Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 49
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Tækin sem notuð eru eðaverða notuð við framleiðsl-una eru afar mismunandi
að stærð, allt frá því að minna á
hefðbundna borðtölvu upp í stór-
an fólksbíl. Einföldustu tækin eru
núna ekki dýrari en svo að venju-
legir launþegar ráða við að kaupa
þau, kosta innan við 200 þúsund
krónur vestanhafs.
Kvartað er undan því á vefsíð-
um að erfitt sé að stilla þau. En
gangi allt vel getur kaupandinn
hannað og framleitt sjálfur hluti
hafi hann til þess nægilega þekk-
ingu. Einyrkinn verður frjáls og
minna háður stórfyrirtækjum um
aðdrætti. Hefðbundin fjöldafram-
leiðsla verður á mörgum sviðum
úrelt. Spáð er að í kjölfar 3D-
umskiptanna muni margir
vestrænir fram-
leiðendur
hætta að
útvista
störf í
Asíulönd-
um í
sama mæli og nú. Mun hentugra
og umhverfisvænna verði þá að
búa hlutina til í heimalandinu þar
sem neytendurnir búa í stað þess
að sigla með þá mörg þúsund
kílómetra leið yfir heimshöfin.
Fáir verða til staðar í verk-
smiðjusölum framtíðarinnar. Þar
verður fjöldi 3D-prentara af ýms-
um stærðum sem malla allan sól-
arhringinn, aðeins þarf að fóðra
tækin á upplýsingum og hráefni.
Nokkrir starfsmenn sitja við
lyklaborð í glerbúrum sínum í
salnum og breyta eftir þörfum
þeim skipunum sem hver 3D-
eining fær. Enn er tæknin á
frumstigi og ekki gallalaus þótt
fræðilega séð megi „prenta“ nær
alla hluti sem hægt er að skanna
eða skilgreina á annan hátt á
stafrænan hátt. Og oft verður
hefðbundin verksmiðjutækni not-
uð til að framleiða suma hluta
vörunnar en annað gert með 3D-
tækjum.
Einyrkinn fær ný
tækifæri og aukið frelsi
VERKSMIÐJUSALIR FRAMTÍÐARINNAR VERÐA SUMIR NÆR MANNLAUSIR EN ÞAR VERÐUR
FJÖLDI 3D-PRENTARA AF ÝMSUM STÆRÐUM SEM STRITA ALLAN SÓLARHRINGINN OG
HLÝÐA ÖLLUM SKIPUNUM MÖGLUNARLAUST. EN SVO GETA MENN LÍKA ÁTT SÍNA LITLU
VERKSMIÐJU HEIMA OG HANNAÐ OG SKAPAÐ NÝJA HLUTI FYRIR SIG EÐA MARKAÐINN.
Stúlka með krús sem hún hefur endurskapað með ódýru 3D-tæki. Nýja krúsin
er mjög svipuð hinni en áferðin hrjúf, eins og sjá má á innfelldu myndinni.
Alþjóðleg lyfjafyrirtæki verja
samanlagt mörg hundruð millj-
örðum króna árlega í rannsóknir
og þróun á nýjum lyfjum. Menn
hafa oft brennt sig á því að nýtt
lyf valdi aukaverkunum, sem
koma ekki strax fram. Banda-
ríska lyfjastofnunin, FDA, sam-
þykkir að jafnaði um 20 lyf ár
hvert og nú tekur að jafnaði um
12 ár að koma nýju lyfi í gegnum
nálarauga hennar.
Með 3D-aðferðum verður ef
til vill hægt að hraða mjög þessu
ferli, að sögn sérfræðinga á
þessu sviði. Einnig verður hægt
að gera traustari tilraunir og að
öllu samanlögðu má gera ráð
fyrir að kostnaðurinn við að
hanna og markaðssetja nýtt, ár-
angursríkt lyf verði mun minni.
Sem stendur er gert ráð fyrir að
nýtt lyf kosti lyfjafyrirtækið að
jafnaði um 140 milljarða króna.
GÆTI FLÝTT FYRIR LYFJAÞRÓUN
Sýnt hefur verið fram á að senni-
lega sé hægt að framleiða frum-
ur með 3D-prentun og raða
þeim upp með ákveðnum hætti í
vef þannig að til verði líffæri í
stað þeirra sem eru skemmd
eða ónýt. Bjartsýnismenn segja
því að ef til vill muni með þessu
verða ónauðsynlegt að gefa líf-
færi. Skurðlæknar muni jafnvel
geta pantað sér frumuvef eftir
þörfum hverju sinni.
