Morgunblaðið - 06.04.2013, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013
ástand. Það mun enginn burðast með
byrðar af gjaldþroti árum saman. Ný
greiðsluaðlögunarlöggjöf hefur sann-
að gildi sitt, en áhrifin hefðu orðið
meiri ef hún hefði verið innleidd fyrr,
eins og við jafnaðarmenn lögðum til
strax upp úr síðustu kreppu.
Aðgerðir sem gripið hefur verið til
hafa miðast við að létta greiðsluvand-
ann og taka á ósjálfbærri skuldsetn-
ingu. Við höfum sett lög sem hafa
knúið fjármálafyrirtæki til að færa
niður skuldastöðu. Þegar ég tók við
sem félagsmálaráðherra var enn
bannað að færa niður skuldir án und-
angengins gjaldþrots samkvæmt ís-
lenskum lögum. Enn á eftir að ljúka
við úrvinnsluna. Við þurfum að mæta
því fólki sem fór verst út úr ástand-
inu, keypti á versta tíma fyrir hrun
og enn búa hópar við misrétti. Fólk
sem fékk lán hjá Íbúðalánasjóði og
hefur ekki fengið sambærilega úrs-
lausn mála og hjá bönkunum, og fólk
sem situr uppi með lánsveð.
En stóra verkefnið á sviði húsnæð-
ismála á Íslandi er að svara því fólki
sem getur ekki eignast íbúð, sem hef-
ur engan kost í stöðunni. Skulda-
vandinn er mestur hjá þeim sem hafa
mestar tekjur. Lágtekjufólk og fólk á
meðaltekjum býr við minni skulda-
vanda en á erfitt með að eignast hús-
næði eða er að kikna undan greiðslu-
byrði. Ungt fólk sér ekki fram á að
komast á húsnæðismarkaðinn í fyrsta
skipti. Við viljum ráðast í aðgerðir
sem hjálpa til við fyrstu íbúðakaupin,
koma á húsnæðisbótakerfi þar sem
ekki er gert upp á milli fólks eftir því
hvort það leigir eða kaupir og fjölga
leiguíbúðum til að gefa fólki valkosti.
Allt miðast það við að venjulegt fólk
geti ráðið við að koma sér þaki yfir
höfuðið á næstu árum. Stærsta hags-
munamálið er svo auðvitað að komast
í evrópskt vaxtaumhverfi. Það yrði
mikilvægast fyrir almenning á Ís-
landi.“
Eins og að pissa í skóinn sinn
– Tillögur Framsóknarflokksins
virðast falla í góðan jarðveg – að
sækja fjármuni til erlendra kröfu-
hafa?
„Þær tillögur eru býsna óútfærðar.
Ef það væri vís gróðaleið að afnema
gjaldeyrishöft, þá er hulið mínum
skilningi hvers vegna Framsókn vildi
ekki gera það fyrr. Ekki studdu þeir
heldur lagabreytinguna sem við
gerðum í mars í fyrra, þar sem er-
lendar eignir þrotabúanna voru færð-
ar undir höftin. Það er sú lagabreyt-
ing sem gerir okkur kleift að semja af
styrk við erlenda kröfuhafa. Við mun-
um mæta þeim af fullri ákveðni, en
það svigrúm sem þar skapast þarf
auðvitað að nýtast þannig að það
gagnist þjóðinni allri sem best.
Ég hef áður sagt að ég vil mæta
þeim sem keyptu á versta tíma. En
ráðstöfun einskiptistekna umfram
það til þeirra sem nú skulda í hús-
næði sínu er ekki skynsamleg. Þá
sitjum við áfram í höftum og búum
við verðbólgu um ókomin ár. Við
verðum auðvitað að nýta samninga
við kröfuhafa erlendu bankanna til að
vinna á snjóhengjunni, létta skulda-
byrði ríkisins og gera okkur þannig
kleift að stíga alvöruskref til afnáms
hafta fyrir lok næsta árs. Höftin eru
sárasta meinsemd okkar og ég held
að ekki sé skynsamlegt að blekkja
okkur með að við getum hrært í pott-
inum, án þess að huga að einangrun
hafta eða að fjölgun starfa, og búið
okkur til velsæld af því. Það verður
alltaf skammgóður vermir, eins og að
pissa í skóinn sinn.
