Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
„FJÖLBREYTT ATVINNULÍF;
FISKUR, FERÐAMENN
OG ROKK“
GUÐMUNDUR M. KRISTJÁNSSON
HAFNARSTJÓRI ÍSAFJARÐARBÆJAR
OG STJÓRNARFORMAÐUR ROKKHÁTÍÐARINNAR
ALDREI FÓR ÉG SUÐUR
„HÆKKUN BARNABÓTA“
„HÆKKUN
GRUNNFRAMFÆRSLU
NÁMSLÁNA UM
TÆP 40%“
KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR ÞÝÐANDI
ELÍAS HALLDÓR ÁGÚSTSSON KERFISSTJÓRI
„STRANDVEIÐAR“
„TVÖFÖLDUN
KVIKMYNDASJÓÐS“
RAGNAR BRAGASON
KVIKMYNDALEIKSTJÓRI, REYKJAVÍK
EYRÚN ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
NÁMSMAÐUR Í HÍ
SIGURÐUR KJARTAN HÁLFDÁNARSON
SJÓMAÐUR, BOLUNGARVÍK
– ÞESS VEGNA KJÓSUM VIÐ VG
www.rita.is Ríta tískuverslun
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Síðar mussur
kr. 7.900
Fleiri litir
Str. 40-58
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Atvinnuleysið er heldur á undanhaldi en staðan
er eigi að síður alvarleg. Í dag eru um 9% fé-
lagsmanna okkar án atvinnu, á sama tíma og lands-
meðaltal atvinnuleysis er 4,5%,“
segir Sigurður Bessason, for-
maður Eflingar – stéttarfélags.
„Á bak við þessar tölur eru alls
1.750 félagsmenn í atvinnuleit
og þar af er rúmur helmingur af
erlendum uppruna. Þessar stað-
reyndir og þróun á vinnumark-
aði hefur leitt til þess að starfs-
háttum hér hjá Eflingu hefur
verið breytt. Við reynum eftir
megni að koma til móts við fólk í
daglegum aðstæðum þess og
teljum það hafa gefið góða raun.“
13,5% atvinnulaus
þegar mest var
Mikið hefur reynt á styrk og þjónustu stétt-
arfélaga síðustu ár. Þúsundir manna misstu at-
vinnu sína í hruninu í október 2008. Bygginga- og
jarðvinnuframkvæmdir stöðvuðust nánast strax og
í flestum fyrirtækjum landsins var fólki sagt upp
störfum og starfshlutfall margra lækkað.
„Þetta var mikill skellur og þar sem margt af
okkar fólki hefur í mörgum tilvikum skemmri
menntun að baki, er staða þess á vinnumarkaðinum
brothætt. Ófaglærðir lentu margir í erfiðri stöðu,
en vorið 2009 voru alls 2.700 Eflingarfélagar án
vinnu eða um 13,5% af rúmlega 20 þúsund fé-
lagsmönnum. Tölurnar voru á því róli í þrjú ár, það
er kannski fyrst núna sem landið er aðeins að rísa,“
segir Sigurður.
Hann bætir við að þó atvinnulausum sé aðeins að
fækka núna geti skýringarnar á því verið margar.
Réttur fólks til atvinnuleysisgreiðslna var lengdur
upp í fjögur ár úr þremur með bráðabirgðalögum,
sem féllu úr gildi um sl. áramót. Margir hafi verið á
bótum þann tíma og eigi skv. því nú aðeins hugs-
anlega rétt á stuðningi frá félagsþjónustu sveitarfé-
laga.
Átak að koma sér aftur af stað
„Ég óttast að fólkið sem nú er að detta út af at-
vinnuleysisskránni geti lent í gati í kerfinu,“ segir
Sigurður Bessason. Hann telur félagslegan stuðn-
ing mikilvægan þegar fólk hefur verið lengi at-
vinnulaust. „Eftir að hafa verið án vinnu í eitt ár er
talsvert átak að koma sér aftur af stað. Því höfum
við hvatt fólk til að sækja allan þann stuðning sem
er í boði, svo sem skemmri námskeið. Þá hefur fólk
fengið styrki til þess að stunda líkamsrækt og fleira
sem gagnast.“
Aðrar aðgerðir í þágu atvinnulausra segir for-
maður Eflingar hafa gefið góða raun. Nefnir hann í
því sambandi meðal annars verkefnið Liðsstyrk. Í
krafti þess hefur fólk fengið tímabundna ráðningu
hjá fyrirtækjum sem aftur fá meðgjöf frá Vinnu-
málastofnun, sem nemur atvinnuleysisbótum við-
komandi. Þessar greiðslur lækka síðan eftir því
sem líður á.
„Þetta hefur komið vel út. Margir hafa í fram-
haldinu verið ráðnir sem fastir starfsmenn. Þá er til
nokkurs unnið,“ segir Sigurður.
Töldum það félagslega skyldu
Hjá Eflingu var mörkuð sú stefna að félagsmenn
án atvinnu héldu aðild sinni með greiðslu fé-
lagsgjalda og þó þeir greiddu ekki t.d. svo sem
sjúkrasjóð, skyldu þeir eigi að síður njóta réttinda.
„Við teljum slíkt einfaldlega vera félagslega skyldu,
enda höfðum við svigrúmið. Staða félagsins er
sterk,“ segir Sigurður. Nefnir í því sambandi að
fyrir nokkrum misserum hafi félagsgjöld af launum
verið lækkuð úr 1,0% í 0,7%. Eigi að síður hafi fé-
lagið getað komið til móts við félaga sína með sama
hætti og áður með þjónustu, svo sem í gegnum
sjúkra-, mennta- og orlofssjóði. Sanni félagið með
því – og verkalýðshreyfingin almennt – hve sterkt
bakland það sé launafólki.
Í janúar sl. voru gildandi kjarasamningar á al-
mennum vinnumarkaði endurskoðaðir. Samningar
þessir voru gerðir snemma árs 2011 og giltu þá til
þriggja ára. Aðstæður í efnhagsmálum voru hins
vegar þess valdandi að gildistíminn var styttur um
nokkra mánuði – eða fram í nóvember nk.
Kaupmáttur gufar upp
„Nú vitum við auðvitað ekki hvernig aðstæður
verða eftir hálft ár. Verðbólgan er á skriði, gengi
krónunnar er hátt og vextir sömuleiðis. Aukinn
kaupmáttur er því fljótur að gufa upp við slíkar að-
stæður. Stóra verkefnið er því að að ná jafnvægi í
efnahagslífinu,“ segir Sigurður Bessason.
Margir að missa bótaréttinn
Ófaglært Eflingarfólk í erfiðri stöðu Útlendingar helmingur atvinnulausra
Félagslegur stuðningur er mikilvægur Félagsmenn halda réttindum
Sigurður
Bessason
Morgunblaðið/Golli
Atvinna Framkvæmdir eru víða í gangi eða eru
að fara af stað - sem kallar á vinnufúsar hendur.
- með morgunkaffinu