Morgunblaðið - 06.04.2013, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
NiðurstöðurvorrallsHafrann-
sóknastofnunar-
innar voru í meg-
inatriðum afar
jákvæðar og því
mikið ánægjuefni.
Þær gefa vísbend-
ingu um að þorskstofninn sé
áfram á uppleið og gefa vonir
um töluverða aukningu veiði-
heimilda á næsta fiskveiðiári.
Að öðru óbreyttu mun
þetta fela í sér umtalsverða
verðmætaaukningu sem mun
hafa töluverða efnahagslega
þýðingu fyrir þjóðarbúið. Út-
flutningsverðmæti aukast og
þar með gjaldeyrisöflunin.
Ekki veitir af.
Í umræðunni um sjávar-
útveginn, sem hefur verið
mikil og óvægin á þessu kjör-
tímabili, vill oft gleymast hve
þýðingarmikill hann er fyrir
þjóðarbúið og þar með
hversu mikilvægt það er að
hann búi við sem best skil-
yrði til að framleiða verð-
mæti fyrir landið. Umræðan
síðustu misseri hefur að
verulegu leyti snúist um það
að ráðherrar og stjórn-
arþingmenn, auk fáeinna
annarra þingmanna, hafa
keppst við að finna og útfæra
leiðir til að draga mátt úr
sjávarútveginum. Rökin fyrir
þessu eru þau að með því að
ríkið leggi á hann auknar
byrðar og umbylti stjórnkerfi
hans verði til aukin verðmæti
fyrir þjóðarbúið. Hið gagn-
stæða er raunin.
Staðreyndin er sú að ein
helsta ástæða þess hve sjáv-
arútvegur er mikilvægur fyr-
ir Ísland er að tekist hefur að
skipa málum þannig að hann
hefur verið rekinn á hag-
kvæman hátt. Þetta hefur
leitt það af sér að í stað þess
að vera styrkþegi eins og
tíðkast innan
ESB er sjávar-
útvegurinn hér á
landi helsta und-
irstaða efnahags-
lífsins.
Vorrallið nýja
er ágæt áminning
um þetta og um
leið um nauðsyn þess fyrir
kjör landsmanna að sjávar-
útveginum verði áfram leyft
að vera sú undirstaða sem
hann hefur verið.
Núverandi ríkisstjórn hef-
ur unnið sjávarútveginum
mikið tjón og mörg þeirra
framboða sem hyggjast gefa
kost á sér fyrir komandi
þingkosningar, þar með tal-
inn meirihluti þeirra sem nú
eiga menn á þingi, vilja halda
áfram árásum á sjávarútveg-
inn. Takist þeim ætlunarverk
sitt mun áfram draga úr hag-
kvæmni greinarinnar með
þeim afleiðingum að sú aukn-
ing sem nú er útlit fyrir mun
ekki skila sér í aukinni verð-
mætasköpun fyrir þjóðarbúið
heldur eyðast upp í minni
hagkvæmni og sóun.
Verkefni næsta kjör-
tímabils hvað sjávarútveginn
snertir er að vinda ofan af
eyðileggingu vinstri stjórn-
arinnar og treysta þannig
rekstrargrundvöll grein-
arinnar. Rekstrarforsendur
undirstöðuatvinnugreinar
þjóðarinnar verða aftur að
byggjast á skilvirkni og hag-
kvæmni eigi að takast að
lyfta efnahagslífinu hratt upp
úr þeim öldudal sem því hef-
ur verið haldið í á síðustu ár-
um. Fordómar og sérviska
háværs minnihluta má ekki
verða til þess í þessu efni
frekar en öðrum að draga úr
velferð landsmanna eða koma
í veg fyrir sjálfsagðar og
nauðsynlegar kjarabætur al-
mennings.
Hætta er á að vænt-
anlegri verðmæta-
aukningu í sjávar-
útvegi verði sóað
með áframhaldandi
árásum á greinina}
Gleðifréttir úr
vorralli Hafró
Það er auðvitaðeins og léleg-
ur brandari að í
gær skyldi for-
sætisráðherra
birta frétt á vef
stjórnarráðsins
þess efnis að til skoðunar væri í
ráðuneytinu að stofna einhvers
konar nýja Þjóðhagsstofnun
auk þess að stofna „sérstakt
hagsráð óháðra sérfræðinga“.
Látum vera þá rang-
hugmynd að halda að þörf sé á
að búa til nýja stofnun eða að
eftirsjá hafi verið að Þjóðhags-
stofnun. En að for-
sætisráðherra
fylgislausrar
minnihluta-
stjórnar sé á síð-
ustu starfsdögum
sínum að senda út
tilkynningar um áform um
nýjar stofnanir og „hagsráð“
eftir að hafa úthýst allri yfir-
umsjón og þekkingu á efna-
hagsmálum úr forsætisráðu-
neytinu er í besta falli
grátbroslegt. Og það dapur-
lega er að tilkynningin var
vafalítið birt í fullri alvöru.
