Morgunblaðið - 26.04.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Einkennisklæddir karlar gengu fylktu liði frá
Skansinum í Vestmannaeyjum í gær undir stjórn
Karls Gauta Hjaltasonar sýslumanns.
Þar var minnst kapteins Kohls sýslumanns
sem kom til Eyja árið 1853 og stofnaði Herfylk-
ingu Vestmannaeyja til að halda uppi röð og
reglu og verjast sjóræningjum. Hleypt var af
fallbyssu og Lúðrasveit Vestmannaeyja lék her-
söng kapteins Kohls.
Herfylking til heiðurs kapteini Kohl
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Vestmannaeyingar minntust þess í gær að 160 ár eru frá því að kapteinn Kohl var skipaður þar sýslumaður
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bilun kom upp í þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, TF-GNA, þegar hún var
á leiðinni í útkall um hálfþrjúleytið í
gær. Kviknaði viðvörunarljós í
mælaborði hennar þegar hún var
komin rétt út fyrir land og var bil-
unin þess eðlis að snúa þurfti henni
við og lenda við fyrsta tækifæri á
Kvískerjum. TF-SYN var send á
vettvang um áttaleytið með flug-
virkja og viðgerðartæki og var þar
athugað hversu alvarleg bilunin væri
og hvort hægt væri að gera við hana
á staðnum. Kom bilunin upp í gír-
kassa vélarinnar og kom í ljós við at-
hugun að öxull hafði brotnað í henni.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðarsviðs Land-
helgisgæslunnar, sagði að það væri
möguleiki á því að senda þyrfti bíl í
dag til þess að sækja þyrluna en Gná
yrði ekki flogið ef ekki tækist að gera
við bilunina á staðnum. Hún yrði þá
komin til Reykjavíkur á morgun.
Þetta þýðir að aðeins ein af þrem-
ur þyrlum Gæslunnar er í lagi því
TF-LIF, er nú í reglubundinni skoð-
un. Segir Ásgrímur að þeirri skoðun
verði líklega flýtt vegna þessa atviks.
Öryggisreglur Gæslunnar valda því
að einungis má fljúga TF-SYN 20
sjómílur á haf út á meðan engin önn-
ur þyrla er til taks. Hún er ekki búin
nætursjónauka til flugs en er að öðru
leyti sambærileg við hinar þyrlurnar
tvær.
Danir brugðust snarlega við
Ásgrímur segir að snarlega hafi
verið haft samband við danska sjó-
herinn, sem hafi verið reiðubúinn til
aðstoðar. Danskt varðskip eigi að
koma til hafnar í dag en svo illa hitt-
ist á að þyrlan um borð þar er biluð.
Annað danskt varðskip verður því
sent frá Færeyjum, með þyrlu í lagi,
og mun það koma til landsins um
helgina. Frá og með sunnudeginum
ætti því að vera önnur þyrla til taks.
Ein af þremur þyrlum í lagi
Bilun í gírkassa TF-GNA Einungis ein þyrla til taks fram á sunnudag
Danskt varðskip með bilaða þyrlu um borð Von á öðru dönsku skipi
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Gestir TF-SYN og TF-GNA á túninu við Kvísker í gær. TF-GNA er þar enn.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þetta er met. Ég hef verið skipstjóri
í rúm fjörutíu ár og man ekki eftir
því að hafa fengið jafn mikið í einu
kasti sem nú: 38 tonn af fínum
þorski. Við fórum út klukkan sjö í
morgun og komum í land um þrjú-
leytið með 46,5 tonn úr tveimur köst-
um,“ segir Brynjar Kristmundsson,
skipstjóri á Ólafsvíkurbátnum Stein-
unni SH.
Sjómenn á bátum af Snæfellsnesi
rótfiska og í gær var Brynjar út af
Öndverðanesi á góðri aflaslóð. Fæð-
ingarorlofinu, en svo kalla sjómenn
hrygningarstoppið, lauk um sl. helgi
og þá var aftur farið að sækja sjóinn.
