Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 24

Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Hafsbotninn var líka kortlagður með mælitækjum. Snædrekinn var kominn norður fyrir Nordaustlandet, nyrst á Sval- barða, þegar fyrsti hafísinn sást. Ingibjörg sagði að hafíslágmarkið á undan lágmarkinu 2012 hefði verið 2007. Þá ríktu sérstök veðurskilyrði á Norður-Íshafi líkt og í fyrrahaust. Árið 2007 var mikið framskrið af þykkum fjölærum ís um Framsund, milli Svalbarða og Grænlands. Mest af nýlegum hafís Um leið og komið var í hafísinn hófst markvisst hafíseftirlit. Teknar voru ljósmyndir, þykkt og þéttleiki íssins metin og ástand íssins skráð, hvað mikið var af íshryggjum og bráðnunarpollum og allt annað sem markvert þótti. Leiðangursmenn sáu hafís í öllum hans myndum, pollótt bráðn- unarsvæði, nýmyndun á ís þar sem krap þakti hafflötinn eins og filma, þunnan nýmyndaðan ís sem brotnaði eins og eggjaskurn, ísgarða, gamlan þykkan ís og borgarísjaka frá jöklum á rússneskum eyjum og Svalbarða. Borgarísjakarnir voru ekki jafn stór- ir og koma stundum hingað. Skipið sigldi eftir 80-81°N breidd- arbaugnum þar til komið var að lænu í ísinn sem lá norður úr Laptevhafi. Stuðst var við gögn úr gervihnetti til að finna lænuna. Ingibjörg sagði að gögnin hefðu reynst ótrúlega góð. Siglt var norður á 87° 40’N en lengra til norðurs komst skipið ekki. „Það hefði verið gaman að fara á norðurpólinn en fyrir mig sem haf- ísfræðing var það ákveðið gleðiefni að ísinn skyldi enn vera það þykkur að ekki var hægt að fara þangað.“ Vísindamennirnir fóru oft út á ís- inn til rannsókna. Farið var beint frá borði ef ísinn var nógu þykkur eða siglt með léttabáti að traustum jök- um. Eins var flogið með þyrlu skips- ins langt frá skipinu með mælitæki. Tekin voru kjarnasýni úr ísjökunum og sett upp tæki. Þar á meðal var veðurstöð sem skilin var eftir á traustum jaka og sendir hún m.a. upplýsingar um vindstyrk, vindáttir og hitastig í mismunandi hæð yfir ísnum. Fimm baujur með mæli- og senditækjum voru skildar eftir á ísn- Þynnri hafís á hjara v  Ingibjörg Jónsdóttir hafísfræðingur sigldi yfir Norður-Íshafið í fyrrahaust með Snædrekanum  Mikilvægum gögnum var safnað í leiðangrinum um ástand hafíss, geislun úr geimnum og mengun Ljósmynd/Ingibjörg Jónsdóttir Hafísrannsóknir Vísindamenn unnu að margvíslegum rannsóknum á ísnum. Auk þess að rannsaka ís við skipshlið var flogið með þyrlu út á ísinn. Kort/Ingibjörg Jónsdóttir Sigling Snædrekans Leiðin yfir Norður-Íshaf frá Íslandi til Kína. Grái lit- urinn sýnir hafísinn 22. júlí 2012 þegar skipið var á vesturleið. Hvíti liturinn sýnir hafísinn rúmum mánuði síðar, 24. ágúst, þegar skipið var á heimleið. Rannsóknarferð yfir Norður-Íshafið Í október næstkomandi verður haldin hér á landi stór alþjóðleg hafísráð- stefna. Að henni standa m.a. Jarðvísindastofnun HÍ, Veðurstofan, Haf- rannsóknastofnunin, Siglingastofnun og Landhelgisgæslan. Þar verður m.a. fjallað fræðilega um hinar hröðu breytingar á haf- ísnum. Ingibjörg Jónsdóttir hafísfræðingur mun taka þátt ásamt Þór Jak- obssyni veðurfræðingi og fleiri fræðimönnum. Einnig verður fjallað á hagnýtan hátt um leit og björgun og hættur sem hafís skapar fyrir sigl- ingar á norðurslóðum. Eins hvernig hægt verði að koma sem nýjustum upplýsingum um hafísinn til skipa. Fræðileg og hagnýt umræða ALÞJÓÐLEG HAFÍSRÁÐSTEFNA