Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
„Við verðum að leggja hart að okk-
ur til að viðhalda þessum árangri,“
segir Hafliði. Hann segir að Íslend-
ingar séu duglegir en geti einnig lært
af erlendum knöpum, til dæmis í því
að taka sér lengri tíma til að þjálfa
góð hross.
Námskeiðin sem liðsstjórinn hefur
staðið fyrir í vetur voru opin öllum en
færri komust að en vildu. Þátttaka í
þeim er ekki skilyrði fyrir vali í liðið
enda ræður frammistaða knapa og
hesta á úrtökumótinu mestu. Portú-
galski reiðkennarinn Julio Borba
kenndi ásamt Rúnu Einarsdóttur og
Olil Amble. Hafliði sér fyrir sér að
slík námskeið verði ómissandi liður í
undirbúningi fyrir öll stórmót á er-
lendri grundu í framtíðinni. Sér-
staklega nefnir hann þá reynslu og
þekkingu sem ungmennin geti öðlast
með fullorðnum knöpum til undirbún-
ings þeirrar hörðu keppni sem fram-
undan er. „Ég vildi hefja undirbúning
fyrr til þess að sjá vandamálin og eiga
kost á að laga þau,“ segir Hafliði.
Í landsliðinu fyrir HM í Berlín
verður 21 knapi. Sjö íþróttamenn
verða valdir hér heima og þrír að auki
fá að verja titla sem þeir unnu með
sigri í sínum greinum á síðustu
heimsleikum. Það eru Bergþór Egg-
ertsson, Jóhann Skúlason og Eyjólfur
Þorsteinsson. Þá verða fimm ung-
menni í liðinu en það er tveimur fleira
en á síðustu heimsleikum. Stigahæsti
5-gangari, 4-gangari og töltari á úr-
tökumótinu vinna sér sæti í landslið-
inu ásamt knapa sínum, bæði hjá
ungmennum og fullorðnum. Að auki
fljótasti skeiðhesturinn í keppni full-
orðinna knapa og annar hestur og
knapi sem ná besta árangri í slak-
taumatölti eða gæðingaskeiði. Báðir
þessir keppendur þurfa að ná til-
teknum lágmarksárangri. Liðsstjór-
inn velur tvo íþróttamenn til viðbótar,
bæði í flokki fullorðinna og ung-
menna.
Sex kynbótahross verða sýnd fyrir
hönd Íslands, þrjár hryssur, 5, 6 og 7
vetra og þrír stóðhestar á sama aldri.
Falast verður eftir hæst dæmdu
hrossunum sem fædd eru á Íslandi,
hvort sem þau eru hér heima eða er-
lendis.
Þegar hópurinn hefur verið valinn
endanlega er ekki langt í að hrossin
fari út en tíminn verður notaður í
einskonar þjálfunarbúðir með æfing-
um og fyrirlestrum.
Okkar stærstu heimsleikar
„Ég hlakka til. Þetta verða okkar
stærstu heimsleikar. Þeir verða í
stórborg og von er á 20 til 30 þúsund
gestum. Nokkur hundruð Íslend-
ingar hafa keypt sér far,“ segir Haf-
liði. Hann er einnig farinn að hugsa til
Norðurlandamótsins sem verður í
Herning í Danmörku á næsta ári og
Heimsleika 2015 sem einnig verða
haldnir í Herning. Vonast hann til að
hægt verði auka áherslu á Norð-
urlandamótin. „Norðurlandabúar
standa framarlega í hestamennsk-
unni og þar eru mikil sóknarfæri,“
segir Hafliði.
„Förum bara út til að ná í gull“
Liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum segir að Íslendingar verði að leggja hart að sér til
að halda forystu í Íslandshestamennskunni 21 hestamaður verður í landsliði Íslands í Berlín
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fjáröflun Ístöltsmótin eru mikilvægur liður í fjáröflun landsliðsnefndar fyrir Heimsleika íslenska hestsins í Berlín.
Liðsstjóri Hafliði Þ. Halldórsson í Ármóti stjórnar landsliðinu.
