Morgunblaðið - 06.04.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 06.04.2013, Síða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Olíu/Acrýl/ Vatnslitasett 12/18/24x12 ml frá kr.570 Acryllitir 75 ml 499 Vatnslitasett Skissubækur kr.595 Þekjulitir/ Föndurlitir frá kr.795 Gólf- og borðtrönur frá kr.2.100 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 kr. Myndlistavörurí miklu úrvali kr.695 Yfirvöld í Sjanghæ bönnuðu í gær alla sölu á lifandi fiðurfé í borginni eftir að hafa fargað meira en 20.000 alifuglum til að hefta útbreiðslu flensuveir- unnar H7N9 sem hefur dregið sex Kínverja til dauða. Vitað er um sextán manns sem hafa smitast af veirunni. Fjórir hafa dáið af völdum veirunnar í Sjanghæ og tveir í héraðinu Zhejiang. Þetta er í fyrsta skipti sem H7N9-veiran greinist í mönnum og ekki eru til nein lyf gegn henni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þó fólk til að halda ró sinni og sagði að ekkert benti til þess að heimsfaraldur væri í nánd. Vísindamenn hefðu ekki fundið neinar vísbendingar um að veiran gæti borist milli manna. Berst ekki milli manna Nýtt afbrigði fuglaflensu í mönnum PEKING JIANGSU SjanghæANHUI ZHEJIANG Smittilfelli: 14 Dauðsföll: 6 Útbreiðsla H7N9 Afbrigði af H7-flensuveiru sem vitað er að smitast milli fugla Þetta er í fyrsta skipti sem H7N9-veiran greinist í mönnum Yfir 20.000 alifuglum var fargað eftir að fuglaflensu- veiran fannst í sýnum úr dúfum á markaði, að sögn yfirvalda í Sjanghæ í gær Fyrstu tvö dauðsföllin urðu í febrúar en ekki var skýrt frá þeim fyrr en í lok mars Nýr veirustofn hefur valdið dauðsföllum í Kína KÍNA Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Suðurkóresk stjórnvöld sendu í gær tvö her- skip, búin eldflaugavarnatækjum, til að fylgjast með hugsanlegum eldflaugaskotum Norður-- Kóreumanna sem eru taldir hafa flutt tvær meðaldrægar eldflaugar að austurströnd lands- ins. Fréttastofan Yonhap hafði eftir heimildar- manni í sjóher Suður-Kóreu að tveir tundur- spillar, með ratsjár og flaugar til að skjóta niður meðaldrægar eldflaugar, væru nú við vestur- og austurströnd Kóreuskaga. „Ef Norður-- Kóreumenn skjóta eldflaug ætlum við að rekja braut hennar,“ sagði heimildarmaðurinn. Suðurkóreskir fjölmiðlar sögðu í gær að tvær meðaldrægar eldflaugar hefðu verið fluttar með lestum að austurströnd Norður-Kóreu og settar á „farartæki með skotpalla“. Flaugarnar hefðu síðan verið fluttar á farartækjunum í neðanjarðarbyrgi. „Norður-Kóreumenn virð- ast ætla að skjóta eldflaugunum án þess að vara við því fyrirfram,“ hefur Yonhap eftir heimild- armanni sínum. Varnarmálaráðuneyti Suður- Kóreu staðfesti ekki fréttina í gær, en sagði í fyrradag að ein meðaldræg eldflaug hefði verið flutt að austurströndinni. Talið er að eldflaugarnar séu af gerðinni Musudan-1, sem dregur um það bil 3.000 kíló- metra og hugsanlega allt að 4.000 km ef sprengihleðslan er létt. Norður-Kóreumenn gætu því skotið henni á Japan, auk Suður-- Kóreu, og hugsanlega á bandarískar herstöðv- ar á eyjunni Guam í Kyrrahafi. Norður-Kóreu- menn hafa aldrei skotið slíkri eldflaug á loft í tilraunaskyni. Gæti splundrast eftir 30 sekúndur Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa leitt getum að því að Norður-Kóreumenn skjóti eldflaug 15. apríl þegar þeir halda upp á afmæli Kim Il- Sung, fyrsta leiðtoga Norður-Kóreu og afa nú- verandi leiðtoga, Kim Jong-Un. Daniel Pink- ston, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, telur þó ólíklegt að Norður-Kóreumenn velji þennan dag til að skjóta eldflaug sem þeir hafa aldrei prófað áður. „Nú þegar svona mikið er í húfi vilja þeir ekki skjóta eldflaug sem gæti splundrast eftir 30 sekúndur,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir Pinkston, sem er sérfræðingur hugveitunnar International Crisis Group. Breska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í gær að stjórn N-Kóreu hefði sagt í bréfi til sendiráða í Pyongyang að hún gæti ekki vernd- að þau eftir 10. apríl vegna hættu