Þörfin fyrir líffæragjöf er mikil
og þegar er kominn upp svartur,
alþjóðlegur markaður fyrir líf-
færi. Dæmi eru um að fátækling-
ar á Indlandi selji úr sér annað
nýrað og nú bíða mörg þúsund
manns um allan heim, þ.á m.
fjöldi barna, eftir því að fá
grædda í sig lifur. Margir deyja
áður en til þess kemur. Takist að
framleiða með 3D-aðferðum líf-
færi úr efnasamböndum mun
það bjarga fjölda mannslífa.
Útlimir sem framleiddir eru
með þrívíddarprentara verða í
fyrstu ekki jafngóðir og þeir sem
Skaparinn útvegar á hefðbund-
inn hátt. En því er spáð að um
2020 verði þeir og önnur líffæri
farin að verða nothæf.
Nú þegar er svo komið að
hægt er að framleiða með 3D-
tækni lítið magn af frumuvef til
að nota við lyfjatilraunir og
greina áhrif eitrunar. En stutt er í
að hægt verði að framleiða með
sömu aðferðum einfaldan
frumuvef til að nota við ígræðslu
líffæra. Nú vona menn að síðar
meir verði hægt að búa til a.m.k.
hluta af afar flóknum og mikil-
vægum líffærum eins og lifur.
En hvernig er þetta gert? Dr.
Gabor Forgacs, sem stofnaði
fyrirtækið ONVO, og félagar
hans tóku eftir því árið 1996 að
frumur á fósturstigi loða saman
og hreyfast eins og einn sam-
hangandi klumpur er virðist hafa
ýmsa eiginleika vökva. Árið 2000
var í fyrsta sinn gerð aðgerð á
þvagblöðru með því að nota
eins konar „stillansa“ úr gervi-
efni sem þakið var slíkum frum-
um úr sjúklingnum sjálfum. Þess-
ar frumur voru náttúrulegar,
ekki framleiddar með 3D.
Árið 2003 tókst á rann-
sóknastofu hjá Clemson-
fyrirtækinu að breyta
prentara þannig að
hann gat komið
frumum fyrir á
stillansa. Ári síð-
ar þróaði dr.
Forgacs aðferð til
að framleiða
frumuvef með 3D-
tækni án þess að nota
stillansa.
VERÐUR HÆGT AÐ FRAMLEIÐA VARAHLUTI Í
MENN MEÐ ÞRÍVÍDDARPRENTUN?
Jim Kor er uppfinningamaður og
býr í Winnipeg í Kanada. Fyrirtæki
hans kynnti árið 2011 Urbee renni-
lega frumgerð umhverfisvæns
tvinnbíls sem markaði tímamót: Yf-
irbyggingin var framleidd með 3D.
Margs konar hagkvæmni kom í
ljós og framleiðslan tók mun
skemmri tíma en í venjulegri verk-
smiðju. Engin mót þurfti. Kor segir
að oft sé notað óþarflega þykkt og
öflugt efni í suma hluta sem lítið
mæði á, ástæðan sé að of snúið sé
að steypa hlutina með tilliti til
þessa. Þannig sé nóg að stuðari sé
öflugur sums staðar, annars staðar
geti hann verið mun efnisminni.
URBEE VAR FYRSTI 3D-BÍLLINN
Urbee er tveggja sæta tvinnbíll og
um 600 kg að þyngd.
Tekist hefur að smíða með 3D-
aðferðum nothæfa hríðskotabyssu
úr plastefnum, að vísu eru sumir
hlutar hennar búnir til á hefðbund-
inn hátt og skotfærin eru aðkeypt.
Umrædd byssa olli nokkru
fjaðrafoki í Bandaríkjunum í árs-
byrjun vegna deilnanna um byssu-
löggjöf og hömlur til að reyna að
draga úr morðtíðni. Bent var á að
lítið gagn yrði að því að banna full-
komna árásarriffla ef menn gætu
einfaldlega búið þá til í bílskúrnum.
3D-BYSSUR VEKJA UGG
Þegar hefur tekist að „prenta“
nýrnavef sem virðist virka.
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-
S
ÍA
Sæktu um lykil núna á ob.isí tíunda hvert
skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meirameð ÓB-lyklinum