Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Bættu LGG + við daglegan morgunverð
fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið.
Nú fylgja 2 frítt með
Þú getur lesið meira um LGG+ á
ms.is/lgg
+ stuðlar að vellíðan
+ styrkir varnir líkamans
+ bætir meltinguna og
kemur jafnvægi á hana
+ eykur mótstöðuafl
+ hentar fólki á öllum aldri
+ er bragðgóð næring
Fyrir fulla virkni
Ein á dag
Eiginleikar LGG+
Landsmenn fögnuðu sumri í gær þótt ekki
væri alls staðar orðið sumarlegt. En þrátt fyrir
að veturinn sleppi ekki takinu alveg strax er
farið að örla á sumrinu og það „örvar víf og
drengi“ eins og Steingrímur Thorsteinsson
kvað í ljóði sínu „Nú er sumar“.
Skátar héldu sumardaginn fyrsta hátíðlegan
en dagurinn hefur verið hátíðardagur skáta
um áratuga skeið. Þeir fóru í skrúðgöngur og
sóttu skátamessur.
Víðavangshlaup ÍR fór fram í gær. Engin
met voru slegin í þetta sinn enda bæði kalt og
mjög hvasst í Reykjavík.
Fríkirkjan í Hafnarfirði fagnaði 100 ára af-
mæli í gær. Þar fór fram ferming og voru
fermd 60 börn í þremur hópum.
Útilistaverkið Viðsnúningur, eftir Guðjón
Ketilsson, var afhjúpað við hátíðlega athöfn
við Kjarvalsstaði í gær. Verkið er unnið með
það í huga að börn og fullorðnir geti nýtt það í
leik og starfi. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eva Björk
Fríkirkjan í Hafnarfirði 100 ára Í gær létu 60 ungmenni fermast þar.
Morgunblaðið/Kristinn
Skrúðganga Skátar fóru víða í skrúðgöngur í gær. Hér ganga þeir fylktu liði undir blaktandi fánum upp Skólavörðustíginn í Reykjavík.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fræþyrlur Hildigunnur Birgisdóttir leiðbeindi börnum um gerð fræþyrlna í Myndlistarskólanum í Reykjavík.
„Nú er sumar, gleðjist gumar“
Ljósmynd/Sigurgeir Haraldsson
Skátamessa Gengið til Glerárkirkju.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
myndlistarkona fékk starfslaun í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Tónlistargjörningur Á Lækjartorgi var hægt
að spila á nokkuð frumlegt hljóðfæri.