á átökum. „Samkvæmt Vínarsáttmálanum ber Norður-- Kóreumönnum skylda til að vernda sendiráðin og við teljum að þetta sé liður í tali þeirra um að þeim stafi hætta af Bandaríkjunum,“ sagði tals- maður breska utanríkisráðuneytisins. Norður-Kóreumenn hafa meðal annars hótað árásum á bandarískar herstöðvar í Kyrrahafi og Suður-Kóreu og jafnvel kjarnorkuárásum á Bandaríkin. Þeir hafa einnig lýst yfir stríði á hendur Suður-Kóreumönnum vegna árlegra heræfinga þeirra með Bandaríkjunum. Norður-Kóreustjórn hefur einkum mótmælt því að bandarískar sprengjuflugvélar, sem geta borið kjarnavopn, taka þátt í heræfingunum. Málgögn einræðisstjórnarinnar segja að Bandaríkjaher hafi komið fyrir kjarnavopnum í herstöðvum, flugvélum og herskipum í grennd við Norður-Kóreu og geti því gert kjarnorku- árásir úr lofti, sjó og landi. Bandarískir fjöl- miðlar hafa eftir embættismönnum í varnar- málaráðuneytinu í Washington að bandaríska stjórnin sé að meta hvort þátttaka sprengjuvél- anna í heræfingunum hafi stuðlað að spenn- unni. Afstaða Kínverja sögð hafa breyst Kínverjar hafa verið helstu bandamenn ein- ræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu en ýmis- legt bendir til þess að þeir hafi fengið sig full- sadda á stríðsyfirlýsingum hennar og brotum á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, að sögn Kurts Campbells, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að Norður-Kóreumenn hafi tekið eftir því að afstaða kínversku stjórnarinnar til þeirra hafi breyst og viðbúið sé að hún taki harðari afstöðu gegn þeim. „Þeir þurfa að halda nánum tengslum við Kína af öllum hugsanleg- um ástæðum. Það þjónar ekki hagsmunum þeirra að fá hvert einasta grannríki þeirra upp á móti sér,“ hefur breska dagblaðið The Tele- graph eftir Campbell. „Mikilvægasta breyting- in er að Kínverjar viðurkenna að fyrri stefna þeirra hefur ekki borið árangur.“ Alexandre Mansourov, sérfræðingur banda- rískrar hugveitu í málefnum Norður-Kóreu, segir að erfitt sé að átta sig á því hvað Kim Jong-Il gangi til. Hann sé meiri ráðgáta en faðir hans, Kim Jong-Il, sem tefldi oft á tæpasta vað en dró sig í hlé á síðustu stundu þegar allt stefndi í óefni. „Við vissum hvar hann setti mörkin, hvenær hann myndi stíga á bremsurn- ar og hvaða takka við þurftum að ýta á til að fá hann til að hegða sér betur. Öðru máli gegnir um son hans. Við vitum ekki hvar hann setur mörkin, hversu langt við getum ýtt honum og hvort hann er með einhverja hemla.“ Yang Moo-Jin, prófessor í Norður-Kóreu- fræðum í Seúl, segir ekkert hæft í vangaveltum um að Kim Jong-Un sé aðeins handbendi æðstu yfirmanna hersins. „Ég tel að Kim hafi sýnt að hann hafi fulla stjórn á flokknum og hernum,“ hefur AFP eftir Yang. „Það er rétt að hann er umvafinn hópi reyndra lærifeðra, en það þýðir ekki að hann sé veikur leiðtogi. Það er hann sem tekur mikilvægustu ákvarðanirnar. Þannig hefur alræðiskerfið í Norður-Kóreu alltaf ver- ið.“ Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan eiga vopnabúnað til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum Eldflaugavarnir í Kyrrahafi KYRRAHAF JAPAN NORÐUR- KÓREA SUÐUR- KÓREA BANDA- RÍKIN Kalifornía Alaska Fort Greely Vandenberg Guam THAADAegis Patriot Flaugar af gerðinni SM-3 5.000 km THAAD-flaugar og færanleg ratsjá 3.000 km PAC-3 með sprengihleðslu Nokkur hundruð kílómetra Eldflaugavarnir Búnaður Drægi flauga sem skjóta á niður Tundurspillarnir USS McCain og USS Decatur Sjóher Japans Kjarnorku- tilraunastöð í Punggye-ri 30 flaugar, +14 á næstu fjórum árum Langdrægar skotflaugar (ICBM) GBI (Gagnflaugar sem skotið er frá jörðu) 1.000 km 1.000 3.000 5.000 6.700 km SEOUL PYONGYANG 300 km Hægt að setja búnaðinn upp innan nokkurra vikna Taldir búa sig undir að skjóta eldflaug  Norður-Kóreumenn segjast ekki geta tryggt öryggi sendiráða í Pyongyang eftir 10. apríl AFP Óútreiknanlegur Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.h.), fylgist með heræfingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.