„Eftir daginn í dag höfum við fiskað í
vikunni 129 tonn og mest er þetta
vænn þorskur,“ segir Brynjar sem
er með sjö karla í áhöfn; bræður sína
fimm, son og
tengdasoninn.
„Ég veit ekki
hver hluturinn
eftir vikuna er, en
það er blóðugt
hve auðlinda-
skatturinn er hár.
Þá er stundum
sagt að eiginkon-
unni beri eft-
irtekja þess sem
fiskast sumar-
daginn fyrsta. Því er ekki endilega
fylgt, en sumargjöf til konunnar
hljómar vel,“ segir Brynjar sem er
langt kominn með kvótann. Því er
stutt í vertíðarlok.
Aflamet við Öndverðarnes er
sumargjöf til eiginkonunnar
Morgunblaðið/Alfons
Sjósókn Steinunn SH ber mikinn
afla að landi, ekki síst þessa dagana.
36 tonn í einu kasti í gær Um 130 tonn á land í vikunni
Brynjar
Kristmundsson
Verið er þessa dagana að ganga frá
samningum milli stjórnvalda og
Bændasamtaka Íslands um ráð-
stöfun fjármuna til að byggja og lag-
færa sauðfjárveikivarnagirðingar
víða um land. Málið hefur þótt vera
aðkallandi en peninga hefur vantað
til aðgerða, skv. heimildum Morg-
unblaðsins.
Nú er hins vegar að rakna úr
flækjunni og búið er að finna fjár-
muni. Í verðmiðlunarsjóði stuðnings
við sauðfjárrækt, sem aflagður var
fyrir nokkrum árum, eru um 40
milljónir kr. og þær á nú að leysa út
og verja í úrbætur. Á að fara í fram-
kvæmdir strax nú í sumar á þeim
girðingum sem illa eru farnar.
Ýmsir sjúkdómar steðja að ís-
lensku sauðfé. Þeim hefur hins veg-
ar verið hægt að halda að verulegu
leyti í skefjum með varnahólfum.
Þau eru alls 24, fjárflutningar milli
þeirra eru bannaðir og girðingar
halda aftur af flökkufé. sbs@mbl.is
Finna fé í
girðingar
Kindur Féð rekið í almenninginn.
40 millj. kr. ráð-
stafað í framkvæmdir
Gert er ráð fyrir vestlægri átt á
kjördag. Verður rigning víða vest-
antil en allvíða slydda til landsins.
Aðfaranótt sunnudags á síðan að
skipta yfir í norðanátt norðantil
með dálítilli snjókomu. Á sunnu-
deginum er síðan spáð aftakaveðri
fyrir norðan. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Íslands ætti
veðrið því ekki að hafa áhrif á taln-
ingu atkvæða fyrir norðan og vest-
an, þar sem skipta á um átt nokkru
eftir að kjörstöðum verður lokað
klukkan tíu.
Ríkarður Másson, formaður yfir-
kjörstjónar í Norðvesturkjördæmi
segir að menn vonist til þess að
óveðrið muni ekki hafa áhrif á taln-
ingu atkvæða en flytja þarf atkvæð-
in til Borgarness þar sem þau verða
talin. Ef allt fari á versta veg hafi
menn hins vegar það úrræði að
skipa undirkjörstjórn fyrir Vest-
firðina sem muni þá telja atkvæðin
þaðan. sgs@mbl.is
Kjörseðlar ættu að
komast til talningar
Vondu veðri spáð á kosninganótt
Morgunblaðið/Ómar
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra, Kristín Linda Árnadótt-
ir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, undirrituðu í gær, á
degi umhverfisins, friðlýsingu Ála-
foss í Varmá og Tungufoss í Köldu-
kvísl. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
lagði til friðlýsingu fossanna í til-
efni 25 ára kaupstaðarafmælis Mos-
fellsbæjar.
Álafoss og Tungu-
foss friðlýstir
Friðlýstur Álafoss í Varmá.