Á ÍSLANDI Í HAUST Morgunblaðið/Rósa Braga Hafísfræðingur Ingibjörg Jónsdóttir var sex vikur um borð í Snædrekanum. VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef áhyggjur af því að við séum komin yfir ákveðinn þröskuld varð- andi hafísinn. Fjölæri ísinn hefur minnkað svo mikið, það er hann sem er þykkari og endingarbetri en nýrri ís,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, haf- ísfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Hún tók þátt í 5. kínverska pólrannsóknarleiðangrinum (CHIN- ARE 5) og sigldi með ísbrjótnum og rannsóknarskipinu Snædrekanum (Xue Long) þvert yfir Norður- Íshafið í ágúst og september 2012. Lagt var af stað frá Akureyri hinn 20. ágúst 2012. Ætlunin var að sigla þvert yfir norðurpólinn að Berings- sundi og þaðan til Sjanghæ í Kína. Um borð voru 119 manns, þar af 18 konur, flest frá Kína. Auk Ingibjarg- ar frá Íslandi voru útlendingarnir franskur doktorsnemi sem vann á kínverskri stofnun, bandarísk kona af kínverskum ættum og kona frá Taívan. Ingibjörg og Frakkinn voru þau einu um borð sem ekki töluðu kínversku. Mikið var af ungu fólki, dokt- orsnemum og starfsfólki ýmissa há- skóla og stofnana í Kína. Þarna var t.d. hafeðlisfræðihópur, jarð- fræðihópur, tveir líffræðihópar og veðurfræðihópur. Þá var þarna hóp- ur kínverskra blaðamanna. Fundir og allar tilkynningar voru á kín- versku. „Það var erfitt að vera ekki kín- verskumælandi,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að allir hafi verið kurteisir og margir talað ensku. Samstarfið við mælingar og aðrar rannsóknir gekk þó mjög vel. Ingibjörg var með þrjú rannsókn- artæki sem mældu sót og aðra loft- mengun á leiðinni. Tækjunum var komið fyrir í brú skipsins og loftið leitt þangað um slöngu frá inntaki fremst á brúarþakinu. Ingibjörg þurfti að huga að tækjunum nokkr- um sinnum á dag. Hún skráði ákveð- in gildi, þótt tækin væru síritandi, kvarðaði þau daglega og skipti um sí- ur og þurrkperlur. Ætlunin var að senda gögnin með tölvupósti til Finn- lands en tölvusamskipti og raunar öll fjarskipti reyndust vera mjög erfið frá pólsvæðinu. „Það var mjög sérstakt að vera svona lengi við aðstæður þar sem tungumálið var stór þröskuldur og öll samskipti við umheiminn voru nánast á núlli,“ sagði Ingibjörg. „Ég á tvo stráka og hef aldrei verið jafn lengi í burtu frá þeim. Þetta voru al- veg sex vikur. Ég gat afar sjaldan hringt heim. Það var kannski erf- iðast. Það var hægt að senda tölvu- pósta en þeir skiluðu sér ekki alltaf.“ Hafísinn með minnsta móti Hafísþekjan var sú minnsta sem mælst hefur á norðurskautssvæðinu þegar leiðangurinn fór þar um í sept- ember sl. Siglt var frá Íslandi og austan við Jan Mayen, vestan við Svalbarða utan við lögsögumörkin og síðan beygt til austurs. Skipið var nokkrum sinnum stoppað til að taka kjarnasýni úr hafsbotninum. Kjarn- arnir voru allt að sex metra djúpir. Líffræðingarnir könnuðu hvaða líf- verur þrifust á botninum, eða höfðu þrifist þar í aldanna rás, og jarðfræð- ingarnir könnuðu m.a. hvað sýnin gáfu til kynna um langtíma veðurfar. Tveir slíkir kjarnar voru teknir á ís- lenskum hafsvæðum og verður lesið úr þeim í samvinnu við íslenska vís- indamenn. Einnig voru tekin þver- snið af hafinu og kannað hitastig, selta og fleiri þættir á ýmsu dýpi auk þess sem tekin voru sjávarsýni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.