Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 11
„Við keyptum miðana á tónleikana í fyrrasumar og
Ástrós tók þátt í leik á netinu fyrir þá sem eru í aðdáenda-
klúbb á bieberfeever.com, til að freista þess að reyna að
vinna þennan passa, sem gengur út á að fá að hitta Justin
Biber rétt fyrir tónleika og láta smella af einni mynd með
honum. Leikurinn gekk út á að senda myndir af öllu Justin
Bieber-dóti sem hún átti og senda inn texta um hann. Hún
sendi fullt af myndum og heila ritgerð um hvað henni
finnst um Justin Bieber sem tónlistarmann, af hverju hún
vildi sigra í þessari keppni og um það hvað hún elskar hann
mikið,“ segir Elísa og hlær.
Bað um knús og fékk að snerta hann
„Við bjuggumst aldrei við að vinna og þegar Ástrós sá
póstinn um að hún hefði unnið, þá var það á sama tíma og
vinningshafarnir áttu að vera mættir til að hitta Justin.
Þetta var því mikið stress að komast út í tónleikahöll og
missa ekki af þessu einstaka tækifæri. Það fór allt í panik
og við rukum út án þess að vera tilbúnar, ég var ekki einu
sinni búin að setja á mig maskara. Við hlupum í einum
spretti út til að taka leigubíl og lentum í rosalegri umferð
og vorum með tárin í augunum af ótta við að missa af
þessu. Við stukkum út úr bílnum áður en við vorum komn-
ar alla leið og hlupum lokasprettinn.“
Þær voru aldeilis ekki seinar, því þær þurftu að bíða í
einn og hálfan tíma áður en byrjað var að hleypa inn í holl-
um. „Við vorum sjö stelpur sem fórum saman inn til hans,
fimm danskar og við tvær íslenskar frá Selfossi. Þetta
gekk mjög hratt fyrir sig, en ég spurði hann hvort ég
mætti knúsa hann og hann sagði já. En þegar hann var
rétt að byrja að knúsa mig þá var mér ýtt í burtu og hann
sagði „sorrí“, það lá svo mikið á að láta þetta ganga hratt
fyrir sig. En ég fékk að snerta hann, það skiptir öllu máli.“
Líka fullt af strákum á tónleikunum
Þegar þær komu út frá Justin þurftu þær að bíða í röð
með öllum hinum sem höfðu hitt hann, til að komast aftur í
höllina. „Allir voru hágrátandi, það var eiginlega fáránlegt.
Lítil stelpa sem var fyrir aftan okkur í röðinni, hún var
með ekkasog og gat varla andað. En við fórum líka að
gráta smá fyrst á eftir,“ segir Elísa og bætir við að tónleik-
arnir hafi verið æðislegir. „Allt var svo flott, þetta var mik-
ið „show“, flugeldar og myndbönd með atriðum sem við
aðdáendur hans þekkjum söguna á bakvið. Það voru mikl-
ar og sterkar tilfinningar í salnum.“ Elísa segist hafa verið
mjög hissa á því hversu margir tónleikargestir voru strák-
ar. „Ég hélt það yrðu bara stelpur. Og það voru líka mjög
margir krakkar yngri en við.“ Pabbi Ástrósar fór með
þeim á tónleikana og honum fannst mjög gaman. „Ég hef
aldrei farið á svona stóra tónleika í útlöndum og þetta var
mjög mikil upplifun. Við munum pottþétt gera þetta aftur,
þetta var svo rosalega gaman.“
Hann er góður og hjálpar veikum börnum
Elísa segir að þær Ástrós hafi fengið Biberveikina í
kringum tíu ára aldurinn. „Við urðum alveg sjúkar um leið
og við sáum hann í fyrsta sinn. Það er bara allt við hann
svo frábært, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Hann
er fáránlega myndarlegur, hann er góður tónlistarmaður
og syngur mjög vel. Röddin hans er flott og hann er alltaf
að láta gott af sér leiða og hjálpar veikum börnum. Það er
allt gott við hann. Vissulega heyrum við helling af leið-
inlegum sögum af honum en við kjósum að trúa þeim
ekki.“ Elísa segir herbergið sitt vissulega bera þess merki
hversu mikill aðdáandi Justin Biebers hún er. „Ég málaði
á vegginn yfir rúminu mínu texta úr lagi eftir hann þar
sem segir að maður eigi aldrei að segja aldrei og láta
drauma sína rætast. Ég á líka rúmföt með mynd af honum
og sef því hjá honum á hverri nóttu,“ segir hún og hlær.
Meyjarskemma Rúmföt Elísu skarta Justin Bieber og
texta frá honum málaði hún á vegginn fyrir ofan rúmið.