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við förum bara út til að ná í gull,“
segir Hafliði Þ. Halldórsson, liðsstjóri
íslenska landsliðsins í hestaíþróttum,
um markmið með vali á landsliðs-
mönnum á Heimsleika íslenska hests-
ins sem haldnir verða í Berlín, höf-
uðborg Þýskalands, í byrjun ágúst.
Landsliðsnefndin og liðsstjórinn
hafa verið að undirbúa val landsliðs-
ins og þátttöku í HM. Sú nýjung hef-
ur verið innleidd að halda opin nám-
skeið fyrir knapa sem áhuga hafa á að
spreyta sig á mótinu. Síðasta al-
menna námskeiðið var um síðustu
helgi. Þátttaka hefur verið góð og
sýnir það að margir hafa áhuga á að
keppa fyrir hönd landsins. Knaparnir
halda áfram að þjálfa hestana næstu
vikurnar og vinna úr þeirri fræðslu
sem þeir hafa fengið.
Val á hluta landsliðsins ræðst í tvö-
faldri úrtöku sem verður um miðjan
júní í tengslum við Gullmót á fé-
lagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík.
Liðsstjórinn mun síðan velja nokkra
fulltrúa til viðbótar og reiknar með að
tilkynna landsliðið opinberlega 9. júlí.
Mikil samkeppni
„Markmið okkar sem íslenskrar
þjóðar og eiganda íslenska hestsins
er alltaf að ná besta árangri og halda
forystu í Íslandshestamennskunni í
heild, í ræktun, þjálfun, keppni og
sölu. Við megum hins vegar ekki
gleyma því að við erum í mikilli sam-
keppni við góða erlenda knapa og
bestu hross í heimi, bæði hross sem
ræktuð hafa verið hérlendis og er-
lendis. Um leið og við förum að slá af
kröfunum missum við forystuna. Þá
segi ég: Hvað hafa Norðurlandabúar
og aðrir Evrópubúar að sækja til Ís-
lands ef við erum ekki betri en þeir,“
segir Hafliði. Hann segir að gríð-
arlegir viðskiptahagsmunir séu í húfi,
bæði við útflutning hrossa og vinnu
íslenskra knapa erlendis. Heimsleik-
arnir séu mikilvægur liður í að við-
halda viðskiptunum.
Þátttaka í Heimsleikum íslenska
hestsins er mikið verkefni. Kostar á
þriðja tug milljóna króna.
Landsliðsnefnd Landssambands
hestamannafélaga annast skipu-
lagningu, undirbúning og fjáröflun í
samvinnu við stjórn sambandsins og
starfsfólk. „Undirbúningur hefur
staðið í tvö ár. Þegar HM lýkur hefst
ávallt undirbúningur fyrir það
næsta,“ segir Bjarnleifur Bjarnleifs-
son, formaður landsliðsnefndar.
Nefndin aflar sjálf og í samvinnu
við aðra fjármuna sem duga fyrir
hluta af kostnaði við þátttöku lands-
liðsins í HM. Tekjurnar koma af ís-
töltmótum og sölu happdrættismiða
og folatolla. Þá fást tekjur af samn-
ingum við ýmis fyrirtæki. Nefna má
að hluti af seldum pakkaferðum Úr-
vals-Útsýnar á mótið rennur til
landsliðsins. Ríkið leggur einnig
eitthvað til en hlutur þess hefur far-
ið minnkandi undanfarin ár.
Bjarnleifur vonast til að landsliðið
nái góðum árangri. Nefnir að Íslend-
ingar hafi á tveimur síðustu mótum
unnið liðabikarinn sem veittur er
fyrir bestu heildarframmistöðu, eða
í bæði skiptin sem bikarinn hefur
verið veittur. „Það er jákvætt að fá
liðabikarinn. Landsliðsnefndin legg-
ur einnig áherslu á að við séum góð-
ir fulltrúar lands og þjóðar, upp-
runalands íslenska hestsins. Það er
ígildi tveggja gulla að geta sagt eftir
mótið: Mikið vorum við með gott
lið.“
Morgunblaðið/Kristinn
Kostar á þriðja tug
milljóna að senda lið
ENDING - ÁNÆGJA
W.WEBER.IS
-
W
GÆÐI
W