Lykillinn er að rjúfa einangrunina,
fjölga störfum og stuðla að fjöl-
breyttu atvinnulífi. Við viljum lækka
tryggingagjaldið, greiða fyrir að-
gangi lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja að lánsfé og koma á fót nýj-
um opinberum fjárfestingalánasjóði
sem heldur utan um þær stofnanir
sem veita litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum tækifæri. Það þarf meira
fjármagn í Tækniþróunarsjóð og við
viljum setja á fót nýjan grænan fjár-
festingarsjóð, þannig að lítil fyrirtæki
geti vaxið og dafnað og orðið að al-
vöruvaxtarsprotum. Svo er það sjálf-
stætt úrlausnarefni að halda þeim
hér á landi, þegar þau vaxa úr grasi.
Það er erfitt meðan við búum við ís-
lenska krónu.“
– Spila ekki skattahækkanir inn í
það líka?
„Það er verið að lækka fyrirtækja-
skatta í Danmörku núna, samt eru
þeir hærri en á Íslandi. Stærsta
vandamál íslenskra fyrirtækja er
vaxtasamanburður við nágranna-
löndin, sem veldur því að fyrirtæki
hér standa undir milli 15 og 20%
lægri lánum en fyrirtæki erlendis.
Uppbyggingin verður erfiðari vegna
vaxtastigsins og gjaldeyrishafta sem
ryðja fyrirtækjum úr landi. Það er
engin tilviljun að Össur og Marel hafa
farið með þorra sinna starfsmanna úr
landi, að vöxtur CCP er mikið erlend-
is og það er spurning hversu lengi
okkur helst á öðrum þekkingarfyr-
irtækjum eins og Marorku og Credit-
info. Það er dapurlegur vitnisburður
um samfélagið að það ryðji vaxt-
arbroddunum úr landi með skipu-
lögðum hætti.“
– Þegar Actavis flutti höfuðstöðvar
sínar úr landi talaði forstjóri fyr-
irtækisins um hátt í 200 skattabreyt-
ingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og
óvissu í umhverfi fyrirtækja sem
helsta vandann?
„Skattbreytingarnar orsökuðust af
hagstjórnarmistökum Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar á fyrri tíð.
Þeir flokkar lækkuðu skatta á ár-
unum 2003 til 2007 án innistæðu,
þannig að þegar árið 2006 var spáð
fjárlagahalla árið 2008. Það þurfti
semsagt viðstöðulausa ofþenslu til að
halda jafnvægi í ríkisrekstri. Þetta
var ein höfuðástæðan fyrir hruninu
og að það þurfti að hækka skatta.
Menn söfnuðu ekki í sjóði en neyttu
meðan á nefinu stóð.“
– En sú ríkisstjórn borgaði reynd-
ar niður skuldir ríkissjóðs?
„Já, en menn söfnuðu ekki í sjóði,
heldur kusu að lækka skatta og auka
þannig enn á hagstjórnarvandann
sem við var að glíma. Hagstjórnin var
öll í molum eins og rannsókn-
arskýrsla Alþingis rekur mjög vel.
Ég held hinsvegar að sitjandi rík-
isstjórnin hafi síðustu tvö árin ekki
fylgt nógu agaðri stefnu í skatta-
málum. Ríkisstjórnin hefði betur sest
niður með SA og ASÍ í upphafi kjör-
tímabilsins og útfært tillögurnar um
skattbreytingarnar þannig að fyr-
irsjáanleikinn yrði meiri. Það er
óþarfi að breyta sköttum á síðustu
stundu. En verkefnið núna er að hag-
ræða og einfalda og vinna áfram að
sköpun meiri verðmæta, greiða niður
skuldir og tryggja okkur alvöru
framtíð á sjálfbærum forsendum í
þessu landi.“
– Hefurðu ekki áhyggjur af þróun
mála í Evrópu, þar sem jaðarríkin
hafa átt undir högg að sækja og vand-
inn virðist vera að breiðast út til æ
fleiri evruríkja, jafnvel kjarnaríkj-
anna Frakklands og Þýskalands?