Hvern heldur stjórn-
in að hún blekki með
tilkynningum um
framtíðaráform?}
Endaleysa á endasprettinum
Á
liðnu kjörtímabili var mikið rætt
um sátt í tengslum við stjórnar-
skrármálið. Tæplega 65% þeirra
sem létu sig málið varða og mættu
á kjörstað í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 20. október síðastliðinn, sögðu já
við því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til
grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá
en engu að síður vildu margir meina að ekki
ríkti sátt í samfélaginu um málið. Því var hald-
ið á lofti að stjórnarmeirihlutinn ætlaði að
koma fram vilja sínum í óþökk minnihlutans og
sérfræðinga sem höfðu gagnrýnt frumvarpið
og það má raunar segja að undir lokin hafi ríkt
fullkomin ósátt um framgang málsins á
þinginu.
Það var rætt um sátt og ósátt í tengslum við
önnur mál, t.d. aðildarviðræðurnar við Evr-
ópusambandið og veiðigjaldið. Besti flokkurinn bauð
fram undir gunnfána sáttar og samlyndis og Björt fram-
tíð boðar „meiri sátt“ og hefur sett sér það metnaðarfulla
markmið að skapa varanlega sátt um sjávarútveginn.
Allt þetta sáttartal, úr hvaða átt sem það kemur, virk-
ar út úr kú, eins og þeir segja í sveitinni. Það er falleg
hugmynd að þjóð og þing geti sameinast um að komast
að málamiðlun í erfiðum málum, verið dálítið líbó og
komið til móts við hitt liðið, en hvenær gerðist það síð-
ast? Það er ekki bara það að pólitíkin í eðli sínu virkar
ekki þannig, heldur erum við bara ekki eins sáttfús og
maður vildi gjarnan halda. Þess er skemmst að minnast
hvernig forysta VG var kjöldregin fyrir að
sýna lit og gefa eftir varðandi aðildarviðræð-
urnar við ESB til að greiða fyrir vinstristjórn
á Íslandi.
Það er erfitt að sjá að það muni ríkja meiri
friður á næsta kjörtímabili, þar sem fyrir
liggja fjölmörg umdeild mál. Stjórnarskrár-
málið er óklárað, aðildarumsóknin á ís, gjald-
miðillinn í höftum, Landspítalinn í járnum.
Umhverfismálin, stórframkvæmdir, sjávar-
útvegsmálin; svona mætti lengi telja.
Skoðanakannanir virðast hins vegar benda
til þess að í þingkosningunum 27. apríl næst-
komandi verði kosið um eitt mál: skuldavanda
„heimilanna.“ Til „heimilanna“ hafa hingað til
reyndar ekki talist heimili leigjenda, sem eru
sístækkandi og í mörgum tilfellum illa stadd-
ur hópur, en það er öllu heilli að breytast, nú
þegar kosningamaskínurnar eru að hrökkva í gírinn.
En ekki er skuldavandi meintra fasteignaeigenda lík-
legri til að verða málið sem sameinar stjórnmálahreyf-
ingarnar, hvað þá þjóðina. Á að færa niður skuldir sem
fólk hefur sjálft stofnað til? Skuldir hverra? Við hvað á að
miða? Dagsetningu, stöðu skuldara, flatt á alla? Hvað um
þá sem skulda ekki neitt? Hvað með þá sem eru á leigu-
markaðnum? Er þetta hægt? Og hver á að borga?
Sátt er hugljúf hugsjón en á endanum þá er það meiri-
hlutinn sem ræður. Þeir ráða sem mæta á kjörstað og
þeir ráða sem fá umboð til að stjórna það kjörtímabilið.
holmfridur@mbl.is
Sátt á nýju kjörtímabili
Pistill
Hólmfríður
Gísladóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Stjórnvöld hafa aukið þorsk-kvótann undanfarin tvö ársamkvæmt ráðleggingumHafrannsóknastofnunar og
gera útvegsmenn sér vonir um að
enn verði lagt til að auka við hann
þegar stofnunin kynnir tillögur sín-
ar í byrjun júní. Niðurstöður vor-
ralls Hafró benda til þess að ástand
stofnsins sé nú gott eftir erfiðleika á
síðustu áratugum.
