Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 96. tölublað 101. árgangur
SIGUR RÓS LAUK
TÓNLEIKAFERÐ Í
SANTA BARBARA
HEIMSLEIKAR
GRINDAVÍK TRYGGÐI
SÉR ODDALEIK Á
MÓTI STJÖRNUNNI
ÆTLA SÉR GULL 14 ÍÞRÓTTIRGALDUR 46
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umboðsmanni skuldara barst 4.661 umsókn
um greiðsluaðlögun einstaklinga frá stofnun
embættisins 1. ágúst 2010 til 1. apríl sl. Um
13.800 manns leituðu aðstoðar ráðgjafarþjón-
ustunnar á sama tímabili.
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuld-
ara, sagði að ákveðinn stöðugleiki væri nú
kominn í umsóknir til embættisins um
greiðsluaðlögun og ráðgjöf. Hópurinn sem leit-
ar sér aðstoðar hefur einnig breyst frá því
embættið var stofnað.
Búið með sparnað og séreignarsparnað
„Stærsti hópurinn okkar nú er barnafjöl-
skyldur og fólk sem hefur þreyð þorrann en er
búið með sparnað og séreignarsparnað en sér
lánin bara hækka og nær ekki lengur endum
saman,“ sagði Ásta. Fólk leitar einnig ráðgjaf-
ar eða greiðsluaðlögunar í kjölfar stærri og
smærri áfalla eins og veikinda, atvinnumissis
eða tekjulækkunar. En sér
fyrir endann á verkefnum
embættisins?
„Ég tel að embættið og
greiðsluaðlögunin séu
komin til að vera,“ sagði
Ásta en nú eru 64 stöðu-
gildi hjá embættinu.
Ásta sagði mikilvægt að
skuldarar gætu notið að-
stoðar, en það væri ljóst að
verkefnin mundu breytast frá því sem verið
hefði eftir efnahagshrunið. „Við erum að
hjálpa þeim sem eru hvað verst staddir fjár-
hagslega. Ákveðinn hluti þjóðarinnar verður
alltaf í greiðsluerfiðleikum. Það er mikilvægt
að sú þekking sem hefur aflast hjá embættinu
varðveitist og að við vinnum áfram að því að
leysa úr þessum erfiðleikum fólks. Þessi að-
stoð á að vera hafin yfir pólitík. Þetta er í raun
og veru velferðarmál.“
Meira um fjölskyldu-
fólk í vanda en áður
13.800 leitað ráðgjafar 4.661 sótt um aðlögun
Ásta S.
Helgadóttir
MFlestir hafa fengið lausn » 4
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samþykkt var á stjórnarfundi VR í fyrradag
tillaga um fulltrúa félagsins í nýrri stjórn Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna (LV). Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var í tillögunni,
sem borin var upp af Ólafíu B. Rafnsdóttur
formanni, lagt til að Bryndís Hlöðversdóttir,
formaður stjórnar Landsvirkjunar og fyrrver-
andi þingmaður Samfylkingarinnar, yrði for-
maður stjórnar lífeyrissjóðsins. VR útnefnir
fjóra stjórnarmenn af átta á móti fjórum
fulltrúum frá atvinnurekendum.
„Ef það er satt að fyrrverandi alþing-
ismaður Samfylkingarinnar sé að taka við, án
þess að vera neitt tengdur VR, þá er það mjög
slæm niðurstaða, með fullri virðingu fyrir
Bryndísi Hlöðversdóttur, vegna þess að
stjórnir lífeyrissjóðanna hafa í seinni tíð verið
ópólitískar,“ segir Helgi Magnússon, fráfar-
andi formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Hann segir að það sé sama úr hvaða flokki
menn komi en að hætt sé við að flokks-
pólitískur stimpill verði settur á gjörðir lífeyr-
issjóðsins ef fyrrverandi þingmaður sitji þar í
forsvari. Helgi, sem verður nú varaformaður
sjóðsins, segir að hann muni að sjálfsögðu
vinna með Bryndísi en að hann telji þetta ekki
vera réttan stíl.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, vildi
ekki tjá sig um málið þar sem það ætti eftir að
ganga formlega frá skipun stjórnarinnar og
verkaskiptingu hennar en gerði ráð fyrir að
það yrði gert í dag.
Deilir á skipan í
stjórn lífeyrissjóðsins
Bryndís Hlöðversdóttir formaður í LV
Fulltrúar VR
» Ásta Rut Jónasdóttir
» Birgir Már Guðmundsson
» Bryndís Hlöðversdóttir
» Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Framsóknarflokkurinn nýtur
mests fylgis allra stjórnmálaflokka
í þremur landsbyggðarkjör-
dæmum, skv. könnun Félagsvís-
indastofnunar. Í þéttbýlustu kjör-
dæmunum nýtur Sjálfstæðisflokkur
mests fylgis. Í einu kjördæmi er
Framsókn þriðji stærsti flokkurinn;
Reykjavíkurkjördæmi suður. »20
Ólíkt fylgi flokka í
dreifbýli og þéttbýli
Þingmannafjöldi
Skv. könnun Félagsvísindast. HÍ 17.-23. apríl
Sjálfstæðisflokkur 18 0
Framsóknarflokkur 20 0
Samfylkingin 9 1
Vinstri grænir 7 3
Björt framtíð 5 2
Píratar 4 3
Þingmannafjöldi
Þar af jöfnunarþingsæti
Krían er komin
til landsins.
Brynjúlfur
Brynjólfsson, um-
sjónarmaður
fuglavefjarins
www.fuglar.is, sá
kríuna sem var ein
á ferð, um klukkan 20 á miðvikudags-
kvöld við Ósland á Höfn í Hornafirði.
Yann Kolbeinsson líffræðingur
hefur skráð komur farfugla. Sam-
kvæmt meðaltali 1998-2012 hefur krí-
an komið 22. apríl, stundum fyrr eða
síðar.
Krían er komin og
sást í Hornafirði
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Seint í gærkvöldi varð ljóst að vél-
arbilunin í Gná, þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, væri alvarleg. Öxull
hafði brotnað við rafal og er talið
hugsanlegt að svarf hafi komst í olíu
við gírkassa en slíkt getur eyðilagt
hann.
Viðvörunarljós kom upp í mæla-
borði þyrlunnar þegar hún var í út-
kalli um hálfþrjúleytið í gær og
þurfti áhöfnin að snúa henni við.
Lenti hún á túni við bæinn Kvísker í
Öræfum. Björgunarbáturinn Ingi-
björg var sendur eftir skipverjanum
í stað þyrlunnar. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Landhelgisgæslunni hefði
hugsanlega verið mikil hætta á ferð-
um fyrir áhöfn vélarinnar ef hún
hefði verið komin lengra á haf út
þegar bilunin kom upp. Ljóst var að
þyrlunni yrði ekki flogið til baka til
Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi að
viðgerð lokinni.
Ekki er ljóst hversu lengi þyrlan
verður frá vegna bilunarinnar en af
þremur þyrlum Gæslunnar er nú að-
eins TF-SYN til reiðu.
MEin af þremur »2
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Lent í túnfætinum Áhöfnin á TF-GNA varð að hætta við útkall vegna viðvörunarljóss sem kviknaði í mælaborði þyrlunnar og lenda við fyrsta tækifæri.
Urðu að lenda í skyndi
Alvarleg bilun kom upp í gírkassa þyrlunnar í gær Þurfti að hætta við útkall
og lenda rétt hjá Kvískerjum Aðeins ein þyrla Landhelgisgæslunnar í notkun