„Efnahagskreppan sem við erum
að ganga í gegnum er mjög djúp og
erfið. Hún er að reynast allt annað og
meira en sú afmarkaða fjár-
málakreppa sem látið var í veðri vaka
árið 2008. Þá reyndu menn í Bret-
landi að segja að Ísland væri vanda-
málið og það skipti höfuðmáli að ein-
angra Ísland. Það hefur orðið æ
ljósara á undanförnum árum, og þess
vegna hefur tíminn hjálpað okkur í
Icesave-málinu. Sú staðreynd að
kreppan var víðtæk og kerfislæg hef-
ur orðið öllum ljós.
Kreppan birtist með ólíkum hætti
eftir því hvort ríki búa við sameig-
inlega mynt eða ekki. Kreppa evru-
ríkjanna á jaðrinum stafar af sömu
tilfærslum og kreppan sem við geng-
um í gegnum árið 2008. Lánsfé leitar
til baka til ríkja sem voru nettó lán-
veitendur. Hjá okkur hrundi gjald-
eyrismarkaðurinn og við læstumst í
höftum. Hjá þeim birtist hækkandi
áhættuálag, en þau losna við að læs-
ast í höftum. Við sitjum eftir með
hrikalega kjaraskerðingu í gegnum
gengisfall og enga erlenda fjárfest-
ingu. Á Írlandi er erlend fjárfesting
hinsvegar komin upp í það sama og
fyrir hrun og ástæðan er einföld,
þátttaka í alvörumynt og markaðs-
svæði.“
– Víst býr fólk á evrusvæðinu við
stöðugan gjaldmiðil, en koma ekki
sveiflurnar fram í auknu atvinnu-
leysi?
„Það er bara ekkert sem bendir til
að evran sé ráðandi þáttur um at-
vinnuleysi heldur miklu frekar hag-
stjórn og regluverk. Atvinnuleysi á
Spáni er afrakstur stífs regluverks
þar í áratugi. Við búum við skyn-
samlegar reglur á vinnumarkaði og
það mun nýtast til að tryggja gott at-
vinnuástand samhliða stöðugum
gjaldmiðli.“
– En er aðildarumsókn Íslendinga
að Evrópusambandinu tímabær þeg-
ar ríkið er of skuldugt til að uppfylla
skilyrðin við inngöngu á evrusvæðið
og ekki hafa náðst tök á ríkisfjár-
málum?
„Það versta á óvissutímum er að
binda fyrir augu og eyru og setja
hendurnar fyrir aftan bak, eins og
gert var á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins. Þar var samþykkt að ekki
væri hægt að búa við íslenska krónu,
en líka að ekki mætti taka upp evru.
Þetta er afstaða sem enginn trúverð-
ugur stjórnmálaflokkur getur tekið.
Á óvissutímum þurfum við að halda
öllum leiðum opnum. Ég held að allir
geti verið sammála um að samvinna
við nágrannaríkin er besta leiðin til
að vinna á kreppunni. Við verðum að
setja stefnuna strax á efnahagslegan
stöðugleika ef okkur á að takast að
komast heil í höfn.
