Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 8

Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 Heimasíðan okkar er uppfærð daglega og þar má finna allar upplýsingar um vörurnar okkar, sérpantanir, hvað er væntanlegt ásamt spennandi tilboðum Við sendum frítt heim í öll sveitarfélög á Íslandi! Þekking • Þjónustawww.innlit.is Ásmundur Einar Daðason ernýkominn frá Brussel þang- að sem hann fór ásamt nokkrum öðrum til að fá frá fyrstu hendi upplýsingar í tengslum við aðild- arumsókn Íslands að ESB. Á vef Evrópuvaktarinnar er greint frá reynslu hópsins og óhætt er að segja að hún sé athyglis- verð.    Ásmundur segireftir samtöl við ráðamenn og áhrifamenn hjá Evrópusambandinu og Evrópu- þinginu að fyrir utan innsta kjarnann í ESB séu menn í Brussel illa upplýstir um mikla andstöðu hér á landi við aðild.    Getur verið að þetta stafi afþví að fulltrúar Íslands í að- lögunarviðræðunum flytji jafn- bjagaðar fréttir frá Íslandi til Brussel og frá Brussel til Ís- lands?    Annað sem athygli vekur er aðviðmælendurnir töldu að því færi víðs fjarri að EES-samning- urinn væri að syngja sitt síðasta eins og talsmenn aðildar halda fram hér á landi.    Ennfremur er það umhugs-unarefni eftir allt talið um varanlegar undanþágur að fulltrúar hagsmunasamtaka sjáv- arútvegsfyrirtækja í Brussel hlógu að hugmyndum um að Ís- land fengi slíkar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni.    Það skyldi þó ekki vera aðfleiri í Brussel hafi hlegið að slíkum sjónarmiðum án þess að fulltrúar núverandi ríkisstjórnar Íslands hafi séð ástæðu til að miðla þeim skilaboðum til lands- manna? Ásmundur Einar Daðason Hlegið í Brussel STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skúrir Bolungarvík 1 skýjað Akureyri -2 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 slydda Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 2 skýjað Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 2 skýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað London 7 heiðskírt París 8 alskýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 2 slydda Berlín 2 skúrir Vín 7 alskýjað Moskva 5 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 8 skýjað Barcelona 11 skýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 20 heiðskírt Winnipeg -3 alskýjað Montreal 3 skúrir New York 9 heiðskírt Chicago 6 heiðskírt Orlando 20 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:27 20:34 ÍSAFJÖRÐUR 6:26 20:45 SIGLUFJÖRÐUR 6:09 20:28 DJÚPIVOGUR 5:55 20:05 „Það er óvenjumikið af loðnu á svæðinu og hún hefur verið hér lengi. Það er líka mikið af fiski bæði sunnan og vestan við landið, en hann bítur ekki á línu því hann er pakksaddur af loðnu,“ segir Þorvaldur Garðarsson, útgerðarmaður og skip- stjóri á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR. „Venjulega hefur tekið fyrir veiði með landinu á grunnslóð sökum loðnudauðans, en núna er þetta út allt landgrunnið. Það er alveg sama hvert er farið, það er bara allt pakkfullt af loðnu. Yfirleitt gengur þetta hratt hjá og er fljótt að jafna sig, en núna er loðnudreif yfir allt grunnið og eiginlega ótrúlegt hvað hefur orðið mikið eftir af henni alls staðar. Núna er loðnan bara dreifð um botninn og er að drepast, þetta eru síðustu dagarnir sem hún hangir á lífi, en það er nóg til að línuveiði gangi illa. Til lengri tíma litið er samt hið besta mál að það drepist mikið af loðnu hérna, þá verður gríð- arlega mikið æti fyrir allan fisk og við munum njóta þess seinna meir. Þetta eru því í rauninni góðar fréttir.“ Inntur skýringa á þessari hegðun loðnunnar vildi Þorvaldur ekkert fullyrða. „Maður heyrði það á loðnusjómönnum á vertíðinni að loðnan hefði verið illveiðanleg og ekki verið nógu mikið í torfum þannig að þeir þurftu að hafa mikið fyrir veiðinni. Ég ætla ekki að dæma um hvort það hafi verið of lítið veitt, en það var allavega ekki of mik- ið.“ gunnardofri@mbl.is Mikið af loðnu við Suðurlandið Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ferðamaður féll ofan í sprungu á Sólheimajökli í gær en hann var þar á ferðalagi með leiðsögumanni. Manninum var bjargað upp úr sprungunni og eru meiðsl hans tal- in lítilsháttar. Um þrjúleytið í gær voru björg- unarsveitir frá Vík, Hvolsvelli, Hellu og Landeyjum ásamt fjallabjörgunarmönnum af höfuð- borgarsvæðinu kallaðar út vegna óhappsins. Fjallabjörgunarmenn fóru með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar sem einnig var kölluð út. Tildrög málsins voru þau að til- kynning barst um að maður hefði fallið í sprungu og væri með minnk- andi meðvitund. Hann var í ferð hjá ferðaskrifstofu sem býður jökla- göngur á þessu svæði. Rúmri hálfri klukkustund síðar var tilkynnt að maðurinn væri kominn upp úr sprungunni og á leið niður jökulinn. Var því aðgerðin afturkölluð og björgunarmönnum snúið til síns heima. Ferðamanni bjargað úr jökulsprungu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.