Morgunblaðið - 06.04.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.04.2013, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofn- unar HÍ, segir aðferðafræði í könnunum geta að einhverju leyti skýrt fylgissveiflur milli flokka en flestar kannanir hafi þó sýnt mikla uppsveiflu Framsóknar- flokksins. Erfiðara að ná til háskóla- menntaðra einstaklinga „Fréttablaðið og Stöð 2 taka sína könnun á stuttum tíma en það er ótrúlegur toppur sem kemur hjá Framsókn. Það er erf- itt að segja til um hvort þetta sé eitthvert einstakt frávik. Slíkt gerist öðru hvoru, jafnvel þótt sömu aðferðafræði sé beitt, en ég tel rétt að bíða og sjá hvernig næstu skoðanakannanir koma út,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún bendir á að í könnun Fréttablaðsins sé eingöngu spurt í síma, og á stuttum tíma, og það geti haft sín áhrif. Fólk sem sé mikið heima við sé líklegra til að svara í slíkum könnunum og það sé yfirleitt fólk með minni mennt- un. Erfiðara sé oft að ná til há- skólamenntaðra. „Annars er þetta mjög sérstök staða sem er komin upp. Fram- sókn er að taka fylgi frá öllum flokkum og staða heimilanna er greinilega mjög ofarlega í huga fólks,“ segir Guðbjörg Andrea og bendir á að í fyrri kosningum hafi Framsóknarflokkurinn yfir- leitt fengið meira fylgi en kann- anir hafi sýnt. Þessu hafi verið öfugt farið með Sjálfstæðisflokk- inn, þar hafi fólk áður verið ákveðnara í afstöðu sinni til flokksins. „Þetta virðist eitthvað vera að breytast, hvað sem veldur,“ segir Guðbjörg Andrea. bjb@mbl.is Rétt að bíða eftir næstu könnun Háskólinn Guðbjörg Andrea Jóns- dóttir stýrir Félagsvísindastofnun. Morgunblaðið/G.Rúnar „Þegar maður sér svona niður- stöðu myndi maður vilja fá aðra könnun til að sjá hvort þetta sé áframhaldandi leitni í þessa átt eða frávik,“ segir Þorlákur Karlsson, deildarforseti í HR og rannsókna- stjóri hjá Maskínu, um skoðana- könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem sýndi 40% fylgi Fram- sóknarflokksins og fylgishrun flestra annarra flokka en Pírata. „Kannanir dagblaða á stjórn- málaskoðunum eru í sjálfu sér ekk- ert svo frábrugðnar niðurstöðum rannsóknafyrirtækja. Ég myndi því ekki vilja segja að þetta væri frávik fyrr en ég sé næstu kann- anir,“ segir Þorlákur, sem starfaði um árabil hjá Gallup. Hann bendir á að rannsóknafyr- irtækin beiti að mörgu leyti svip- uðum aðferðum en útfærslurnar séu mismunandi. Aðferðafræði Fréttablaðsins og Stöðvar 2 skeri sig hins vegar frá. „Það efast enginn um að Fram- sóknarflokkurinn er geysisterkur núna, um leið og Sjálfstæðisflokk- urinn er undarlega lítill. Fyrir að- ferðafræðina eru þetta spennandi tímar og fróðlegt að sjá hver úr- slitin síðan verða.“ Þorlákur segist hafa séð það gerast margoft að fyrir kosningar hafi dagblöð, sem hringi út á tveimur dögum, farið nokkuð ná- lægt úrslitum. „Það segir manni að þeir sem eru ekki heima, eða erfitt er að ná í, virðast hafa svipaðar skoðanir í stjórnmálum og þeir sem auðvelt er að ná í. Blöðin hafa því staðið sig furðanlega vel, en ég myndi vilja sjá næstu könnun áður en hægt er að túlka þetta betur,“ segir Þorlákur Karlsson. bjb@mbl.is Spennandi fyrir aðferðafræðina Kannanir Þorlákur Karlsson starf- ar hjá HR og Maskínu í dag. Morgunblaðið/Golli Náðu þé r í Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS 01.06. Sveinstindur 08.06. Fimmvörðuháls: Fyrsta ferð af fimm 08.06. Þingvallaþjóðgarður 08.06. Skáldaganga: Í túninu heima 08.06. Vorganga Hornstrandafara 09.06. Hringferð: Hafnarfjall 13.06. Almannagjá endilöng Ferðafélag barnanna 14.06. Félagsferð í Hornbjargsvita 15.06. Toppahopp á Snæfellsnesi 17.06. Leggjabrjótur: Forn þjóðleið 19.06. Laugavegurinn: Fyrsta ferð af fjórum 21.06. Sumarsólstöðuganga á Botnsúlur 22.06. Árbókarferð um Norðausturland 22.06. Toppahopp í Vestmannaeyjum 23.06. Jónsmessa og jóga í Hlöðuvík 23.06. Háhitasvæði á Reykjanesskaga 24.06. Álfar og tröll á Jónsmessu Ferðafélag barnanna 25.06. Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði 26.06. Björg í bú: Látrabjarg-Rauðisandur-Hnjótur 27.06. Hornbjargsviti: Fyrsta ferð af fjórum 28.06. Vatnaleiðin 29.06. Háhitasvæði Mývatnssveitar og Öskju 30.06. Söguferð um Árneshrepp Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út FÍ ferðir í júní Fullbóka ð Fullbóka ð Reykjavík • Skútuvogi 1 • Sími: 562 4011 Akureyri • Draupnisgata 2 • Sími: 4600 800 Reyðarfjörður • Nesbraut 9 • Sími: 470 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.