Við stöndum frammi fyrir þeirri
grundvallarspurningu, hvernig fram-
tíð við viljum í þessu landi. Ef þú
skoðar bekkjarmynd úr skóla á Flat-
eyri fyrir 30 árum, þá býr kannski
einn á myndinni enn á Flateyri. Þær
ákvarðanir sem við tökum núna
Viljum evrópskt
vaxtaumhverfi
Árni Páll Árnason vill vinna á snjóhengjunni, létta á
skuldabyrði og stíga alvöruskref til afnáms hafta
Og efnahagsloforð Framsóknar bendir ekki til
áhuga á stöðugleika ef einhver meining er á bak
við það að taka 300 milljarða af óvissu fé og sáldra því
yfir þjóð í höftum. Þeir peningar valda bara verðbólgu
og eignabólu og við sitjum öll eftir með enn hærri lán
og enn lakari lífskjör.“
»
VIÐTAL
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
K
osningabaráttan er haf-
in. Á þeysireiðinni á
milli funda gefur Árni
Páll Árnason, formað-
ur Samfylkingarinnar,
sér tíma til að tylla sér með blaða-
manni við eitt langborðið á Kex Hos-
tel. Nýjum formanni fylgir annað yf-
irbragð og nýjar áherslur. En átökin
innan þingflokks Samfylkingarinnar
um stjórnarskrána á síðustu dögum
þingsins gefa tilefni til að velta því
upp, hvernig honum eigi eftir að
ganga að fylkja flokknum á bak við
sig.
„Flokkurinn er algjörlega ein-
huga,“ segir hann. „Ég er með skýrt
umboð. Það hefur ekki nokkur maður
efast um umboð mitt til að tala á þeim
nótum sem ég talaði í aðdraganda
formannskjörsins. Það er það góða
við þessa sérstöku aðferð sem við
höfum, að við lendum ekki í uppreisn
okkar baklands eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn, af því að formaðurinn er
ekki kjörinn á litlum klíkufundi, held-
ur af öllum félögum. Af því leiðir
meiri friður um formanninn, stefnuna
og leiðirnar, og umboðið verður
skýrt.“
– Er ekkert erfitt í kosningabar-
áttu að verja ákvarðanir ríkisstjórnar
sem þinn flokkur átti aðild að og þú
gagnrýndir sjálfur?
„Það er það góða við formanns-
kjörið. Áherslur mínar um efnahags-
legan stöðugleika sem höfuðmarkmið
og skynsamlega efnahagsstjórn
fengu hljómgrunn. Stjórn landsmála
er síðan samstarf flokka. Við erum
ánægð með ýmis verk og ýmislegt
hefði mátt betur fara. Nú leggjum við
upp með samfélagsáherslur, þar sem
undirstaðan er efnahagslegur stöð-
ugleiki og kraftmikið atvinnulíf – við
viljum leggja allt í sölurnar fyrir
kraftmikið atvinnulíf. “
Orkunýting til atvinnu-
uppbyggingar
– Hver er afstaða þín til virkjana í
neðri Þjórsá?
„Það er í ferli samkvæmt ramma-
áætlun. Þar var tiltekin niðurstaða
um virkjanir í biðflokki. Og ég vona
að rannsóknum ljúki þar sem fyrst,
þannig að hægt verði að taka ákvörð-
un um endanlega flokkun þeirra.“
– Er áherslumunur á ykkar af-
stöðu og Vinstri grænna í umhverf-
ismálum?
„Ég er hlynntur því að við nýtum
orku til atvinnuuppbyggingar. Ég tel
til dæmis gott að það hilli undir að
það náist endanlegir samningar á
Bakka og við þurfum að gera þá í sátt
við umhverfið. Það þarf auðvitað að
gæta þess vel að öll umhverfisáhrif
séu réttilega metin. En við höfum
lagt grunn að farsælli sambúð nýt-
ingar og verndunar sem nú er að
verða að veruleika með rammaáætl-
un og nýjum náttúrverndarlögum.
Við eigum ekki að ganga með óbæt-
anlegum hætti á óafturkræf nátt-
úrugæði. Það á að vera að hægt að
stíga niður í góðri sátt.“
– Mistókst ríkisstjórninni að
mynda skjaldborg um heimilin?
Hvaða tillögur hefur Samfylkingin í
þeim efnum?
„Við höfum náð að breyta gríð-
arlega miklu. Við höfum gert grund-
vallarbreytingar á réttarstöðu skuld-
ugs fólks. Í öllum öðrum kreppum
hingað til hafa menn misst húsnæði
sitt, orðið gjaldþrota og burðast með
þær byrðar árum eða áratugum sam-
an. En við bundum enda á það