Mikil stemning Gífurlegur mannfjöldi var á tónleikunum. Myndina tók Elísa að nýloknum tónleikunum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Börnum og ungmennum 10 ára og
eldri gefst tækifæri til að hlýða á
sviðsettan leiklestur á sunnudaginn
kl. 18-20 í Tjarnarbíói.
Verkið heitir Útlenski drengurinn
og er eftir rithöfundinn Þórarin Leifs-
son. Það fjallar á gamansaman hátt
um ósköp venjulegan íslenskan dreng
sem lendir í því að yfirvöld telja hann
vera útlending. Drengurinn missir
ríkisfangið og bíður örlaga sinna á
skólabókasafninu.
Þessi viðburður er hluti af leiklist-
arhátíð ASSITEJ sem eru samtök
sem hafa það að markmiði að gera
leiksýningum fyrir börn og ungt fólk
hátt undir höfði. Hvorki aðdáendur
Þórarins né ungt leikhúsáhugafólk
ætti ekki að láta þennan viðburð
framhjá sér fara.
Útlenski drengurinn
Leiklestur á
verki í vinnslu
Ég hef aldrei alveg skilið tilhvers tengdamæður vinaminnar eru. Þannig að égfór að hugsa: Eitthvað
hljóta þær að eiga að gera? Þær
virðast hafa óþægilega mikinn tíma
fyrir sjálfar sig eftir að vinir mínir
fönguðu dætur þeirra. Þeim hlýtur
að leiðast. Svo fattaði ég svolítið.
Þær geta eldað fyrir mig kvöldmat.
Nú vinn ég hörðum höndum að því
að kortleggja allar tengdamæður
vina minna og þarf væntanlega aldr-
ei að borða einn aftur. Ég held að
þær kunni vel að meta það að fá mig
í heimsókn. (Ekki nema tengda-
mæðurnar bjóði upp á take-away, þá
þurfa þær ekki að hitta mig. Það
gæti verið gott af og til.) Og ég
lofa að fara þegar maturinn er
búinn.
Ég sé mikil tækifæri í þessu
fyrir mig. Ég nefnilega elda
ekki. (Afi reyndi að senda
mig á námskeið en ég
hlýddi ekki.) Þannig að
með því að heimsækja
þessar góðu konur fæ ég
vonandi góðan mat og
verð ekki feitur og ógeðs-
legur af skyndibitaáti.
Ég sé ekkert slæmt við
þetta, nema kannski það að
ég gæti þurft að brydda upp á
einhverjum umræðuefnum
við kvöldverðarborðið. Ég veit ekk-
ert hvað ég á að segja við þessar
tengdamæður vina minna! En ég get
hlustað og sagt og af til: „Já, þú seg-
ir nokkuð.“
Kosturinn við að einblína á bless-
aðar tengdamæðurnar er að hægt er
að spyrja tengdason-
inn: Er hún ekki
örugglega al-
mennilegur
kokkur og
þokkalega
skemmtileg? – Það er
of ljótt að spyrja hann
sömu spurningar um
mömmu sína. Þar dreg ég
línuna.
»Kosturinn við að ein-blína á blessaðar
tengdamæðurnar er að
hægt er að spyrja tengdason-
inn: Er hún ekki örugglega
almennilegur kokkur og
þokkalega skemmtileg?
Heimur Helga Vífils
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Í tilefni Barnamenningarhátíðar býð-
ur Gerðuberg næsta sunnudag upp á
spennandi smiðju í gerð fuglahúsa.
Einnig verður lifandi leiðsögn um
sýninguna Fuglar - listin að vera
fleygur. Smiðja í fuglahúsagerð verð-
ur frá kl. 14-16 á Markúsartorgi (ef
veður leyfir). Ungir sem aldnir geta
komið og fengið smíðaefni til að gera
sitt eigið fuglahús. Búið verður að
forsníða þrjár tegundir af húsum og
verður aðstaða og verkfæri á staðn-
um ásamt aðstoð frá starfsfólki.
Dómnefnd velur þrjú hús sem skara
fram úr og eru verðlaunin útskornir
fuglar eftir Hafþór R. Þórhallsson.
Leiðsögn um sýninguna Fuglar verður
kl. 15, þar sem fuglar eru sýndir eins
og maðurinn sér þá; fiðraðir, tálgaðir,
teiknaðir, glerjaðir, málaðir, mynd-
aðir, mótaðir og talaðir á flug.
Listin að vera fleygur
Fuglar Börn hafa gaman af fuglum.
Smiðja í gerð fuglahúsa