Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hjólreiðamenn kvarta margir sáran undan torginu fyrir framan tónlistar- húsið Hörpu. Telja þeir að um slysa- gildru sé að ræða. Fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á ferð um torgið vegna vatnsrennu sem er á torginu. Þá hafa a.m.k. tveir hjól- reiðamenn beinbrotnað við að detta á torginu. Viktor Þór Sigurðsson hjá hjóla- versluninni Tri segir að hjólreiðafólk hafi leitað til verslunarinnar í um tug tilvika vegna skemmds dekks eftir að hafa hjólað um torgið. „Fólk tekur ekki eftir þessum vatnslínum sem settar eru í torgið og lendir skyndi- lega ofan í þeim,“ segir Viktor og bætir við að torgið sé enn hættulegra hjólreiðafólki að vetrarlagi þegar snjór er yfir því. Árni Davíðsson, formaður Lands- samtaka hjólreiðamanna, segir að vit- að sé til þess að tveir hjólreiðamenn hafi hlotið beinbrot eftir að hafa hjól- að á torginu. „Torgið er hannað eins og um sé að ræða slétt torg þar sem menn geta valsað um en svo reynast vera á því holur og gjótur sem menn detta í. Í rigningu og slæmu skyggni renna hlutirnir saman þar sem allt er gráleitt á torginu,“ segir Árni. Engar merkingar Hann bendir á að ekki séu neinar merkingar á svæðinu sem vari fólk við. „Við höfum heyrt af nokkrum óhöppum en fjöldi slysa hefur ekki verið tekinn saman, enda er ekki haldið sérstaklega utan um það hvar slys verða,“ segir Árni. Árni bendir jafnframt á að vel sé hægt að fara örugglega yfir torgið um brú sem fer yfir umrædda vatns- rennu. Þá sé hægt að fara um gagn- stétt meðfram Sæbraut fjarri torginu ef fólk vilji komast leiðar sinnar til og frá miðbænum. „En taka verður með í reikninginn að margir útlendingar taka hjól á leigu og vita ekki að þarna er varhugavert að hjóla um,“ segir Árni. Lúmskar slysagildrur á torgi Hörpu  Tveir hafa beinbrotnað við að detta á torginu framan við Hörpu  Misfellur á sléttu torginu  Lands- samtök hjólreiðamanna funduðu í fyrra með borgaryfirvöldum og forstjóra Hörpu vegna málsins Morgunblaðið/Kristinn Torsýnilegt Hjólamenn taka ekki allir eftir flottu vatnslínunum við Hörpu og stýra hjólunum ofan í þær. Við það geta menn hlotið slæmar byltur. Torgið framan við Hörpu er hannað af Þráni Haukssyni, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. Í júní í fyrra fór Árni Dav- íðsson á fund með fulltrúa frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Halldóri Guðmundssyni, forstjóra Hörpu. Þar fór Árni yfir sjónarmið hjól- reiðafólks. „Það þarf að bæta merkingar þarna en það verður ekki gert nema í samráði við hönnuði torgsins. Við erum með þetta á verklista og okkur finnst þetta vera réttmætar ábend- ingar frá hjólreiðafólki,“ segir Halldór Guðmundsson. Réttmætar ábendingar SAMRÁÐ UM BREYTINGAR SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Embætti umboðsmanns skuldara höfðu hinn 23. apríl borist 24 um- sóknir um greiðsluaðlögun, 60 erindi og 89 umsóknir um ráðgjöf í þessum mánuði. Þessar tölur eru ekki end- anlegar því berist ekki nauðsynleg fylgigögn falla umsóknir niður. Hinn 1. mars síðastliðinn voru 388 umsóknir um greiðsluaðlögun í vinnslu hjá embættinu þar sem tekin var afstaða til þess hvort samþykkja ætti umsóknina eða ekki. Að jafnaði hafa um 77% umsókna hlotið sam- þykki, um 14% umsókna hefur verið hafnað og umsækjendur hafa aftur- kallað um 9% umsókna. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu mála hjá umboðsmanni skuldara 1. apríl 2013. Búið er að taka afstöðu til 4.273 greiðsluaðlögunarmála og af þeim eru 1.204 í vinnslu hjá umsjónar- mönnum. Í málum hjá umsjónar- mönnum er reynt að ná samningum við kröfuhafa fyrir hönd skuldara. Af 1.204 málum hjá umsjónar- mönnum eru 225 mál í vinnslu hjá umboðsmanni skuldara vegna ábendinga um að eitthvað hafi komið í ljós sem hindri greiðsluaðlögun. Tíu mál eru í vinnslu hjá dómstólum vegna beiðni um nauðasamninga. Samningar náðust í 76% tilfella í þeim málum sem er lokið hjá um- sjónarmönnum. Heimild til umleit- ana um greiðsluaðlögun hefur verið afturkölluð í tæplega 13% tilfella og færist það í vöxt. Vinnslu 3.069 umsókna um greiðsluaðlögun telst vera lokið. Þar af lauk 1.587 umsóknum með frjáls- um samningum og 29 með nauða- samningum. Hins vegar hefur 457 málum lokið hjá umsjónarmanni án samnings. Vinnslu 625 mála hefur lokið hjá umboðsmanni skuldara með synjun og 367 umsóknir voru afturkallaðar að frumkvæði umsækj- enda áður en mál fóru til umsjón- armanns. Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að gæta hagsmuna skuldara þegar við á. Tekið er við ábendingum skuldara um ágalla á lánastarfsemi og eru slík mál send áfram til viðeigandi eftirlitsstjórn- valds. Þá var umboðsmanni skuldara falið að hafa eftirlit með endur- útreikningum fjármálafyrirtækja á lánum einstaklinga sem höfðu ólög- mæta gengistryggingu. Frá 1. ágúst 2010 hafa embættinu borist 2.567 slík erindi. Þar af eru um 700 vegna lána með gengistryggingu. Eins bárust 1.018 erindi vegna ábyrgðarskuldbindinga. Flest þeirra snúa að ábyrgðarmönnum umsækj- enda um greiðsluaðlögun eða um ráðgjöf. Einnig hafa aðrir ábyrgðar- menn leitað til embættisins. Nú er lokið athugun á 998 ábyrgðum og 100 eru í athugun. Þar af hafa um 30% ábyrgðanna reynst vera ógild- ar, flestar vegna skuldabréfa en einnig vegna yfirdráttarheimilda, lánsveða og tryggingabréfa. Flestir hafa fengið lausn  77% umsókna um greiðsluaðlögun samþykkt  Vinnslu 3.069 umsókna um greiðsluaðlögun telst vera lokið  Um 30% ábyrgða reyndust vera ógildar Umboðsmaður skuldara » Embætti umboðsmanns skuldara tók til starfa 1. ágúst 2010. Hjá embættinu eru nú 64 stöðugildi. » Meginmarkmiðið er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í skulda- og greiðsluerfiðleikum í kjölfar hrunsins haustið 2008 og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Morgunblaðið/Eggert Umboðsmaður skuldara Margar þúsundir einstaklinga hafa leitað til embættisins og fengið greiðsluaðlögun eða ráðgjöf vegna fjárhagserfiðleika. Fjöldi umsókna hjá umboðsmanni skuldara Heimild: Umboðsmaður skuldara - www.ums.is Greiðsluaðlögun Tvær fasteignir Ráðgjöf Erindi 100 200 300 400 500 600 700 8000 mars febrúar janúar 2013 desember nóvember október september ágúst júlí júní maí apríl mars febrúar janúar 2012 desember nóvember október september ágúst júlí júní maí apríl mars febrúar janúar 2011 desember nóvember október september ágúst f. ágúst 2010 Sérstakar aðstæður vegna greiðslu- skjóls skýra tæplega 800 umsóknir sem bárust umboðsmanni skuldara um greiðsluaðlögun í júní 2011. Þá bárust álíka margar umsóknir og allt árið 2012. Ástæðan var bráðabirgða- ákvæði í lögum sem olli því að fólk sem lagði inn umsókn um greiðsluaðlögun fór beint í greiðslufrestun. Umsóknarfresti um 110% leiðina lauk á sama tíma sem ýtti undir fleiri umsóknir. Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði að sífellt stærri hópur þeirra sem legðu inn umsóknir hjá embættinu væru að leita eftir ráð- gjöf. Ráðgjöfin er vægara úrræði en greiðsluaðlögun. Í henni leitar fólk samninga við kröfuhafa án þess að fara í greiðsluaðlögun. Embætti umboðsmanns skuldara verður þriggja ára 1. ágúst nk. Þungi vinnunnar hjá embættinu er nú við að ljúka greiðsluaðlögunarsamningum. „Það er farið að reyna á lagaákvæði um að afmá veðskuldir og hvernig málalok greiðsluaðlögunar verða. Þar er mesti þunginn núna og við breytingu samninga,“ sagði Ásta. Þegar veðréttindi eru afmáð er tekið mið af greiðslugetu skuldara og matsverði eignar hans. Þær veð- skuldir sem eru umfram matsverð eignar og greiðslugetu skuldarans eru máðar af fasteigninni. Einnig er tekið tillit til óveðbundinna skulda. Þetta er lokastig endurskipulagn- ingar fjármála skuldarans. Eftir greiðsluaðlögunina á að vera búið að laga greiðslubyrðina að greiðslugetu hans. Eftir það á hann að geta staðið við sínar skuldbindingar til fram- búðar. Ásta minnti á að fyrir hrun hefði Ráðgjafarstofa um fjármál heim- ilanna verið til og alltaf haft nóg að gera. Þar voru þá ekki nema sjö starfsmenn en hjá umboðsmanni skuldara eru nú 64 stöðugildi. Hún sagði fulla þörf fyrir þessa þjónustu. gudni@mbl.is Æ fleiri vilja fá ráðgjöf  Mörg mál eru komin á lokastig Ásta S. Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.