Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 24. MARS 2013
Þín ánægja er okkar markmið
Nýjar áskriftarleiðir í
farsíma hjá Vodafone
VODAFONE
20
VODAFONE
100
20 MÍN
20 SMS
20 MB
590 KR.
100 MÍN
100 SMS
100 MB
1.890 KR.
VODAFONE
250
VODAFONE
500
250 MÍN
250 SMS
250 MB
2.990 KR.
500 MÍN
500 SMS
500 MB
4.990 KR.
VODAFONE
1000
1000 MÍN
1000 SMS
1000 MB
7.990 KR.
KLÁRAST HRINGIR ÞÚ FYRIR
0 KR. INNAN FJÖLSKYLDU
ÖRYGGISNET FJÖLSKYLDUNNAR
INNIFALDAR MÍNÚTUR GILDA
LÍKA Í HEIMASÍMA
OG TIL ÚTLANDAHVÍTA
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Garðar og Erlingur Jack við upptökur. Stefnt er á frumsýningu
á afmælisdegi Örlygs í maí.
GARÐAR ÖRN OG ERLINGUR JACK
Gera kvikmynd
um Örlyg Sturluson
Örlygur Sturluson lést aðeins 18 ára gamall. Hann var eitt
mesta efni sem fram hefur komið á Íslandi.
Við erum búnir að vera í ár að þessu, erum aðklára að klippa og stefnt er á frumsýningu áafmælisdaginn hans, 21. maí,“ segir Garðar
Örn Arnarsson kvikmyndagerðarmaður en hann og
Erlingur Jack Guðmundsson hafa verið að vinna að
kvikmynd til að heiðra minningu Örlygs Sturlusonar
sem lést aðeins 18 ára gamall.
Örlygur var eitt mesta efni sem fram hefur komið í
íslenskum körfubolta og dauði hans var mikill harm-
ur fyrir íþróttasamfélagið og Reykjanesið en hann
lék með Njarðvík.
„Við förum yfir þennan stutta feril hans en hann
náði samt að afreka ansi margt. Við erum búnir að
taka viðtöl við fjölmarga og safna myndefni sem fáir
hafa séð. Við fórum til North Carolina í Bandaríkj-
unum þar sem Örlygur stundaði nám og spilaði
körfubolta með Charlotte Christian Knights undir
stjórn fyrrverandi NBA-leikmannsins Bobby Jones
sem varð meistari með Philadelpia 76’ers árið 1983.
Þar kom í ljós að hann á tvö met enn þann dag í dag í
skólanum. Yfir stolna bolta og stoðsendingar á einu
tímabili. Bobby Jones hafði miklar mætur á Örlygi
og sagði að hann væri einn besti leikmaður sem hann
hefði þjálfað.“
Garðar hefur stimplað sig inn sem kvikmynda-
gerðarmaður íþróttanna en hann gerði einnig heim-
ildarmynd um knattspyrnumanninn Guðmund Stein-
arsson. „Þarna liggur áhuginn. Ég horfi mikið á 30
for 30 á ESPN og áhrifin eru frá þeim þáttum.
Myndin verður í þeim stíl.“ Myndina fjármögnuðu
þeir með hjálp einkaaðila og með styrk frá Menning-
arráði Suðurnesja. „Það er flott að geta haldið heiðri
hans á lofti því hann var einstakur drengur.“
„Ég segi oft: Þetta er löngu hætt
að vera áhugamál, þetta er lífstíll,“
segir Guðný Vala Tryggvadóttir
en hún á Sankti Bernharðs-hunda
sem alls staðar vekja athygli.
Guðný hefur haft St. Bernarðs-
hunda á heimilinu síðan 1997.
Margir muna eftir kvikmyndinni
um Beethoven sem sló í gegn árið
1992 þar sem þessi tegund var í að-
alhlutverki. „Að mörgu leyti eru
hundarnir eins og í Beethoven en
að sjálfsögðu ekki að öllu leyti þar
sem myndin var að ýkja tegundina
mikið en um leið var kannski
skemmtilegra að horfa á það,“ seg-
ir Guðný og hlær. „Tegundin er
stór, loðin og mjög falleg, einkar
góð og meðfærileg miðað við stærð.
Ég hef alltaf haft áhuga á Sankti
Bernharðs-hundunum og hef oft
sagt að þessi áhugi sé meðfæddur.
Þeir eru mér mjög kærir og fer
allur minn tími í að sinna þeim.
Best við Sankti Bernharðshundinn
er að þeir hafa hjarta úr gulli, eru
trúir og tryggir sinni fjölskyldu og
einkar góðir við börn.
Úti í náttúrunni er yndislegt að
vera með þeim, sérstaklega þegar
það er snjór og kalt enda elska
þeir þannig veður.“
GÆLUDÝRIÐ MITT
Meðfærileg
miðað við
stærð
Guðný og Jolene sem er nýorðin tveggja ára. Hefur unnið til fjölda
verðlauna á ræktunarsýningum HRFI og Guðný ræktaði hana sjálf.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Beaker eða Bikar úr Prúðuleik-
urunum er grallari af Guðs náð.
Hjarta hans er einnig hreint.
Nýi Páfinn, Frans, er góðlegur og
talinn auðmjúkur þótt skoðanir hans
séu umdeildar.
Einn af dáðustu leikurum þjóð-
arinnar, Róbert Arnfinnsson,
hefur hlýja nærveru.