Í fyrra var aflamarkið sem
stjórnvöld ákváðu 177 þúsund tonn
en það er rúmlega 36% aukning frá
því að það var sem lægst fiskveiði-
árið 2007-08. Þá var aflaregla sem
komið var á um miðjan 10. áratug-
inn lækkuð úr 25% í 20% af
viðmiðunarstofni þorsks. Það er um
helmingi minna veiðihlutfall en
þekktist á 9. áratugnum og í byrjun
þess tíunda en þá fór það reglulega
um og yfir 40%.
Ofveiði orsök hnignunar
Að sögn Einars Hjörleifssonar,
fiskifræðings hjá Hafró, náði hrygn-
ingarstofn þorsksins botni á 10. ára-
tugnum. Stofninn hefði verið í lág-
marki þar til umskipti hófust upp úr
2000. Í framhaldi af því hefði hann
þróast upp á við nokkuð stöðugt.
Ástæðan fyrir lægðinni var ofveiði.
„Þetta voru fyrst og fremst
miklar veiðar sem náðu hámarki í
kringum 1990. Þá var veiðihlutfallið
mjög hátt og það minnkar sem af er
tekið. Í framhaldinu fóru menn að
skoða möguleikann á að minnka
sóknina í stofninn og setja upp afla-
reglu,“ segir hann.
Nefnd á vegum sjávarútvegs-
ráðuneytisins sem sérfræðingar
Hafró áttu aðkomu að mælti upp-
haflega með að aflareglan yrði 20%
en stjórnvöld hafi ekki viljað taka
svo stórt skref allt í einu og hafi því
miðað við að veiða mætti fjórðung
viðmiðunarstofnsins. Einar segir að
það hafi tekið nokkur ár að sann-
færa menn um að það væri skyn-
samlegt að fara að upphaflegum til-
lögum nefndarinnar.
„Það má segja að í ljósi reynsl-
unnar af þessari 25% aflareglu hafi
menn komist að þeirri niðurstöðu að
það væri skynsamlegt að fylgja
þessari upphaflegu tillögu um að
taka bara 20%. Við sýndum fram á
það um miðjan síðasta áratug að
með óbreyttri aflareglu upp á 25%
væri lítil von til að það yrðu um-
skipti í stofninum og lögðum ein-
dregið til að stjórnvöld breyttu regl-
unni í 20%. Það gerðist svo árið
2007,“ segir hann.
Stjórnunarlegt fyrirbrigði
Einar segir að það taki alltaf
tíma fyrir stofn að sýna viðbrögð
þegar veiðihlutfallið er lækkað.
„Við fórum virkilega að sjá um-
skipti í hrygningarstofninum í
kringum 2005 og þetta hefur eig-
inlega verið bein leið upp á við síðan
þá. Það skapast fyrst og fremst af
því að við erum núna að taka fiskinn
seinna en við höfum gert. Því ná
fleiri fiskar að komast á kyn-
þroskaaldur,“ segir hann.
Umskiptin megi nær eingöngu
rekja til breytingar á sóknarmagn-
inu og hann sé stjórnunarlegt
fyrirbrigði. Hann orsakist
ekki af betri nýliðun í stofn-
inum.
„Við höfum ekki upplifað
hana hér ennþá en við von-
umst til að sjá aftur nýliðun
eins og hún var og hét fyrir
1985. Þá var miklu meiri fram-
leiðni í stofninum og fleiri ein-
staklingar höfðu það af til
að komast í veið-
anlega stærð,“
segir Einar.
Bíða eftir betri nýlið-
un stækkandi stofns
Stefnt er að því að taka upp
aflareglu á ýsu, ufsa og karfa en
óvíst er hvort að það náist áður
en atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðherra ákveður aflamark fyrir
næsta fiskveiðiár í byrjun júlí að
sögn Jóhanns Guðmundssonar,
skrifstofustjóra ráðuneytisins.
Síðastliðið haust voru hug-
myndir um aflareglu á þessum
tegundum sendar til Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins sem legg-
ur mat á hvort að þær séu sjálf-
bærar til lengri tíma litið.
Jóhann segir að tillög-
urnar séu enn í með-
förum ráðsins og von
sé á svörum innan
ekki langs tíma.
Miðað yrði við
svipað hlutfall og
Hafró hefur lagt til að
sé veitt undanfarin ár
við ákvörðun aflaregl-
unnar.
Ýsan, ufsinn
og karfinn
FLEIRI AFLAREGLUR
Einar
Hjörleifsson
Þróun þorskkvótans frá 1984
Tölurnar eru í þúsundum tonna
Heimild:Hafró
350
300
250
200
150
100
50
0
1984 2011/12
2007/08-2011/12
20% aflaregla
1995/96-2004/05
25% aflaregla
242
350
245
265
155
250
179
209
130
177