgjandi myndum hefur innréttingum Halldórs Hjálmarssonar ekki verið breytt, nema hvað efni hafa verið endurnýjuð eftir þörfum. Þetta eykur enn á sjarma staðarins enda húsgögnin þægi- leg og nytsamleg, rýmið er úthugsað, og mikil blessun að þarna hafi ekki öllu verið skipt út eins og á svo mörgum öðrum stöðum. Aftur til Morgunblaðsins 1958 sem vitnar til eig- anda kaffihússins Guðmundar Baldvinssonar. „Þegar hann var á Ítalíu við söngnám, kynnti hann sér hin ítölsku kaffihús er hafa á boðstólum hið víðfræga „expressokaffi“.“ Það hefur áreiðanlega haft sitt að segja um bless- unarlegan skort á breytingum að eigendur hafa ver- ið þeir sömu frá upphafi. Guðmundur er látinn en eiginkona hans, Guðný Guðjónsdóttir, lifir hann og reksturinn er enn í höndum fjölskyldunnar. Morgunblaðið lýsir kaffihúsinu svo við opnun: „Kaffihús þetta er mjög skemmtilegt. Geta má þess til dæmis að veggir eru allir klæddir með olíu- bornum hessianstriga, húsgögnin létt og með fallegu áklæði, ljóst teppi á gólfi. Á veggjum hanga mál- verk og myndir eftir Braga Ásgeirsson og Bjarna Jónsson, veggteppi er eftir Barböru Árnason og höggmynd eftir Jón Benediktsson svo nokkuð sé nefnt.“ Síðar í sömu grein er skemmtileg lýsing frá kaffi- smökkun. „Guðmundur bar síðan fram ýmis afbrigði af expressokaffinu og einnig tyrkneskt kaffi. Luku menn upp einum munni um að hér væri vissulega um ósvikið kaffi að ræða. Sumum fannst tyrkneska kaffið jafnvel taka hinu ítalska fram. Guðmundur sýndi gestum sínum expressokaffivélina, en kaffi- gerðin byggist á því að við gufuþrýsting frá þessari vél er náð öllum kraftinum úr kaffi,“ segir þarna og hafði einn blaðamaður orð á því „að það slægi út á sér svita eftir þessa kaffidrykkju, enda er því haldið fram af kunnugum að einn expressokaffibolli sé á borð við 4-6 bolla af venjulegu kaffi.“ Listamenn hafa frá opnun verið fastagestir á Mokka, bæði til að drekka kaffið og sýna verk sín á veggjum staðarins. Í annarri grein úr Morg- unblaðinu 17. júlí 1969 segir að Mokka sé vinsæll sýningarstaður. „Þar safnast oft og tíðum saman miklir andans menn og spekingar og drekka ex- pressokaffi með súkkulaði út í, en það kvað mjög liðka heilafrumurnar enda er gestgjafinn Guðmundur Baldvinsson, lærður á Ítalíu upp á söngmennt, ætíð reiðubúinn að syngja eina eða tvær aríur gestunum til yndisauka. Þetta síðasta mátti víst ekki segja því að þá hefir Guðmundur engan frið. Bið ég lesendur því að gleyma þessum möguleika.“ Guðmundur notar espressovélina góðu við opnun. Enn er hellt upp á gott kaffi fyrir listamenn og aðra gesti. Húsgögnin eru létt en engu að síður þægileg. Smekklegt og listrænt KAFFIHÚSIÐ MOKKA HEFUR STAÐIÐ NÁNAST ÓBREYTT VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG FRÁ OPNUN ÞESS 1958 OG NÝTUR ENNÞÁ MIKILLA VINSÆLDA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is SÍGILD HÚSGAGNAHÖNNUN Í KAFFIHÚSINU MOKKA * Halldór Hjálmarsson húsgagnahönnuður á heiðurinn aðinnréttingunum á Mokka. Hann var fæddur inn í fjölskyldu hús- gagnasmiða og naut leiðsagnar í iðninni á smíðastofu föður síns í Reykjavík, að því er fram kemur á vef Hönnunarsafns Íslands (honnunarsafn.is). * Hann stundaði nám við húsgagnadeild Kunsthåndværker-skolen í Kaupmannahöfn á árunum 1953-1956 og voru lærifeður hans Paul Kjærholm, Hans J. Wegner og Axel Bender Madsen. * Eftir að hann flutti til Reykjavíkur stofnaði hann sitt eigiðhúsgagnafyrirtæki og vann samhliða því hjá Húsameistara Reykjavíkur. * Teikningar Halldórs af innréttingunum eru varðveittar áHönnunarsafni Íslands. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Kristinn 24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða SÖDAHL vörulínan 2013 komin í Höllina! – fyrir lifandi heimili –
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.