Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Í umræðuþætti í sjónvarpinu ígærkvöldi kom berlega í ljós
að ekki er öllum forystumönnum
stjórnmálaflokkanna treystandi
þegar kemur að fullveldi lands-
ins.
Þeir halda sumir áfram blekk-ingunni um að hægt sé að
kíkja í pakkann hjá ESB og ná
einhverjum „samn-
ingum“ um nið-
urstöðu aðlög-
unarviðræðnanna
sem staðið hafa yf-
ir megnið af kjör-
tímabilinu án þess
að um nokkuð hafi
verið samið.
Segja má að málflutningurSamfylkingarflokkanna
tveggja og Vinstri grænna í þess-
um umræðuþætti hafi staðfest
orð sem þá fráfarandi formaður
Bændasamtakanna lét falla á
Búnaðarþingi á dögunum:
Í mínum huga er umsókn umaðild að Evrópusambandinu
pólitískt dauð, henni verður end-
anlega aflýst eftir alþingiskosn-
ingarnar í vor, en þær kosningar
eru fullveldiskosningar. Við höf-
um staðið fast á okkar stefnu í
málinu og sætt margvíslegum
ákúrum en okkar sjónarmið hafa
aldrei verið hrakin.“
Haraldur Benediktsson hafðirétt fyrir sér um að kosn-
ingarnar á morgun eru öðrum
þræði kosningar um fullveldi
landsins. Þær snúast meðal ann-
ars um hvort blekkingar stjórn-
arflokkanna í þágu Evrópusam-
bandsaðildar eigi að fá að halda
áfram eða hvort aðildarviðræður
verði stöðvaðar og Íslandi hlíft
við frekari sýndarmennsku og
blekkingum.
Haraldur
Benediktsson
Fullveldis-
kosningar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.4., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík -2 snjókoma
Akureyri 0 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 3 léttskýjað
Vestmannaeyjar 2 skýjað
Nuuk 1 upplýsingar bárust ek
Þórshöfn 7 alskýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 11 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 8 skúrir
London 22 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 21 heiðskírt
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 18 léttskýjað
Vín 25 léttskýjað
Moskva 3 skúrir
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 20 skýjað
Barcelona 15 skúrir
Mallorca 17 skýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 23 heiðskírt
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 7 léttskýjað
New York 11 heiðskírt
Chicago 6 skýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:16 21:36
ÍSAFJÖRÐUR 5:07 21:55
SIGLUFJÖRÐUR 4:50 21:38
DJÚPIVOGUR 4:42 21:09
www.brynja.is - brynja@brynja.is
LYKILVERSLUN VIÐ
LAUGAVEGINN
Hefilbekkir fyrir alla
HOBBYBEKKIR
VERKSTÆÐISBEKKIR
SKÓLABEKKIR
Meira en 90 ára reynsla í
framleiðslu á hefilbekkjum
þar sem hugsað er um
notandann og notagildið.
Småland
27.700 kr.
Hobby
32.500 kr.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Störfum á vegum ríkisins á Vest-
urlandi hefur fækkað um 3% frá
árinu 2005 á sama tíma og íbúum
svæðisins hefur fjölgað um 3,5%.
Þegar tekið er tillit til íbúafjölda hef-
ur opinberum störfum því fækkað á
Vesturlandi um 5,5% á síðustu átta
árum. Þetta kemur fram í nýjum
hagvísi um störf á vegum ríkisins á
Vesturlandi sem Vífill Karlsson hag-
fræðingur hefur unnið fyrir Sam-
band sveitarfélaga á Vesturlandi.
Í skýrslunni kemur fram að stöðu-
gildi á vegum ríkisins hafi verið
795,8 í febrúar síðastliðnum. Þar af
séu 384,9 á vegum velferðarráðu-
neytisins og 169,9 á vegum mennta-
og menningarmálaráðuneytisins. Í
sambærilegri athugun sem gerð var
árið 2005 voru 824 stöðugildi á veg-
um ríkisins á Vesturlandi og hefur
því fækkað um 28,2 á milli áranna
2005 og 2013. Segir í skýrslunni að
þetta sé athyglisverð þróun í ljósi
þess að nýjar stofnanir og fyrirtæki
á vegum ríkisins hafi hafið starfsemi
á þessum tíma. Samtals fylgi þess-
um nýju stofnunum 53,25 ný stöðu-
gildi. Þá kemur einnig fram að op-
inber stöðugildi eru færri á
Vesturlandi en á Norðurlandi vestra
en þar hefur stöðugildum fækkað
jafnt og þétt á sama tímabili.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Akranes Opinberum störfum á
Vesturlandi hefur fækkað frá 2005.
Samdrátt-
ur á Vest-
urlandi
Opinberum störf-
um fækkar um 3%