Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
að skipulagningu þjónustu nýrra
íbúahverfa,“ segir Andrés.
Auðvelt að hagræða
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, tekur í sama
streng. „Það er enginn vafi á því að
offjárfesting í verslunarhúsnæði
leiðir til hærra vöruverðs. Við höfum
minnst á þetta í óralangan tíman en
alltaf er fjárfest meira og meira,“
segir Jóhannes. Hann telur hátt
vöruverð að hluta til mega rekja til
offjárfestinga en ekki síður vegna
langra afgreiðslutíma. „Það ætti að
vera auðvelt að hagræða, neyt-
endum til hagsbóta. Við kaupum
ekki meiri matvöru þótt opið sé á
nóttunni, heldur leiða lengri af-
greiðslutímar til breytinga á því hve-
nær fólk kaupir inn,“ segir Jóhann-
es.
Stutt í næsta stórmarkað
Offjárfesting í húsnæði og langir afgreiðslutímar leiða til hærra vöruverðs
Þeir sem skipuleggja ný hverfi bera ábyrgð að mati framkvæmdastjóra SVÞ
Matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu*
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
10-11
Bónus
Hagkaup
Krónan
Samkaup
Melabúðin
Kostur
Víðir
Iceland
Þín verslun
Fjarðarkaup
Nóatún
*Listinn er ekki tæmandi
SVIÐSLJÓS
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Rúmlega 70 matvöruverslanir sem
ýmist teljast stórar eða eru hluti af
verslanakeðjum eru á höfuðborg-
arsvæðinu auk fjölda smærri versl-
ana sem selja matvöru. Ríflega 200
þúsund manns búa á svæðinu og sé
einungis miðað við þær verslanir
sem sýndar eru á kortinu eru um
2.800 íbúar um hverja þeirra.
Í skýrslu sem ráðgjafarfyr-
irtækið McKinsey & Company
vann um íslenskt hagkerfi og kynnt
var undir lok síðasta árs kemur
meðal annars fram að offjárfesting
hafi verið í verslunarhúsnæði hér á
landi og að of mikill mannafli,
vinnutími og fjármunir séu bundnir
í fjármála- og smásölugeiranum
samanborið við nágrannalöndin. Er
þá átt við allt verslunarhúsnæði,
ekki eingöngu matvöruverslanir.
Þeirri spurningu er meðal ann-
ars velt upp hvort hátt vöruverð
megi að hluta til rekja til offjárfest-
ingar í verslunarhúsnæði. Höf-
uðborgarsvæðið er sérstaklega
nefnt í þessu samhengi. Þá er bent
á að afgreiðslutími verslana er tals-
vert lengri en hjá öðrum norrænum
ríkjum en þrátt fyrir það er fram-
leiðni ekki meiri en óhagkvæmni að
sama skapi mikil.
„Við höfum lengi bent á að á und-
anförnum árum hefur verið offjár-
festing í verslunarhúsnæði,“ segir
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu. Hann segir þessa þró-
un mega rekja til skipulagningar
nýrra hverfa. „Skipulagsyfirvöld og
verktakar ákveða það í sameiningu
hvað fer undir verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði. Ekki hefur verið far-
in sú leið að fá úttekt hjá hags-
munasamtökum verslunarinnar um
það hvort þörf sé á þessu viðbótar
verslunarhúsnæði,“ segir Andrés.
Hann bendir til að mynda á að
Korputorg, Bauhaus og Kauptún í
Garðabæ hafi verið opnuð um svip-
að leyti án þess að sjáanleg þörf
hafi verið fyrir verslunarhúsnæði af
þessari stærðargráðu. Samanlagt
rými á þessum stöðum er um 80
þúsund fermetrar. „Í skýrslunni er
bent á lélega framleiðni í verslun og
offjárfestingu í verslunarhúsnæði.
En þar er að okkar mati ekki við
verslanirnar að sakast. Sökin ligg-
ur hjá skipulagsyfirvöldum og að-
ilum í byggingariðnaði því það eru
þeir aðilar sem hafa komið að þess-
um ákvörðunum um hvar byggja á
verslunarhúsnæði. Samtök versl-
unar og þjónustu hafa aldrei verið
höfð með í ráðum um það hvort þörf
er á viðbótarhúsnæði þegar kemur
Jóhannes
Gunnarsson
Andrés
Magnússon
Opið allan sólarhringinn
» Nýlega hafa Iceland og Víðir
bæst við á matvörumarkaði á
höfuðborgarsvæðinu en sam-
tals eru fimm verslanir reknar
undir þeirra merkjum.
» Krónan rekur átta verslanir
á svæðinu og Bónus 18.
» Margar verslanir eru opnar
allan sólarhringinn, m.a. 19
verslanir 10-11 og þrjár versl-
anir Hagkaupa.
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Borðplötur
í öllum stærðum og gerðum
• Swanstone
• Avonite
• Harðplast
• Límtré
Smíðað eftir máli
og þínum óskum
„Bakgrunnur fólks sem innritast í
frumgreinanám HR er ólíkur. Marg-
ir eiga skemmra framhaldsskólanám
að baki en eru jafnvel með mjög
langa starfs-
reynslu. Stór
hópur hefur áður
lokið iðnnámi.
Þannig kemur
fólk til náms hér
á afar ólíkum for-
sendum en þó
jafnan með því
hugarfari að
menntun skapar
möguleika,“ segir
Málfríður Þór-
arinsdóttir. Hún er forstöðumaður
frumgreinanáms Háskólans í
Reykjavík.
Fagorð og færni í samskiptum
Frumgreinanám HR stendur til
boða þeim sem hafa iðnmenntun og
reynslu úr atvinnulífinu og langar að
hefja háskólanám en vantar til þess
tilskilinn undirbúning, að sögn Mál-
fríðar. Námið er skipulagt sem
tveggja ára fullt nám í staðarnámi
en jafnframt er hægt að stunda
námið í fjarnámi með vinnu. Sérhver
umsækjandi fær einstaklingsmat
inn í námið og því er mjög mismun-
andi hve margar annir umsækj-
endur þurfa að taka.
„Mikið er lagt upp úr því að námið
sé hagnýtt, það myndi heild og komi
að góðu gagni síðar meir,“ segir
Málfríður. Hún nefnir þar sem dæmi
að í íslensku sé ræðumennska og
framsögn þjálfuð markvisst en það
komi nemendum að góðu gagni síðar
meir t.d. við vörn lokaverkefna. Við
kennslu erlendra tungumála sé lögð
áhersla á fagorðaforða og færni í
samskiptum.
Margir í tækni- og verkfræði
Í HR er áhersla lögð á verk- og
tæknigreinar, en eins og fram hefur
komið vantar mjög til starfa fólk
með slíka menntun. „Margir fara
eftir viðkomu í frumgreinanámi í
iðnfræði, sem er 90 eininga diploma-
nám á háskólastigi. Aðrir stefna að
loknu frumgreinanámi í tæknifræði
eða verkfræði. “ segir Málfríður.
Hún bætir við að annars sé það jafn
misjafnt og fólk sé margt, hvaða mið
það rói á að frumgreinanáminu
loknu. sbs@mbl.is
HR Námið skapar nýja möguleika.
Námið
sé heild
Frumgreinnámið
í HR er fjölsótt
Málfríður
Þórarinsdóttir